Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 22. 2014 | 06:00

LPGA: So Yeon Ryu leiðir á Opna kanadíska

So Yeon Ryu leiðir á Opna kanadíska eða Canadian Pacific Women´s Open, eins og mótið heitir á ensku.

Ryu lék 1. hring í gær á 9 undir pari, 63 höggum.

Í 2. sæti NY Choi á 8 undir pari, 64 höggum. Í þriðja sæti er síðan hin sænska Anna Nordqvist á 7 undir pari, 65 höggum.

Lydia Ko, sem á titil að verja hefur titilvörnina á 2 undir pari,  í 34. sæti, en hún er meidd í úlnliðnum og mun gangast undir uppskurð á honum í næsta mánuði.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Canadian Pacific Women´s Open SMELLIÐ HÉR: