Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 16:00

Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: Karlasveit GR Íslandsmeistari í 1. deild

Það er karlasveit GR sem varð í 1. sæti í Sveitakeppni GSÍ 2014 í 1. deild. Sveitina skipuðu eftirfarandi kylfingar: Einar Long Garðar Eyland Hörður Sigurðsson Jón Haukur Guðlaugsson Rúnar S. Gíslason Óskar Sæmundsson Sigurður Hafsteinsson Skarphéðinn E. Skarphéðinsson Sæmundur Pálsson Liðsstjóri: Garðar Eyland Úrslit í 1. deild eldri karla í Sveitakeppni GSÍ 2014 var eftirfarandi: 1. sæti Sveit GR 2. sæti Sveit GO 3. sæti Sveit NK 4. sæti Sveit GK 5. sæti Sveit GS 6. sæti Sveit GA ——————— 7. sæti Sveit GKG 8. sæti Sveit GSG Sveitir GKG og GSG eru fallnar í 2. deild.


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 15:00

Sveitakeppni GSÍ 2014 unglingar: Sveit GR Íslandsmeistari í drengjaflokki!!!

Það er sveit GR sem er Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ 2014 í drengjaflokki 15 ára og yngri. Sveit GR er skipuð eftirfarandi kylfingum: Ingvar Andri Magnússon Elvar Már Kristinsson Oddur Bjarki Hafstein Sigurður Bjarki Blumenstein Sigurður Már Þórhallsson Viktor Ingi Einarsson Liðsstjóri: Jón Þorsteinn Hjartar. Langfjölmennast var í Sveitakeppni drengja 15 ára og yngri en alls voru 16 sveitir sem kepptu. Úrslit í drengjaflokki í Sveitakeppni GSÍ 2014 var eftirfarandi:  1. sæti  Sveit GR I (Íslandsmeistari) 2. sæti Sveit GKG II 3. sæti Sveit GHD/GH/GÓ/GSS 4. sæti Sveit GKJ I 5. sæti Sveit GKG I 6. sæti Sveit GK I 7. sæti Sveit GV 8. sæti Sveit GKJ II 9. sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 14:45

Evróputúrinn: Donaldson sigraði í Tékklandi – Hápunktar 4. dags

Það var velski kylfingur Jamie Donaldson, sem stóð uppi sem sigurvegari á D + D REAL Czech Masters, en mótið fór fram á Albatros vellinum í Prag Tékklandi. Með sigri sínum er Donaldson næsta búinn að gulltryggja sér sæti í Ryder Cup liði Evrópu sem spilar á móti liði Bandaríkjanna í Gleneagles í næsta mánuði. Donaldson missti aðeins dampinn í gær þegar hann lét Bradley Dredge fara fram úr sér en var annars búinn að leiða á mótinu fyrstu 2 keppnisdagana. Sigurskor Donaldson var samtals 14 undir pari 274 högg (66 69 71 68). Í 2. sæti varð Bradley Dredge á samtals 12 undir pari og þriðja sætinu deildu Merrick Bremner frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 14:00

Sveitakeppni GSÍ 2014 unglingar: Sveit GK Íslandsmeistari í stúlknaflokki!!!

Það er sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði sem er Íslandsmeistari í stúlknaflokki 18 ára og yngri í Sveitakeppni GSÍ 2014. Íslandsmeistarasveit GK í stúlknaflokki 2014 skipa eftirfarandi kylfingar:Sigurlaug Rún Jónsdóttir Hafdís Alda Jóhannsdóttir Sara Margrét Hinriksdóttir Thelma Sveinsdóttir Harpa Líf Bjarkadóttir Liðsstjóri: Karl Ómar Karlsson Sveitakeppi í flokki stúlkna 18 ára og yngri fór þetta árið fram í Öndverðarnesi.   Alls kepptu 5 stúlknasveitir: Sveit GK, Sveit Odds/Selfoss; Sveit GR; Sveit GS og Sveit GKJ. Leiknar voru 5 umferðir: 1. umferð. Í fyrstu umferð mættust sveit GR og sveit Odds/Selfoss. Sveit GR vann 2-1.  Eins mættust sveit GS og sveit GKJ. Sveit GS vann 2-1. 2. umferð.  Í 2. umferð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 12:00

Sveitakeppni GSÍ 2014 unglingar: Sveit GA/GHD Íslandsmeistari í telpnaflokki 15 ára og yngri!!!

Það er sveit GA/GHD sem er Íslandsmeistari í Sveitakeppni GSÍ 2014 í telpnaflokki.  Telpnasveitirnar og stúlknasveitirnar í ár kepptu í Öndverðarnesinu. Íslandsmeistarasveit GA/GHD er skipuð eftirfarandi leikmönnum: Ólöf María Einarsdóttir Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir Amanda Guðrún Bjarnadóttir Magnea Helga Guðmundsdóttir Andrea Ýr Ásmundsdóttir Liðsstjóri: Lilja Guðnadóttir Alls voru 5 sveitir sem kepptu í telpnaflokki í Sveitakeppni GSÍ 2014: GA/GHD; GK; GR; GKG I og GKG II. 1. umferð Í 1. umferð keppti sveit GA/GHD við sveit GR.  Magnea Helga Guðmundsdóttir GA/GHD og Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir GA/GHD unnu fjórmenningsleik sinn  gegn þeim Nínu Valtýsdóttur, GR og Sóley Karlsdóttur, GR 4&3.  Ólöf María Einarsdóttir GA/GHD sigraði sannfærandi í viðureign sinni gegn Sunnu Karlsdóttur 6&4. Sú Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 09:47

Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: GK og GS leika um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild

Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kvenna í 1. deild fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík. Það eru alls 8 klúbbar sem eru með sveitir í 1. deild eldri kvenna: GR, GK, GKJ, NK, GKG, GS, GO og GÖ. Leikið var í 2 riðlum: A- og B-riðlum. Staðan í A-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir: 1. sæti Nesklúbburinn  – 10 innbyrðis sigrar 2. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur  – 10 innbyrðis sigrar 3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar – 6 innbyrðis sigrar 4. sæti Golfklúbbur Öndverðarness – 4 innbyrðis sigrar Staðan í B-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir: 1. sæti Golfklúbburinn Keilir – 11 innbyrðis sigrar 2. sæti Golfklúbbur Suðurnesja – 7 innbyrðis Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 09:45

PGA: Hápunktar 3. dags á The Barclays

Það eru Jason Day og Jim Furyk sem leiða fyrir lokahring The Barclays, sem leikinn verður í kvöld. Hér má sjá hápunkta 3. dags á The Barclays SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 08:00

LPGA: Choi ósátt við víti – dregur sig úr Opna kanadíska – Myndskeið

Á föstudaginn á Opna kanadíska þ.e.  Canadian Pacific Women´s Open dró suður-kóreanski kylfingurinn, Chella Choi  sig úr mótinu vegna þess að hún var ósátt við 2 högga víti sem hún átti að hljóta fyrir að leggja bolta sinn aftur á rangan stað, eftir að hafa merkt hann á flöt. Málið var að Choi púttaði en pútt hennar fór ekki ofan í holu og hún skilur eftir pútt sem er innan við meter.  Hún merkir bolta sinn þannig að boltamerkið er vinstra megin við boltann, m.ö.o. boltinn er hægra megin við boltamerkið. Hún tekur boltann síðan upp og lætur hann ekki aftur á sama stað, heldur setur boltann nú vinstra meginn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 00:01

Evróputúrinn: Dredge efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er Wales-verjinn Bradley Dredge sem leiðir á D+D mótinu í Tékklandi. Dredge er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 70 66). Jamie Donaldson, sem búinn er að leiða fystu 2 keppnisdagana deilir nú 2. sæti ásamt Dananum Sören Kjeldsen, 2 höggum á eftir Dredge, á samtals 10 undir pari, hvor. Donaldson ásamt Stephen Gallacher, sem deilir 5. sæti ásamt Merrick Bremner á samtals 8 undir pari, hvor, eru að gera sér vonir um sæti í Ryder Cup liði Evrópu. Einn í 4. sæti á samtals 9 undir pari er síðan Frakkinn Grégory Bourdy. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á D+D SMELLIÐ Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 23. 2014 | 23:00

LPGA: Ryu með yfirburði í Kanada

Svo lítur út fyrir að sigurinn sé So Yeon Ryu en hún er nú komin með 4 högga forystu á næstu keppendur fyrir lokahringinn á Opna kanadíska. Ekki nóg með það. Nokkur met eru vís til að fjúka líka en Ryu er þegar búin að spila á 20 undir pari eftir 54 holur og takist henni að halda það fellur heildarskormet á Opna kandaíska sem er 18 undir pari eftir 72 holur. Heildarskormet LPGA er líka í hættu á að verða a.m.k. jafnað en það er 26 undir pari, eftir 72 holur. A.m.k. er mjög líklegt að So Yeon Ryu standi uppi sem sigurvegari á morgun. Í 2. sæti 4 Lesa meira