Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 17. 2014 | 17:45

Ragnar Már lauk leik í 3. sæti á Brabants Open – Gísli Sveinbergs í 5. sæti!!!

Íslensku keppendurnir 5 hafa lokið keppni í Brabants Open, en mótið fór fram í Eindhovensche Golf, Valkenswaard, Hollandi, dagana 15.-17. ágúst 2014.

Ragnar Már Garðarsson, GKG, stóð sig best allra varð í 3. sæti á samtals 5 undir pari, 211 höggum (69 69 73).

Skammt þar á eftir varð Gísli Sveinbergsson, GK, en hann varð í 5. sæti á samtals 3 undir pari, spilaði jafnt og gott golf alla dagana (71 71 71).

Bjarki Pétursson, GB, deildi síðan 7. sætinu á sléttu pari, en lokahringurinn hjá honum var nokkuð úr takti við gott spil hans fyrstu 2 dagana (70 69 77).

Ísak Jasonarson, GK, náði sér aldrei á strik í mótinu og varð ekki meðal efstu 40.

Sjá má lokastöðuna í karlaflokki á Brabants Open með því að SMELLA HÉR: 

Ásta Birna Magnúsdóttir, Lippstadt og GK tók einnig þátt í mótinu og náði ekki að vera meðal efstu 20.

Sjá má lokastöðuna í kvennaflokki í Brabants Open með því að SMELLA HÉR: