Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 18:30
Íslandsmótaröðin 2014 (5): Helga Kristín sigraði í stúlknaflokki!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, klúbbmeistari kvenna í NK, sigraði í stúlknaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri. Helga Kristín átti 8 högg á næsta keppninaut sinn þannig að sigur hennar var sannfærandi. Hún lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (77 78 83). Helga Kristín er núverandi Íslandsmeistari stúlkna (17-18 ára) í höggleik og þetta er 3. sigur hennar á Íslandsbankamótaröðinni í ár. Lokastaðan í stúlknaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 er eftirfarandi: 1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 42 41 83 12 77 78 83 238 25 2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 45 40 85 14 79 82 85 246 33 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 18:15
Íslandsbankamótaröðin 2014 (5): Aron Snær sigraði með miklum yfirburðum í piltaflokki!!!

Aron Snær Júlíusson, GKG, sigraði með miklum yfirburðum á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, en mótið fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Aron Snær lék á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (67 77 72) og setti m.a. nýtt vallarmet á fyrsta degi á Jaðrinum af hvítum teigum. Hann var á besta skori allra sem léku 54 holur. Þetta er 2. sigur Arons Snæs á Íslandsbankamótaröðinni í ár!!! Í 2. sæti heilum 14 höggum á eftir Aroni Snæ varð klúbbfélagi hans Egill Ragnar Gunnarsson, GKG á samtals 17 yfir pari, 230 höggum (74 79 77). Í 3.-4. sæti urðu síðan klúbbmeistari GA 2014, Ævarr Freyr Birgisson og Kristófer Orri Þórðarson, GKG, en Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 17:45
Ragnar Már lauk leik í 3. sæti á Brabants Open – Gísli Sveinbergs í 5. sæti!!!

Íslensku keppendurnir 5 hafa lokið keppni í Brabants Open, en mótið fór fram í Eindhovensche Golf, Valkenswaard, Hollandi, dagana 15.-17. ágúst 2014. Ragnar Már Garðarsson, GKG, stóð sig best allra varð í 3. sæti á samtals 5 undir pari, 211 höggum (69 69 73). Skammt þar á eftir varð Gísli Sveinbergsson, GK, en hann varð í 5. sæti á samtals 3 undir pari, spilaði jafnt og gott golf alla dagana (71 71 71). Bjarki Pétursson, GB, deildi síðan 7. sætinu á sléttu pari, en lokahringurinn hjá honum var nokkuð úr takti við gott spil hans fyrstu 2 dagana (70 69 77). Ísak Jasonarson, GK, náði sér aldrei á strik í mótinu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 17:30
Evróputúrinn: Marc Warren sigraði í Made in Denmark – Hápunktar 4. dags

Það var Skotinn Marc Warren sem stóð uppi sem sigurvegari á Made in Denmark mótinu í Álaborg, Danmörku. Warren lék á samtals 9 undir pari, 275 höggum (71 70 66 68) og átti 2 högg í lokinn á Wales-verjann Bradley Dredge, sem búinn var að leiða allt mótið, en varð að sætta sig við 2. sætið. Í 3. sæti varð Englendingurinn Phillip Archer á samtals 4 undir pari, 280 höggum og fjórða sætinu deildu 3 kylfingar: Englendingarnir Oliver Fisher og Eddie Pepperell og heimamaðurinn Thomas Björn, allir á samtals 3 undir pari, hver. Til þess að sjá lokastöðuna á Made in Denmark SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 4. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 17:00
Eimskipsmótaröðin 2014 (6) – Hjá GL, Garðavelli, Akranesi 17. ágúst 2014 – Myndasería

Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 15:30
Eimskipsmótaröðin (6): Valdís Þóra með yfirburðasigur á Garðavelli!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL sigraði með yfirburðum á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar, sem fram fór á Garðavelli á Akranesi. Valdís Þóra lék á samtals sléttu pari, 216 höggum (71 74 71) og var þar að auki á næstbesta skori yfir allt mótið!!! Í 2. sæti varð Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og í 3. sæti varð Karen Guðnadóttir, GS. Sjá má lokastöðuna í kvennaflokki á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar 2014 hér að neðan: 1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL -1 F 36 35 71 -1 71 74 71 216 0 2 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR -1 F 36 36 72 0 72 82 72 226 10 3 Karen Guðnadóttir GS 2 F 39 38 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 15:00
Eimskipsmótaröðin (6): Kristján Þór sigraði!

Íslandsmeistarinn í holukeppni, Kristján Þór Einarsson, GKJ, sigraði á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Garðavelli, á Akranesi í dag. Kristján Þór lék á samtals 3 undir pari, 213 höggum (69 74 70). Í 2. sæti varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (73 73 72). Í 3. sæti varð síðan Stefán Már Stefánsson, GR, á samtals 4 yfir pari, 220 höggum (73 76 71). Sjá má lokastöðuna í karlaflokki á 6. móti Eimskipsmótaraðarinnar hér að neðan: 1 Kristján Þór Einarsson GKJ -1 F 38 32 70 -2 69 74 70 213 -3 2 Guðmundur Ágúst Kristjánsson GR -3 F 38 34 72 0 73 73 72 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 10:00
GÖ: Hilmar Viðarsson sigraði í Opna Classic

Opna Classic mótið fór fram hjá Golfklúbbi Öndverðarness í gær. Þátttakendur í ár voru 63 – 11 kven og 52 karlkylfingar. Keppnisformið var punktakeppni með forgjöf. Helstu úrslit voru þau að Hilmar Viðarsson, GKG sigraði á 34 punktum. Úrslit í heild voru eftirfarandi: 1 Hilmar Viðarsson GKG 7 F 16 18 34 34 34 2 Alfreð Frosti Hjaltalín GR 19 F 13 19 32 32 32 3 Gunnar Gísli Guðlaugsson GÞ 22 F 16 16 32 32 32 4 Már Hinriksson GÖ 10 F 17 15 32 32 32 5 Hrafnhildur Gunnarsdóttir GKG 7 F 17 15 32 32 32 6 Gísli Sigurgeirsson GO 14 F 11 20 31 31 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 08:45
Champions Tour: Kevin Sutherland sá fyrsti í sögu bandarísku öldungamótaraðarinnar á 59

Kevin Sutherland var aðeins búinn að spila 8 holur á hring sínum í gær í Dick’s Sporting Goods Open og hann var þá þegar farinn að hugsa um að þetta gæti orðið hringur upp á 59 högg. „Maður á alls ekki að hugsa svona, er það nokkuð? spurði hann, þegar ljóst var að hann væri fyrsti kylfingur í sögu Champions Tour til að spila á 59 höggum í móti. En hringur hans var bara þannig að það var lítið annað hægt að gera. Á fyrstu 8 holunum var Sutherland með 1 örn og 7 fugla – á 9. fékk hann par. Á seinni 9 fékk Sutherland 5 fugla …. og síðan Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 08:00
GHG: Jón Karlsson á besta skorinu í Opna Friðgeirsmótinu

Í gær fór fram Opna Friðgeirsmótið á Gufudalsvelli, í Hveragerði. Minningarmót Friðgeirs hefir verið árlegur viðburður hjá GHG síðan 2006 og var því haldið í níunda sinn í ár. Friðgeir Kristjánsson var einn af stofnendum GHG og hafa afkomendur Friðgeirs haldið minningu hans í heiðri og stutt dyggilega við klúbbinn með öflun gæsilegra vinninga í mótið. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Besta skor: Jón Karlsson 80 högg Punktar: 1. sæti Össur Friðgeirsson 33 punktar 2. sæti Ólafur Dór Steindórsson 30 punktar 3. sæti Auðunn Guðjónsson 29 punktar Nándaverðlaun á 7/16 braut Friðrik Sigurbjörnsson Nándaverðlaun á 9/18 braut Össur Friðgeirsson Lengsta teighögg á 2. braut Sveinn Steindórsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

