Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 24. 2014 | 14:45

Evróputúrinn: Donaldson sigraði í Tékklandi – Hápunktar 4. dags

Það var velski kylfingur Jamie Donaldson, sem stóð uppi sem sigurvegari á D + D REAL Czech Masters, en mótið fór fram á Albatros vellinum í Prag Tékklandi.

Með sigri sínum er Donaldson næsta búinn að gulltryggja sér sæti í Ryder Cup liði Evrópu sem spilar á móti liði Bandaríkjanna í Gleneagles í næsta mánuði.

Donaldson missti aðeins dampinn í gær þegar hann lét Bradley Dredge fara fram úr sér en var annars búinn að leiða á mótinu fyrstu 2 keppnisdagana.

Sigurskor Donaldson var samtals 14 undir pari 274 högg (66 69 71 68).

Í 2. sæti varð Bradley Dredge á samtals 12 undir pari og þriðja sætinu deildu Merrick Bremner frá Suður-Afríku og Daninn Sören Kjeldsen, á samtals 11 undir pari, hvor.

Til þess að sjá lokastöðuna á  D + D REAL Czech Mastersn SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á  D + D REAL Czech Masters SMELLIÐ HÉR: (kemur síðar).