Sandra Gal
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 8. 2014 | 10:00

LPGA: Gal leiðir e. 1. dag í Michigan

Það er þýski kylfingurinn Sandra Gal sem leiðir eftir 1. keppnisdag á Meijer LPGA Classic, en mótið fer fram í hinum glæsilega Blythefield CC í Grand Rapids, Michigan.

Gal lék fyrsta hringinn á 6 undir pari, 65 höggum; fékk 7 fugla (þar af 6 í röð á 3.-8. holu!!!) og 1 skolla.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park, á 5 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti er síðan ástralska stúlkan Catherine Kirk á 4 undir pari, 67 höggum.

Af nokkrum völdum kylfingum mætti geta að Lydia Ko deilir 10. sæti á 2 undir pari; Beatriz Recari er í 21. sæti á 1 undir pari og Michelle Wie dró sig úr mótinu, vegna sársauka í hægri hendi.

Til þess að sjá stöðuna á Meijer LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: