Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 10:00
GHD: Marsibil sigraði í Opna fiskidagsmótinu

Síðastliðinn fimmtudag 7. ágúst 2014 fór fram Opna fiskidagsmótið á Dalvík í tengslum við Fiskidags-hátíðina. Þátttakendur í mótinu voru 45 – 11 kven og 34 karlkylfingar. Keppnisformið var punktakeppni og verðlaunin glæsileg fyrir flestu punktana: Evrópuferð að verðmæti kr. 65.000,- Heimakonan Marsibil Sigurðardóttir, GHD sigraði en hún var með flestu punktana 37. Úrslit í Opna Fiskidagsmótinu urðu annars eftirfarandi: 1 Marsibil Sigurðardóttir GHD 28 F 19 18 37 37 37 2 Ásgeir Örvar Stefánsson GK 13 F 14 18 32 32 32 3 Hilmar Guðmundsson GHD 36 F 17 15 32 32 32 4 Óskar Halldórsson GS 2 F 17 15 32 32 32 5 Elvar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 09:00
GF: Helgi Svanberg og Hanna Bára sigruðu á Hótel Flúða mótinu

Golfmótið „Hótel Flúðir“ fór fram í gær, þann 9. ágúst 2014 á Selsvelli. Leikinn var texas scramble og var þátttaka góð. Hér fara á eftir helstu úrslit mótsins, en leikinn var höggleikur með forgjöf: 1. sæti – Helgi Svanberg Ingason og Hanna Bára Guðjónsdóttir – 63 högg 2. sæti – Kjartan Örn Sveinbjörnsson og Kjartan Tómas Guðjónsson – 64 högg 3. sæti – Halldór Hjartarson og Ingvar Jónsson – 65 högg Nándarverðlaun: Næst holu á 2. braut – Karl Gunnlaugsson GF (1,28 m.) Næst holu á 9. braut – Sigurbjörg J. Sigurðardóttir GL (2,24 m.) Lengsta teighögg karla – Kjartan Tómas Guðjónsson GR Lengsta teighögg kvenna – Guðrún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 08:00
Rory góður við aðdáendur sína

Rory McIlroy er að spila vel á PGA Championship risamótinu, en hann hefir m.a. verið í forystu 2. og 3. dag. En ekki nóg með það hann er líka góður við aðdáendur sína og er að vinna sér hylli allra fyrir það. Timothy Campbell fylgdist ásamt börnum sínum Jonah og Maggie með seinni 9 á 1. deginum á Valhalla. Það sem fjölskyldunni kom síðan á óvart var að Rory var á sömu bensínstöð og þau að taka bensín á bíl sinn eftir hringinn. Hann hafði ekkert á móti því að láta taka mynd af sér með áhangendum sínum og gefa öllum eiginhandaráritun. Frásögn Campbell af atvikinu var eitthvað á þessa Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 10. 2014 | 04:15
Rory leiðir enn – Hápunktar 3. dags

Rory McIlroy leiðir enn fyrir lokadag PGA Championship. Hann er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 200 höggum (66 67 67). Aðeins 1 höggi á eftir er Austurríkismaðurinn Bernd Wiesberger á 12 undir pari 201 höggi (68 68 65), en Wiesberger er að reyna við 1. risamótstitil sinn og reyndar þann fyrsta sem Austurríkismaður myndi vinna! Í 3. sæti er síðan Rickie Fowler, sem líkt og Wiesberger er á höttunum eftir 1. risamótstitli sínu. Hann er 2 höggum á eftir Rory, á samtals 11 undir pari, 202 höggum (69 66 67). Fjórða sætinu deila síðan Phil Mickelson og Jason Day á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 21:00
Best klædda sveitin

Nú er Sveitakeppni GSÍ að fara að ná hámarki sínu á morgun og allir spenntir hvaða sveitir fara með sigur af hólmi Mun minni gaumur hefir verið gefinn að því hvernig einstakar sveitir hafa verið klæddar – en oft klæðast einstakar sveitir einstaklega smekklega eða í takt við tíðarandann hverju sinni eða skara fram úr að einhverju leyti. Sveit NK í 1. deild karla skorar hátt fyrir flottheit, en í tilefni Hinsegindaga klæddust liðsmenn þeirrar sveitar í öllum regnbogans litum. Miklar fregnir berast einnig af skvísulegheitum sveitar GÚ, sem spilar í 2. deild kvenna á Hlíðarendavelli á Sauðárkróki og spilar á morgun um 3. sætið í 2. deild kvenna. Eiginlega Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 20:30
Ian Poulter æfur yfir að barnapía hans fékk ekki sæti sem pantað hafði verið um borð hjá British Airways

Ian Poulter sem hefir unnið sér inn verðlaunafé sem talið er £9.4 milljón og hefir a.m.k. fengið annað eins í auglýsingasamningum og viðskiptum fór í reiðikasti á Twitter og tvítaði að barnapía hans hefði ekki fengið far um borð í flugvél British Airways (BA) , þannig að eiginkona hans Katie hefði þurft að sjá um 4 börn þeirra ein. Hann lét reiði sína í garð (BA) flæða um allt í tvíti sínu: „Ég bókaði 6 sæti á fyrsta farrými fyrir eiginkonu mína og barnapíu @British_Airways, sem sögðu síðan að ekkert sæti væri til fyrir barnapíuna og Katie var með enga hjálp í 10 tíma við 4 krakka.“ Hann bætti við: „Þetta Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 17:15
GBE: Guðmundur hjá torf.is sáði í stykkið á 7. braut Byggðarholtsvallar

Þá er búið að sá í stykkið við 7. braut á Byggðarholtsvelli hjá Golfklúbbi Eskifjarðar. Það var öðlingurinn hann Guðmundur hjá torf.is sem sáði í það fyrir GBE. Hér má sjá nokkrar myndir af „sáningarframkvæmdum“ og stykkinu á 7. braut:
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 17:00
Rory: Trúlofunarslitin við Wozniacki ástæða velgengni minnar

Rory McIlroy trúir því að slit trúlofunar hans og Caroline Wozniacki sé ástæða velgengi hans nú þegar hann stefnir að því að auka enn forskot sitt á PGA Championship risamótinu. Hann er með 1 höggs forystu á þá Jason Day og Jim Furyk, nú þegar 3. hringur mótsins er hafinn á Valhalla golfvellinum í Kentucky og vonast eftir að vinna 2. risamótið sitt á sama ári. Rory sleit trúlofun sinnn við fyrrum nr. 1 í tennisnum, Caroline Wozniacki deginum fyrir BMW PGA Championship og þrátt fyrir að fæstum hafi órað fyrir því þá, tókst honum að sigra í því móti. Síðan þá hefir hann jafnframt sigrað í Opna breska risamótinu og Bridgestone Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jón Svavar Úlfljótsson – 9. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagins er Jón Svavar Úlfjótsson. Jón Svavar er fæddur 9. ágúst 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan Jón Svavar Úlfljótsson · 60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sven Strüver, 9. ágúst 1967 (47 ára); Patrick Sheehan, 9. ágúst 1969 (45 ára); Virginie Rocques, (frönsk- spilar á LET Access) 9. ágúst 1971 (43 ára); Guðmundur Hannesson, GR, 9. ágúst 1973 (41 árs); Sophie Walker, (spilar á LET) 9. ágúst 1984 (30 ára stórafmæli!!!); Chloe Leurquin, frá Belgíu, 9. ágúst 1990 (24 ára) … og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 9. 2014 | 13:45
Sveitakeppni GSÍ: Keiliskonur efstar í 1. deild kvenna e. 3. umferð

Fyrsta deild kvenna í Sveitakeppni GSÍ spilar á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Þriðju umferð var að ljúka með hörkuspennandi viðureign GK og GR, sem lauk með sigri GK. Keppt er í tveimur riðlum A- og B-riðli. Í A-riðli keppa GKG, GKJ, GO og NK. Í B-riðli keppa GK, GL, GR, og GS. Eftir 3 leiknar umferðir er staðan eftirfarandi: 1. sæti í A-riðli GKJ – 12 unnar innbyrðis viðureignir 2. sæti í A-riðli GKG – 10 unnar innbyrðis viðureignir 3. sæti í A-riðli NK – 4 unnar innbyrðis viðureignir 4. sæti í A-riðli GO – 4 unnar innbyrðis viðureignir B-RIÐILL 1. sæti í B-riðli GK – 13 unnar innbyrðis viðureignir 2. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

