Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 11:00

Henning Darri í 3. sæti á Global Junior Golf e. 2. hringi

Þrír íslenskir kylfingar taka þátt í Global Junior Golf: Henning Darri Þórðarson, GK; Benedikt Sveinsson, GK og Björn Guðjónsson, GM. Mótið fer fram á La Serena á Spáni  2.-4. mars 2016 og lýkur því í dag. Eftir 2 leikna hringi er Henning Darri í 3. sæti – en hann er búinn að spila á samtals 7 yfir pari, 151 höggi (75 76). Björn Óskar er í 11. sæti á samtals 13 yfir pari og Benedikt í 18. sæti á samtals 24 yfir pari. Til þess að sjá stöðuna á Global Junior Golf SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 10:00

WGC: Fraser og Piercy efstir – Mickelson í 3. sæti á Cadillac Championship

Það eru Scott Piercy og Marcus Fraser sem deila efsta sætinu eftir 1. dag á Cadillac Championship. Báðir hafa leikið 1. hring á Bláa Skrímslinu á 6 undir pari, 66 högum. Í 3. sæti er Phil Mickelson sem þekkir völlinn eins og höndina á sér en hann er aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum. 4 kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m. fyrrum nr. 1 á heimslistanum Adam Scott. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR:  Sjá má fallegan fugl Fraser á par-4 7. holunni á 1. hring Cadillac Championship með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 4. 2016 | 08:00

GK: Keilir bestur skv. World Golf Awards

Golfklúbburinn Keilir fékk nú á síðustu misserum útnefninguna sem besti Íslenski golfvöllurinn hjá hinu virta golftímariti Golf Digest. Ekki eru það einu verðlaunin sem Hvaleyrarvöllur fékk fyrir árið 2015, enn World Golf Awards útnefndu Hvaleyrarvöll einnig sem besta golfvöllinnn á Íslandi 2015. Hvað er World Golf Awards: World Golf Awards™ serves to celebrate and reward excellence in golf tourism through our annual awards programme. World Golf Awards™ is part of World Travel Awards™ Það er gaman að sjá að eftir því er tekið að Keilir og starfsfólk okkar hefur lagt kapp á það, að Hvaleyrarvöllur sé ávallt í fremstu röð Íslenskra golfvalla. Til hamingju Keilisfélagar með þessi skemmtilegu verðlaun. Nánari Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 18:30

WGC: Cadillac Championship hafið – Fylgist með hér!

Cadillac Championship er hafið á Bláa Skrímslinu í Doral, Flórída. Fyrstu menn eru farnir út. Fylgist með frá byrjun á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 18:30

Tiger horfir á 11 ára strák fá ás!

Tiger Woods hannaði völlinn sem hinn 11 ára Taylor Crozier fór holu í höggi á. Sjá má frétt og myndskeið FOX af ás Taylor og viðbrögð Tiger með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 18:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hrafnhildur og Sverrir Vorliði – 3. mars 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þau Hrafnhildur Birgisdóttir og Sverrir Vorliði Sverrisson. Bæði eiga þau afmæli í dag 3. mars 1964 og eiga því 52 ára afmæli í dag! Komast má á facebook síðu Hrafnhildar og Sverris Vorliða til þess að óska þeim til hamingju með afmælin hér að neðan: Hrafnhildur Birgisdóttir F. 3. mars 1964 (52 ára – Innilega til hamingju!!!) Sverrir Vorliði Sverrisson F. 3. mars 1964 (52 ára – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Julius Boros, 3. mars 1920 – d. 28. maí 1994 (hefði orðið 96 í dag); Sirrí Bragadóttir, 3. mars 1943 (hefði orðið 73 ára í dag);Keith Carlton Fergus Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 15:00

Nordea Tour: RÖNG FRÉTT!!! Axel Bóasson komst í gegnum niðurskurð á Spáni!!!

Golf 1 birti í dag ranga frétt þess efnis að Axel Bóasson, GK hefði ekki komist í gegnum niðurskurð á Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open, sem fram fer á Lumine vellinum á Spáni, dagana  2.-4. mars 2016. Þetta er 2. mót Axels á  Nordea Tour. Hið rétta er að Axel komst gegnum niðurskurð. Axel lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 149 höggum (75 74) og er T-46 eftir 2. dag. HANN KOMST Í GEGNUM NIÐURSKURÐ og er fyrri frétt þess efnis að hann hafi ekki komist gegnum niðurskurðinn með mikilli gleði dregin tilbaka og Axel beðinn velvirðingar á rangbirtingunni. Axel er T-46 eftir 2. hring og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 13:20

Rory breytir um púttgrip – í ráshóp með Spieth og Day á Doral!

Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy vonast til að breyting á púttgripi hans geti leitt til sigurs hans á World Golf Championships (skammst. WGC) – Cadillac Championship í þessari viku. Norður-Írinn (Rory) gerði allt vitlaust á Internetinu í gær þegar hann birti vídeó af sér á félagsmiðlunum þar sem hann sést nota vinstri undir hægri pútt grip áður en hann fór á æfingasvæðið, en hann staðfesti við fjölmiðla að hann myndi nota þetta grip á  Trump National Doral. Þessi breyting Rory er afturhvarf til pútttækni sem hann notaði á nýliða ári sínu á Evrópumótaröðinni 2008 – en nú er öldin önnur og hann er að reyna við fyrsta sigurinn árið 2016. Rory Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 13:00

Nordea Tour: Axel komst ekki gegnum niðurskurð á Spáni

Axel Bóasson, GK tók þátt í 2. móti sínu á Nordea Tour – þ.e. Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open, sem fram fer á Lumine vellinum á Spáni. Mótið fer fram dagana 2.-4. mars 2016. Axel lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 149 höggum (75 74). Hann komst ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni. Sjá má stöðuna á Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Örn Ólafur Ólafsson – 2. mars 2016

Það er Örn Ólafur Ólafsson sem er afmæliskylfingur dagsins. Örn Ólafur er fæddur 2. mars 1956 og á því 60 ára stórafmæli  í dag!!! Örn Ólafur er félagi í Golfklúbbi Kiðjabergs (GKB).   Örn Ólafur Ólafsson – 60 ára stórafmæli!!! Innilega til hamingju!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Pamela Barnett, 2. mars 1944 (72 ára – lék á LPGA); Jorge Soto 2. mars 1945 (71 árs); Þórdís Unndórsdóttir (67 ára) Ólafur Örn Ólafsson, GKB, 2. mars 1956 (59 ára); Ian Harold Woosnam, 2. mars 1958 (58 ára); David George Barnwell, GR (55 ára);  Phil Jonas (kanadískur kylfingur á Senior Tour – evrópsku öldungamótaröðinni), 2. mars 1962 (54 ára); Þorsteinn Lesa meira