Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 09:47

Sveitakeppni GSÍ eldri kylfinga 2014: GK og GS leika um Íslandsmeistaratitilinn í 1. deild

Sveitakeppni GSÍ í flokki eldri kvenna í 1. deild fer fram á Húsatóftavelli í Grindavík.

Það eru alls 8 klúbbar sem eru með sveitir í 1. deild eldri kvenna: GR, GK, GKJ, NK, GKG, GS, GO og GÖ.

Leikið var í 2 riðlum: A- og B-riðlum.

Staðan í A-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir:

1. sæti Nesklúbburinn  – 10 innbyrðis sigrar

2. sæti Golfklúbbur Reykjavíkur  – 10 innbyrðis sigrar

3. sæti Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar – 6 innbyrðis sigrar

4. sæti Golfklúbbur Öndverðarness – 4 innbyrðis sigrar

Staðan í B-riðli var eftirfarandi eftir 3 umferðir:

1. sæti Golfklúbburinn Keilir – 11 innbyrðis sigrar

2. sæti Golfklúbbur Suðurnesja – 7 innbyrðis sigrar

3. sæti Golfklúbburinn Kjölur – 7 innbyrðis sigrar

4. sæti Golfklúbburinn Oddur – 5 innbyrðis sigrar

Í 4. umferð var leikið um hvaða lið myndu mætast í úrslitum.  Þar fóru leikar á eftirfarandi máta.

1. leikur í 4 umferð:  

4. sæti í A-riðli lék við 3. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GÖ við sveit GKJ.   Leikurinn fór svo að sveit GKJ sigraði 3-2

Ella Rósa Guðmundsdóttir, GKJ og Guðrún Leósdóttir, GKJ unnu fjórmenningsleik sinn á móti þeim Hafdísi Gunnlaugsdóttur, GÖ og Björk Ingvarsdóttur, GÖ 1&0.  Í tvímenningsleikjunum unnu Margrét Óskarsdóttir, GKJ og Rut Héðinsdóttir, GKJ viðureignir sínar.

2. leikur í 4. umferð:

3. sæti í A-riðli lék við 4. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GKG við sveit GO.  Leikurinn fór svo að sveit GKG sigraði 3-2

Í sveit GKG vannst sigur í 4. umferð í 3 tvímenningsleikjum þ.e. Elísabet Böðvarsdóttir, GKG; María Málfríður Guðnadóttir, GKG og Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir, GKG unnu viðureignir sínar.

3. leikur í 4. umferð:

2. sæti í A-riðli lék við 1. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar GR við sveit GK. Leikurinn fór svo að sveit GK sigraði 3-2

Sveit GK vann fjórmenningsleik sinn gegn GR en það voru þær Kristín Sigurbergsdóttir, GK og Margrét Berg Theódórsdóttir, GK sem unnu „Jóhönnurnar“ í GR þ.e. Bárðardóttur og Waagfjörð 3&2.  Helga Gunnarsdóttir, GK vann Stefaníu Margréti Jónsdóttur, GR 1&0; Anna Snædís Sigmarsdóttir, GK vann síðan Ásgerði Sverisdóttur, GR 1&0.  Þær sem héldu uppi heiðri GR voru Steinunn Sæmundsdóttir, sem vann viðureign sína gegn Erlu Adolfsdóttur, GK 3&2 og Guðrún Garðars sem vann viðureign sína gegn Sigrúnu Margréti Ragnarsdóttur líka 3&2.

4. leikur í 4. umferð:

1. sæti í A-riðli lék við 2. sæti í B-riðli þ.e. leikur sveitar NK við sveit GS. Leikurinn fór svo að  sveit GS sigraði 3-2

Sigur sveitar GS kom í 3 tvímenningsleikjum þ.e. Eygló Geirdal, GS vann viðureign sína gegn Þuríði Halldórsdóttur, NK 2&1; Elín Gunnarsdóttir, GS vann viðureign sína gegn Áslaugu Einarsdóttur, NK 1&0 og Hafdís Ævarsdóttir, GS vann viðureign sína gegn Þyrí Valdimarsdóttur 2&1.  Þeir leikir NK sem unnust voru fjórmenningsleikurinn en þar sigruðu þær Oddný Rósa Halldórsdóttir, NK og Jórunn Þóra Sigurðardóttir NK þær Helgu Sveinsdóttur og Ólafíu Sigurbergsdóttur á 19. holu.  Síðan vann Ágústa Dúa Jónsdóttir, NK andstæðing sinn í tvímenningnum, Magdalenu Sirrý Þórisdóttur, GS með miklum yfirburðum 6&5.

Allt í allt má segja að leikir í 4. umferð í 1. deild eldri kvenna í sveitakeppni GSÍ 2014 hafi verið jafnir og spennandi.

 Úrslitaleikir í 5. umferð eru því eftirfarandi:

Leikur um 1. sætið Sveit GK-Sveit GS

Leikur um 3. sætið Sveit GR-Sveit NK

Leikur um 5. sætið Sveit GKG-Sveit GKJ

Leikur um 7. sætið Sveit GO- Sveit GÖ

Keppnissveitirnar eru skipaðar eftirfarandi leikmönnum:

Golfklúbbur Reykjavíkur
Ásgerður Sverrisdóttir
Guðrún Garðars
Jóhanna Bárðardóttir
Margrét Geirsdóttir
Stefanía Margrét Jónsdóttir
Steinunn Sæmundsdóttir
Rakel Kristjánsdóttir
Jóhanna S. Waagfjörð
Helga Harðardóttir
Liðsstjóri: Halldór B. Kristjánsson
Golfklúbburinn Keilir
Anna Snædís Sigmarsdóttir
Erla Adolfsdóttir
Helga Gunnarsdóttir
Jónína Kristjánsdóttir
Kristín Sigurbergsdóttir
Margrét Sigmundsdóttir
Margrét Berg Theódórsdóttir
Sigrún Margrét Ragnarsdóttir
Liðsstjóri: Anna Snædís Sigmarsdóttir
Aðstoðarliðsstjóri: Þórdís Geirsdóttir
Golfklúbburinn Kjölur
Auður Ósk Þórisdóttir
Dagný Þórólfsdóttir
Ella Rósa Guðmunsdóttir
Guðrún Leósdóttir
Margrét Óskarsdóttir
Petrún Björg Jónsdóttir
Rut M. Héðinsdóttir
Þuríður Pétursdóttir
Liðsstjórar: Guðrún Leósdóttir og Rut M. Héðinsdóttir
Nesklúbburinn
Ágústa Dúa Jónsdóttir
Áslaug Einarsdóttir
Jórunn Þóra Sigurðardóttir
Kristín Erna Gísladóttir
Oddný Rósa Halldórsdóttir
Þuríður Halldórsdóttir
Þyrí Valdimarsdóttir
Liðsstjóri: Ágústa Dúa Jónsdóttir
Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
Áslaug Sigurðardóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Elísabet Böðvarsdóttir
Jóhanna Ríkey Sigurðardóttir
Jónína Pálsdóttir
María Málfríður Guðnadóttir
Sigríður Olgeirsdóttir
Hanna Bára Guðjónsdóttir
Liðsstjóri: María Málfríður Guðnadóttir
Golfklúbbur Suðurnesja
Magdalena Sirry Þórisdóttir
Hafdís Ævarsdóttir
Ólafía Sigurbergsdóttir
Helga Sveinsdóttir
Ingibjörg Bjarnadóttir
Eygló Geirdal
Elín Gunnarsdóttir
Liðsstjóri Magdalena Sirry Þórisdóttir
Golfklúbburinn Oddur
Aldís Björg Arnardóttir
Ágústa Arna Grétarsdóttir
Erla Pétursdóttir
Hlíf Hanssen
Hulda Hallgrímsdóttir
Jóhanna Dröfn Kristinsdóttir
Magnhildur Baldursdóttir
Margrét Aðalsteinsdóttir
Sif Haraldsdóttir
Liðsstjóri: Hulda Hallgrímsdóttir
Golfklúbbur Öndverðarnes
Rósa Guðmundsdóttir
Birna Stefnisdóttir
Hafdís Gunnlaugsdóttir
Guðrún Guðmundsdóttir
Björk Ingvarsdóttir
Bryndís Þorsteinsdóttir
Þuríður Jónsdóttir
Soffía Björnsdóttir
Katrín Hermannsdóttir
Liðsstjóri: Kristín Þorvaldsdóttir