Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 22:00

FedEx Cup: Day og Furyk efstir f. lokahring The Barclays

Jason Day og Jim Furyk eru efstir og jafnir eftir 3. keppnisdag The Barclays, sem fram fer í Ridgewood CC í Paramus, New Jersey. Báðir eru þeir Day og Furyk búnir að spila á samtals 9 undir pari, 204 höggum; Day (72 64 68) og Furyk (66 69 69). Í 3. sæti er Hunter Mahan aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 8 undir pari. 4. sætinu á samtals 7 undir pari, deila 7 kylfingar þ.á.m. Matt Kuchar. Sjá má stöðuna á The Barclays eftir 3. dag í heild með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auður Kjartansdóttir – 23. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Auður Kjartansdóttir. Auður er fædd 23. ágúst 1991 og er því 23 ára í dag. Hún er klúbbmeistari Golfklúbbsins Mostra í Stykkishólmi 2013 og 2014. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Auði með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Auðar til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Auður Kjartansdóttirovic (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Peter Thomson, 23. ágúst 1929 (85 ára); Mo Joong-kyung, 23. ágúst 1971 ( 43 ára frá Suður-Kóreu) ….. og …… Örn Bergmann (25 ára) Guðrún Sesselja Arnardóttir (48 ára)  Skylmingafélag Reykjavíkur (66 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 17:30

FedEx Cup: Lefty sló aftur upp í áhorfendastúku á 3. hring The Barclays! – Myndskeið

Þetta er ekki sama myndskeið og Golf1 sýndi í morgun. En það er endurtekning á sama hlut.  Phil Mickelson (líka nefndur Lefty vegna þess að hann er örvhentur) sló aftur upp í áhorfendastúku á 5. braut Ridgewood GC, í Paramus, New Jersey, þar sem The Barclays fer fram. Aftur varð hann að klifra upp í stúkuna og slá boltann niður á flöt. Í þetta skipti gekk betur – hann fékk par … en fékk skolla í gær.  En það dugði honum ekkert hann er eftir sem áður úr leik. Sjá má myndskeið af Phil að slá aftur upp í áhorfendastúku í teighöggi sínu á 5. braut og síðan að ná Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 17:15

GVS: Schwarzkopf-kvennamót á Kálfatjörn laugardaginn 30. ágúst n.k.

Kvennamót verður haldið 30. ágúst 2014 á Kálfatjarnarvelli hjá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar. Á þessu glæsilega kvennamóti eru veitingar og verðlaun í boði SCHWARZKOPF Keppt verður í punktakeppni með hámarks leikforgjöf 34 og höggleik án forgjafar, en ekki er hægt að vinna til verðlauna í báðum flokkum. Eftirfarandi verðlaun eru í  punktakeppni: sæti Verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 25.000 sæti Verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 20.000 sæti Verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 15.000 sæti Verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 10.000 sæti Verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 5.000 Besta skor án forgjafar: verðmæti vinnings frá Schwarzkopf og Hagkaup kr. 25.000 Lengsta teighögg á 6/15 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 17:00

FedEx Cup: Mickelson tapaði $20 í veðmáli við áhorfanda á 18. holu á 3. hring The Barclays

Phil Mickelson tapaði $20 í veðmáli við áhorfanda á 18. holu á 2. hring The Barclays. Mickelson er ekki óvanur því að veðja við hvern sem er í umhverfi sínu, en jafnvel fyrir hann er óvanalegt að veðja á 18. holu í móti. En Mickelson vissi að hann myndi að öllum líkindum ekki komast í gegnum annan niðurskurð nú í morgun, þegar bolti hans lenti í þykku röffinu á 18. braut og því tók Mickelson áskorun áhorfanda um veðmál.  Veðmálið var þannig. Lagðir voru undir $5 (u.þ.b. 580 krónur). Síðan gaf Phil áhorfandanum líkurnar 4-1 að hann myndi setja niður fugl. Ef Phil fengi fugl skuldaði áhangandinn Phil sem sagt $5 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 15:00

Sveitakeppni eldri kylfinga GSÍ 2014: Karlasveit GR sigurvegari fyrstu 3 umferða í 1. deild

Í gær hófst í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) sveitakeppni eldri kylfinga GSÍ í 1. deild í karlaflokki. Átta sveitir keppa í 1. deild:  Sveit GA; Sveit GK; Sveit GKG; Sveit GO; Sveit GR; Sveit GS;  Sveit GSG og Sveit NK (sjá liðsskipan hér að neðan). Keppt er í tveimur riðlum: A- og B-riðli. Í A-riðli keppa GKG, GR, GS og NK. Í A-riðli er GR efst með fullt hús stiga. GR vann leiki sína gegn GS 4-1. Hetja GS var Guðni Vignir Sveinsson en hann vann tvímenning sinn gegn Einari Long, GR 4&3.  GR vann einnig GKG 4-1.  Í liði GKG var það Hlöðver Sigurgeir Guðnason, sem var hetja sveitar sinnar en Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 14:00

Renato Paratore sigraði í golfi á Ólympíuleikum ungmenna

Ólympíuleikar ungmenna fara fram í Nanjing í Kína um þessar mundir, nánar tiltekið dagana 19.-28. ágúst 2014. Meðal ólympíugreina er golfið…. og ……  framtíðin virðist björt hjá Ítölum í golfi. Flestir kannast við Ítalann unga Matteo Manassero og e.t.v. líka Molinari-bræðurna snjöllu, Francesco og Edoardo. Nú er nýr ítalskur kylfingur að stíga fram á sjónarsviðið en Ítalinn Renato Paratore, 17 ára, sigraði í karlaflokki í golfi á Ólympíuleikum ungmenna. Næsta öruggt er að hann komi til greina í golflið Ítala á Ólympíuleikunum í Brasílíu eftir 2 ár, þ.e. 2016. Renato lék á samtals 11 undir pari, 205  höggum (72 67 66). Silfrið tók Svíinn Marcus Kinhult en hann var á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 12:18

Gísli lauk keppni í 3. sæti – Bjarki í 25. sæti!!!

Íslensku strákarnir sem þátt tóku í Opna finnska meistaramóti áhugamanna stóðu sig frábærlega. Mótið fór fram í Helsinki Golf Club í Finnlandi 21.-23. ágúst 2014. Gísli Sveinbergsson, GK, lauk keppni í 3. sæti ásamt Belganum Samuel Echickson á samtals 3 undir pari, 210 höggum  (69 69 72). Stórglæsilegur árangur þetta hjá Gísla og í 2. sinn á skömmum tíma sem hann nær að verða á verðlaunapalli á móti erlendis, en Gísli varð einnig í 3. sæti á Brabants Open í Hollandi fyrir viku síðan. Óljóst var í gær hvort Bjarki Pétursson, GB, myndi komast í gegnum niðurskurð, en hann gerði gott betur og landaði 25. sætinu af þeim 40 sem komust Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 11:55

Ólafur búinn að leika á 1 undir pari

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur nú þátt í Landeryd Masters, í Svíþjóð, sem er hluti af ECCO mótaröðinni. Mótið hófst í gær og stendur dagana 22.-24. ágúst og fer fram í Landryds GC. Ólafur Björn hefir nú lokið 2. hring sínum á mótinu og er samtals búinn að spila á 1 undir pari (72 71) – sem er sama skor og hann var á, á Jamega Tour. Ólafur Björn er sem stendur í 27. sæti en sú sætistala gæti breyst eftir því sem líður á daginn því langt í frá allir hafa lokið keppni. Yfirgnæfandi líkur eru þó á að Ólafur Björn hafi komist í gegnum niðurskurð – það þarf Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 11:30

FedEx Cup: Mickelson með frábært högg úr áhorfendastúku á 5. braut The Barclays – Myndskeið

Það er bara einn Phil Mickelson. Það er enginn furða að hann sé jafn vinsæll og raun ber vitni í Bandaríkjunum, vegna kumpánlegrar framkomu sinnar, hvar sem hann kemur. Mickelson er einn þátttakenda í The Barclays og hefir ekkert gengið neitt sérstaklega vel.  Hann rétt náði niðurskurði í gær er nákvæmlega á 1 yfir pari, 143 höggum (71 72),  sem var skorið sem þurfti til að komast í gegn til að fá að spila um helgina. Í gær sló hann teighögg sitt á 5. braut í Ridgewood CC, í Paramus, New Jersey, þar sem The Barclays fer fram upp í áhorfendastúku og varð hann því að brölta upp í stúkuna Lesa meira