Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 06:59

PGA: Bo Van Pelt efstur e. 1. dag The Barclays

Bo Van Pelt er í forystu eftir 1. dag Barclays, sem er 1. mótið í FedEx Cup umspilinu. Van Pelt lék á 6 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti fast á hæla Van Pelt, einu höggi á eftir á 5 undir pari, 66 höggum  eru 8 kylfingar: Cameron Tringale, Hunter Mahan, Charles Howell III, Brendon de Jonge, Ben Martin, Brendon Todd, Jim Furyk og Paul Casey. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag The Barclays SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 06:00

LPGA: So Yeon Ryu leiðir á Opna kanadíska

So Yeon Ryu leiðir á Opna kanadíska eða Canadian Pacific Women´s Open, eins og mótið heitir á ensku. Ryu lék 1. hring í gær á 9 undir pari, 63 höggum. Í 2. sæti NY Choi á 8 undir pari, 64 höggum. Í þriðja sæti er síðan hin sænska Anna Nordqvist á 7 undir pari, 65 höggum. Lydia Ko, sem á titil að verja hefur titilvörnina á 2 undir pari,  í 34. sæti, en hún er meidd í úlnliðnum og mun gangast undir uppskurð á honum í næsta mánuði. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 05:00

Evróputúrinn: Jamie Donaldson leiðir e. 1. dag í Tékklandi

Það er Jamie Donaldsson frá Wales sem hefir nauma forystu eftir 1. dag D+D mótsins í Tékklandi, en það er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Donaldsson er búinn að spila á 6 undir pari, 66 höggum. Svíinn Mikael Lundberg er skammt undan, aðeins munar 1 höggi á honum og Donaldson, en Lundberg er búinn að spila á 5 undir pari, 67 höggum. Hópur 10 kylfinga deilir svo 3. sætinu þ.á.m. Keith Horne frá Suður-Afríku, sem leiddi lengi vel í gær, Bandaríkjamaðuarinnn John Hahn og Englendingurinn Lee Slattery, allir á 4 undir pari, 68 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag D+D mótsins SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jarrod Lyle ———— 21. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle. Hann fæddist 21. ágúst 1981 og er því 33 ára. Hann spilaði á PGA Tour SMELLA HÉR: og komst í fréttirnar 2011 vegna þess að þá átti hann eitt fallegasta höggið á PGA túrnum (ás í keppni); Sjá um það með þvi að SMELLA HÉR:  Hann gifti sig jólin 2011. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Snemma á árinu 2012 eignaðist hann síðan sitt fyrsta barn, en stuttu síðar greindist hann með hvítblæði, sem hann hafði verið að berjast við frá því hann var unglingur.  Það kom aftur í veg fyrir að hann gæti spilað á PGA Tour sem hann var þá nýfarinn að spila Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 15:30

FedEx Cup: Barclays byrjað!

The Barclays, fysta mótið í FedEx Cup umspilinu er byrjað. Mótið fer fram í Ridgewood CC, í Paramus, New Jersey. Snemma dags er það Ástralinn Steve Bowditch, sem leiðir. Fylgjast má með gangi mála á Barclays með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 15:00

Tiger við Rory: „Ég ætla ekki að láta þig vinna grænan jakka á næsta ári“

Tiger og Rory hafa komið fram í ýmsu skemmtilegu að undanförnu: ísklakaáskoruninni, auglýsingum, skemmtiþætti Jimmy Fallon. Ekki furða að Rory sé vinsæll nú, en hann er búinn að sigra í 2 af 4 risamótum ársins.  Í heildina er Rory búinn að sigra í öllum risamótum, nema The Masters.  Hann, sjálfan Írann vantar grænan jakka í klæðaskápinn!!! Þrátt fyrir skemmtilegar stundir að undanförnu sagði Rory að Tiger hefði sagt honum skýrt og skorinort hver plön hans fyrir 2015 væru: „Ég ætla ekki að láta þig vinna grænan jakka á næsta ári.“   M.ö.o. Tiger ætlar sér að koma í veg fyrir að Rory nái að vinna á því móti sem hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 14:00

Lee So-young sigraði í golfi á Olympíuleikum ungmenna

Olympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína um þessar mundir. Sjá link inn á úrslit á Ólympíuleika ungmenna með því að SMELLA HÉR:  Framtíðin virðist björt hjá Suður-Kóreu hvað varðar kvennagolfið á Olympíuleikunum en sigurvegari á Ólympíuleikum ungmenna var einmitt Lee So-young, frá Suður-Kóreu sem sigraði í dag í Zhongshan International Golf Club. Sigurinn var So-young eftir glæsilegan lokahring hennar upp á 65 högg. So-young mun einnig spila á Asíuleikunum, í Incheon, í Seúl í næsta mánuði. „Þegar ég var lítil dreymdi mig alltaf um að fá að taka þátt í Asíuleikunum, en ekki Ólympíuleikunum.  Í næsta mánuði spila ég í Asíuleikunum, þannig að draumur minn rætist,“ sagði Lee So-young Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 13:00

GR: Opið styrktarmót Odda fyrir UNICEF haldið á Korpu n.k. sunnudag!

Opið styrktarmót Odda fyrir Unicef verður haldið á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur sunnudaginn 24. ágúst. Ræst er út frá kl. 8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur. Opna Odda-mótið hefur verið haldið árlega um langt skeið. Oddi hefur verið einn af helstu styrktaraðilum Unicef á Íslandi undanfarinn áratug. Sú nýbreytni verður höfð á mótinu í ár, að þriðjungur þátttökugjalds í mótinu rennur til Unicef. Einnig hyggst Oddi styrkja Unicef um eina milljón króna til viðbótar ef einhver golfari fer holu í höggi á 17. holu.  Oddi heldur þetta opna styrktarmóti fyrir Unicef í góðu samstarfi við TM. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 12:00

LPGA: Fylgist með stöðunni á Canadian Pacific Women´s Open

Ný-sjálenski táningurinn Lydia Ko stefnir á 3. sigur sinn á Canadian Women´s Open, sem hefst í dag í London Hunt and Country Club í Ontario, Kanada. Svo lítur út að Ko verði að gangast undir skurðaðgerð á úlnlið í næsta mánuði þannig að Opna kanadíska verður síðasta mót hennar í einhvern tíma – sjá frétt með því að SMELLA HÉR:  Það var þjálfari Ko, David Leadbetter sem vísaði henni á einn færasta skurðlækni en hún hefir verið mjög þjáð í úlnliðnum í þeim mótum sem hún hefir tekið þátt í. Að öðru leyti hefir Ko m.a. beðið Phil Mickelson um ráð í stutta spilinu, en sú stutta er mikill aðdáandi Phil sjá með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Fylgist með stöðunni í D+D mótinu í Tékklandi hér

Í dag hófst í Prag Tékklandi, D+D REAL Czech Masters, í  Albatross Golf Resort,Vysoký Újezd. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Efstur snemma dags er Keith Horne frá Suður-Afríku. Fylgjast má með stöðunni á D + D mótinu með því að SMELLA HÉR: