Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 17:30

FedEx Cup: Lefty sló aftur upp í áhorfendastúku á 3. hring The Barclays! – Myndskeið

Þetta er ekki sama myndskeið og Golf1 sýndi í morgun.

En það er endurtekning á sama hlut.  Phil Mickelson (líka nefndur Lefty vegna þess að hann er örvhentur) sló aftur upp í áhorfendastúku á 5. braut Ridgewood GC, í Paramus, New Jersey, þar sem The Barclays fer fram.

Aftur varð hann að klifra upp í stúkuna og slá boltann niður á flöt.

Í þetta skipti gekk betur – hann fékk par … en fékk skolla í gær.  En það dugði honum ekkert hann er eftir sem áður úr leik.

Sjá má myndskeið af Phil að slá aftur upp í áhorfendastúku í teighöggi sínu á 5. braut og síðan að ná boltanum niður á flöt með því að SMELLA HÉR: 

Hér má sjá myndina sem fór eins og eldur í sinu um Twitter af áhorfendastúkunni á 5. braut Ridgewood GC:

BvuXQd3CYAEi0q9