Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 10:00
LPGA: Gal leiðir e. 1. dag í Michigan

Það er þýski kylfingurinn Sandra Gal sem leiðir eftir 1. keppnisdag á Meijer LPGA Classic, en mótið fer fram í hinum glæsilega Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan. Gal lék fyrsta hringinn á 6 undir pari, 65 höggum; fékk 7 fugla (þar af 6 í röð á 3.-8. holu!!!) og 1 skolla. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, á 5 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er síðan ástralska stúlkan Catherine Kirk á 4 undir pari, 67 höggum. Af nokkrum völdum kylfingum mætti geta að Lydia Ko deilir 10. sæti á 2 undir pari; Beatriz Recari er í 21. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 09:00
Trump skiptir um skoðun varðandi Aberdeen golfvöll sinn

Donald Trump hefir gefið út að hann hyggist byggja £5milljóna klúbbhús við golfvöll sinn í Menie, Aberdeen, Skotlandi … þrátt fyrir hótanir áður um að verja ekki einum penny meir í framkvæmdir þar. Trump hefir staðið í málaferlum vegna þess að skosk stjórnvöld hyggjast byggja nýja vindaflstöð undan ströndum við völl Trump, sem hann segir skemma útsýnið af honum. Trump sagði í kjölfarið að öll framtíðarplön m.a. um byggingu annars golfvallar og hótels hefði verið frestað. Hann sagði að í staðinn myndi hann beina sjónum sínum að völlum sínum í Doonbeg á Írlandi og Turnberru í Ayrshire í Skotlandi, en þann síðarnefnda keypti hann í júní á þessu ári. Trump Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 06:00
Tiger byrjar illa á PGA Championship

Tiger Woods byrjar illa á PGA Championship og á þessari stundu ekki líklegt að hann sé að fara að vinna 15. risatitil sinn. Tiger lék á 3 yfir pari, 74 höggum. Niðurskurður eins og staðan lítur út núna verður á skori sem er samtals á pari. Tiger verður því að vinna upp 3 högg og spurning hvort honum takist það, þannig að hann komist áfram? Efstir eru þeir Lee Westwood, Kevin Chappell og Ryan Palmer, allir á 6 undir pari, 65 höggum. Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy er ásamt 4 öðrum þ.á.m. Henrik Stenson í 4. sæti aðeins 1 höggi á eftir þremenningsforystumönnunum. Til þess að sjá stöðuna eftir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 21:55
LET Access: Valdís Þóra lék á 6 yfir pari á Ingarö Ladies Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tekur þátt í Ingarö Ladies Open, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Valdís Þóra lék 1. hring á 6 yfir pari, 76 höggum. Hún fékk 1 fugl og 7 skolla á hringnum. Efst eftir 1. dag er sænski áhugamaðurinn Cajsa Persson, á 4 undir pari, 66 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Ingarö Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 20:00
Ekkert gengur hjá Haraldi Franklín og Ragnari Má

Það er óvenjulegt hvað Haraldi Franklín Magnús, GR og Ragnari Má Garðarssyni, GKG, gengur illa á Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki, en mótið hófst í gær á Duke´s vellinum í Skotlandi. Þátttakendur eru 144 og Haraldur Franklín og Ragnar Már báðir ekki meðal efstu 100 eftir 2. keppnisdag. Haraldur Franklín er í 109. sæti búinn að spila á samtals 12 yfir pari 154 höggum (75 79). Ragnar Már er hins vegar í 127. sæti og búinn að spila á samtals 15 yfir pari, 157 höggum (82 75) Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Evrópumeistaramót einstaklinga í áhugamannaflokki með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 18:00
Elín Nordegren rífur niður $12 milljóna glæsihýsi

Fyrrum eiginkona Tiger Woods, Elín Nordegren hefir látið rífa $12.3 milljóna glæsihýsið sem hún keypti eftir að skilnaður hennar og Tiger gekk í gegn. Elín hlaut leyfi til að rífa niður 17.000 fermetra heimili sitt sem staðsett er í Seminole Landing í Flórída, nálægt North Palm Beach og byggja nýtt glæsihýsi á jarðeigninni skv. heimildum Palm Beach Post. Elín býr í húsi nálægt byggingarstaðnum, meðan verið er að klára húsið. Húsið sem var rifið var byggt 1932 og var m.a. með 8 baðherbergjum og lyftu. Elín, 32 ára fyrrum módel lauk 6 ára hjúskap sinn við Tiger í ágúst 2010 eftir að fréttir um framhjáhald hans voru daglegt fréttaefni og er með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 17:30
Fylgist með skori á PGA Championship hér – Westy leiðir snemma dags á 65 höggum!!!

Nú er 4. og síðasta risamótið á þessu ári hafið, PGA Championship, en það fer fram á Valhalla golfvellinum í Kentucky. Snemma dags eru það tveir kylfingar sem leiða, en báðir hafa leikið á 6 undir pari, 65 höggum. Þetta eru þeir Lee Westwood (Westy) og Kevin Chappell. Fylgjast má með skori á PGA Championship með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Páll Ásgeirsson – 7. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Andri Páll Ásgeirsson. Andri Páll er fæddur 7. ágúst 1998 og er því 16 ára í dag. Andri Páll er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Andri Páll Ásgeirsson · (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jodi Figley, 7. ágúst 1969 (45 ára – spilaði á LPGA); Esther Choe, 7. ágúst 1989 (25 ára – bandarísk spilar á LET) ….. og ….. Kolbrún Sævarsdóttir · (50 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með afmælið!) Rósirnar Heilsurækt Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og ððrum kylfingum sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 14:00
Stephen Gallacher með 2 markmið á PGA Championship

Stephen Gallacher reynir eins og svo margir aðrir sitt besta til þess að sigra á síðasta risamóti ársins, PGA Championship, sem hefst í dag á Valhalla golfvellinum í Kentucky. Og þar með er þegar búið að nefna meginmarkmið Gallacher, sem líklega er það sama hjá öllum öðrum keppendum í mótinu. Markmið nr. 2 er hins vegar þrengra þ.e. aðeins þrengri hópur kylfinga stefnir að þessu markmiði, en það eru þeir sem eiga raunhæfan möguleika að tryggja sér sjálfkrafa sæti í Ryder Cup liði Evrópu. Rory McIlroy, Sergio Garcia, Henrik Stenson, Justin Rose og Martin Kaymer hafa svo til þegar tryggt sér sín sæti, meðan Stephen Gallacher líkt og Victor Dubuisson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 7. 2014 | 10:30
Sveitakeppni GSÍ fer fram um helgina

Um helgina verður leikið í Sveitakeppni GSÍ í deildum 1-5 í karlaflokki og 1-2 í kvennaflokkum. Alls er keppt á sjö stöðum og eru keppendur fjölmargir. Að margra mati er keppnisformið og stemmingin gríðarlega góð í sveitakeppninni. Hægt verður að fylgjast með framgangi mála á golf.is og á tísti (Twitter GSÍ). Einnig er hægt að sjá liðsskipan og fleira með því að smella á hlekki á forsíðu golf.is eða SMELLA HÉR: Karlaflokkar 1.deild karla fer fram á Hólmsvelli í Leiru, Golfklúbburinn Keilir sigraði 1. deildina á síðasta ári. 2.deild karla fer fram á Kiðjabergsvelli, Golfklúbburinn borgarness sigraði 2. deildina á síðasta ári. 3.deild karla fer fram á Svarfhólsvelli Selfossi, Golfklúbbur Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

