Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 18:30

Íslandsmótaröðin 2014 (5): Helga Kristín sigraði í stúlknaflokki!!!

Helga Kristín Einarsdóttir, klúbbmeistari kvenna í NK, sigraði í stúlknaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Jaðarsvelli á Akureyri.

Helga Kristín átti 8 högg á næsta keppninaut sinn þannig að sigur hennar var sannfærandi.

Hún lék á samtals 25 yfir pari, 238 höggum (77 78 83).

Helga Kristín er núverandi Íslandsmeistari stúlkna (17-18 ára)  í höggleik og þetta er 3. sigur hennar á Íslandsbankamótaröðinni í ár.

Lokastaðan í stúlknaflokki á 5. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014 er eftirfarandi: 

1 Helga Kristín Einarsdóttir NK 7 F 42 41 83 12 77 78 83 238 25
2 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 12 F 45 40 85 14 79 82 85 246 33
3 Alexandra Eir Grétarsdóttir GOS 10 F 43 46 89 18 79 87 89 255 42
4 Birta Dís Jónsdóttir GHD 8 F 39 43 82 11 88 87 82 257 44
5 Hafdís Alda Jóhannsdóttir GK 11 F 45 42 87 16 88 87 87 262 49