
Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: GK og GS leika um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild
Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kvenna í 1. deild fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík.
Það eru alls 8 klúbbar sem eru með sveitir í 1. deild eldri kvenna: GR, GK, GKJ, NK, GKG, GS, GO og GÖ.
Leikið var í 2 riðlum: A- og B-riðlum.
Staðan í A-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir:
1. sæti Nesklúbburinn – 10 innbyrðis sigrar
2. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur – 10 innbyrðis sigrar
3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar – 6 innbyrðis sigrar
4. sæti Golfklúbbur Öndverðarness – 4 innbyrðis sigrar
Staðan í B-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir:
1. sæti Golfklúbburinn Keilir – 11 innbyrðis sigrar
2. sæti Golfklúbbur Suðurnesja – 7 innbyrðis sigrar
3. sæti Golfklúbburinn Kjölur – 7 innbyrðis sigrar
4. sæti Golfklúbburinn Oddur – 5 innbyrðis sigrar
Í 4. umferð var leikið um hvaða lið myndu mætast í úrslitum. Þar fóru leikar á eftirfarandi máta.
1. leikur í 4 umferð:
4. sæti í A-riðli lék við 3. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GÖ við sveit GKJ. Leikurinn fór svo að sveit GKJ sigraði 3-2
Ella Rósa Guðmundsdóttir, GKJ og Guðrún Leósdóttir, GKJ unnu fjórmenningsleik sinn á móti þeim Hafdísi Gunnlaugsdóttur, GÖ og Björk Ingvarsdóttur, GÖ 1&0. Í tvímenningsleikjunum unnu Margrét Óskarsdóttir, GKJ og Rut Héðinsdóttir, GKJ viðureignir sínar.
2. leikur í 4. umferð:
3. sæti í A-riðli lék við 4. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GKG við sveit GO. Leikurinn fór svo að sveit GKG sigraði 3-2
Í sveit GKG vannst sigur í 4. umferð í 3 tvímenningsleikjum þ.e. Elísabet Böðvarsdóttir, GKG; María Málfríður Guðnadóttir, GKG og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, GKG unnu viðureignir sínar.
3. leikur í 4. umferð:
2. sæti í A-riðli lék við 1. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GR við sveit GK. Leikurinn fór svo að sveit GK sigraði 3-2
Sveit GK vann fjórmenningsleik sinn gegn GR en það voru þær Kristín Sigurbergsdóttir, GK og Margrét Berg Theódórsdóttir, GK sem unnu „Jóhönnurnar“ í GR þ.e. Bárðardóttur og Waagfjörð 3&2. Helga Gunnarsdóttir, GK vann Stefaníu Margréti Jónsdóttur, GR 1&0; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann síðan Ásgerði Sverisdóttur, GR 1&0. Þær sem héldu uppi heiðri GR voru Steinunn Sæmundsdóttir, sem vann viðureign sína gegn Erlu Adolfsdóttur, GK 3&2 og Guðrún Garðars sem vann viðureign sína gegn Sigrúnu Margréti Ragnarsdóttur líka 3&2.
4. leikur í 4. umferð:
1. sæti í A-riðli lék við 2. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar NK við sveit GS. Leikurinn fór svo að sveit GS sigraði 3-2
Sigur sveitar GS kom í 3 tvímenningsleikjum þ.e. Eygló Geirdal, GS vann viðureign sína gegn Þuríði Halldórsdóttur, NK 2&1; Elín Gunnarsdóttir, GS vann viðureign sína gegn Áslaugu Einarsdóttur, NK 1&0 og Hafdís Ævarsdóttir, GS vann viðureign sína gegn Þyrí Valdimarsdóttur 2&1. Þeir leikir NK sem unnust voru fjórmenningsleikurinn en þar sigruðu þær Oddný Rósa Halldórsdóttir, NK og Jórunn Þóra Sigurðardóttir NK þær Helgu Sveinsdóttur og Ólafíu Sigurbergsdóttur á 19. holu. Síðan vann Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK andstæðing sinn í tvímenningnum, Magdalenu Sirrý Þórisdóttur, GS með miklum yfirburðum 6&5.
Allt í allt má segja að leikir í 4. umferð í 1. deild eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ 2014 hafi verið jafnir og spennandi.
Úrslitaleikir í 5. umferð eru því eftirfarandi:
Leikur um 1. sætið Sveit GK-Sveit GS
Leikur um 3. sætið Sveit GR-Sveit NK
Leikur um 5. sætið Sveit GKG-Sveit GKJ
Leikur um 7. sætið Sveit GO- Sveit GÖ
Keppnissveitirnar eru skipaðar eftirfarandi leikmönnum:
Golfklúbbur Reykjavíkur | ||
Ásgerður Sverrisdóttir | ||
Guðrún Garðars | ||
Jóhanna Bárðardóttir | ||
Margrét Geirsdóttir | ||
Stefanía Margrét Jónsdóttir | ||
Steinunn Sæmundsdóttir | ||
Rakel Kristjánsdóttir | ||
Jóhanna S. Waagfjörð | ||
Helga Harðardóttir | ||
Liðsstjóri: Halldór B. Kristjánsson | ||
Golfklúbburinn Keilir | ||
Anna Snædís Sigmarsdóttir | ||
Erla Adolfsdóttir | ||
Helga Gunnarsdóttir | ||
Jónína Kristjánsdóttir | ||
Kristín Sigurbergsdóttir | ||
Margrét Sigmundsdóttir | ||
Margrét Berg Theódórsdóttir | ||
Sigrún Margrét Ragnarsdóttir | ||
Liðsstjóri: Anna Snædís Sigmarsdóttir | ||
Aðstoðarliðsstjóri: Þórdís Geirsdóttir | ||
Golfklúbburinn Kjölur | ||
Auður Ósk Þórisdóttir | ||
Dagný Þórólfsdóttir | ||
Ella Rósa Guðmunsdóttir | ||
Guðrún Leósdóttir | ||
Margrét Óskarsdóttir | ||
Petrún Björg Jónsdóttir | ||
Rut M. Héðinsdóttir | ||
Þuríður Pétursdóttir | ||
Liðsstjórar: Guðrún Leósdóttir og Rut M. Héðinsdóttir | ||
Nesklúbburinn | ||
Ágústa Dúa Jónsdóttir | ||
Áslaug Einarsdóttir | ||
Jórunn Þóra Sigurðardóttir | ||
Kristín Erna Gísladóttir | ||
Oddný Rósa Halldórsdóttir | ||
Þuríður Halldórsdóttir | ||
Þyrí Valdimarsdóttir | ||
Liðsstjóri: Ágústa Dúa Jónsdóttir | ||
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | ||
Áslaug Sigurðardóttir | ||
Bergljót Kristinsdóttir | ||
Elísabet Böðvarsdóttir | ||
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir | ||
Jónína Pálsdóttir | ||
María Málfríður Guðnadóttir | ||
Sigríður Olgeirsdóttir | ||
Hanna Bára Guðjónsdóttir | ||
Liðsstjóri: María Málfríður Guðnadóttir | ||
Golfklúbbur Suðurnesja | ||
Magdalena Sirry Þórisdóttir | ||
Hafdís Ævarsdóttir | ||
Ólafía Sigurbergsdóttir | ||
Helga Sveinsdóttir | ||
Ingibjörg Bjarnadóttir | ||
Eygló Geirdal | ||
Elín Gunnarsdóttir | ||
Liðsstjóri Magdalena Sirry Þórisdóttir | ||
Golfklúbburinn Oddur | ||
Aldís Björg Arnardóttir | ||
Ágústa Arna Grétarsdóttir | ||
Erla Pétursdóttir | ||
Hlíf Hanssen | ||
Hulda Hallgrímsdóttir | ||
Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir | ||
Magnhildur Baldursdóttir | ||
Margrét Aðalsteinsdóttir | ||
Sif Haraldsdóttir | ||
Liðsstjóri: Hulda Hallgrímsdóttir | ||
Golfklúbbur Öndverðarnes | ||
Rósa Guðmundsdóttir | ||
Birna Stefnisdóttir | ||
Hafdís Gunnlaugsdóttir | ||
Guðrún Guðmundsdóttir | ||
Björk Ingvarsdóttir | ||
Bryndís Þorsteinsdóttir | ||
Þuríður Jónsdóttir | ||
Soffía Björnsdóttir | ||
Katrín Hermannsdóttir | ||
Liðsstjóri: Kristín Þorvaldsdóttir |
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024