Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 13:00

GR: Opið styrktarmót Odda fyrir UNICEF haldið á Korpu n.k. sunnudag!

Opið styrktarmót Odda fyrir Unicef verður haldið á Korpúlfsstaðavelli Golfklúbbs Reykjavíkur sunnudaginn 24. ágúst. Ræst er út frá kl. 8:00. Leikfyrirkomulag mótsins er punktakeppni og höggleikur.

Opna Odda-mótið hefur verið haldið árlega um langt skeið. Oddi hefur verið einn af helstu styrktaraðilum Unicef á Íslandi undanfarinn áratug. Sú nýbreytni verður höfð á mótinu í ár, að þriðjungur þátttökugjalds í mótinu rennur til Unicef. Einnig hyggst Oddi styrkja Unicef um eina milljón króna til viðbótar ef einhver golfari fer holu í höggi á 17. holu. 

Oddi heldur þetta opna styrktarmóti fyrir Unicef í góðu samstarfi við TM. Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og 3 efstu sætin í höggleik. Nándarverðlaun eru veitt þeim sem er næstur holu í upphafshöggi á öllum par 3 holum vallarins, en þær eru þrjár talsins.

Skráning í mótið hefst þriðjudaginn 19. ágúst kl. 9:00 á www.golf.is. Mótsgjald er kr. 5.000 kr. Greiða þarf við skráningu.

PUNKTAKEPPNI
1. sæti – 30.000 kr. gjafabréf frá Arion banka
2. sæti – 20.000 kr. gjafabréf frá Arion banka
3. sæti – 15.000 kr. gjafabréf frá Arion banka

HÖGGLEIKUR – BESTA SKOR
1. sæti – 30.000 kr. gjafabréf frá Arion banka
2. sæti – 20.000 kr. gjafabréf frá Arion banka
3. sæti – 15.000 kr. gjafabréf frá Arion banka

NÁNDARVERÐLAUN
22. hola – Gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið
25. hola – Gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið
13. hola – Gjafakort fyrir tvo í Borgarleikhúsið

HOLA Í HÖGGI

• Fyrsti golfarinn til að fara holu í höggi á 17. holu (par 3, 168 metrar) fær gjafabréf hjá Icelandair fyrir utanlandsferð að verðmæti 200 þúsund krónur, auk þess sem Oddi hyggst styrkja Unicef á Íslandi um eina milljón króna.