Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 13:20

Rory breytir um púttgrip – í ráshóp með Spieth og Day á Doral!

Nr. 3 á heimslistanum Rory McIlroy vonast til að breyting á púttgripi hans geti leitt til sigurs hans á World Golf Championships (skammst. WGC) – Cadillac Championship í þessari viku.

Norður-Írinn (Rory) gerði allt vitlaust á Internetinu í gær þegar hann birti vídeó af sér á félagsmiðlunum þar sem hann sést nota vinstri undir hægri pútt grip áður en hann fór á æfingasvæðið, en hann staðfesti við fjölmiðla að hann myndi nota þetta grip á  Trump National Doral.

Þessi breyting Rory er afturhvarf til pútttækni sem hann notaði á nýliða ári sínu á Evrópumótaröðinni 2008 – en nú er öldin önnur og hann er að reyna við fyrsta sigurinn árið 2016.

Rory hefir tryggt sér 2. sætið í tvígang í Miðausturlandasveiflu Evrópumótaraðarinnar framan af árinu, en komst ekki í gegnum niðurskurð í síðustu viku á PGA Tour.

Rory staðhæfir að breyting á púttgripinu sé meira þróun en bylting af hans hálfu (á ensku hljómar það betur þ.e. „more evolution than revolution.“)

„Þetta er æfing sem ég hef verið að æfa í nokkurn tíma vegn aþess að mér finnst að vinstri hönd mín stjórni púttstrokunni og það er aðalhöndin hjá mér,“ sagði Rory. „Mér finnst eins og á sl. vikum hafi hægri höndin verið að reyna að ná yfirhöndinni.

Ég hef æft þetta yfir helgina bara með vinstri fyrir neðan hægri höndina og það var virkilega, virkilega góð tilfinning. Ég ætla að reyna þetta þessa helgina og sjá til hvert það leiðir. Rúll boltans er virkilega gott. Snertingin (ens. contact) er betri og það kemur hægri höndinni út úr þessu,“ sagði Rory.

Mér finnst eins og þetta sé nokkuð sem ég ætla að halda mig við sama hver útkoman verður á morgun, í þessari eða næstu viku.“

Þó púttin séu mikilvæg þá er það sem er enn mikilvægara á 7.543 yarda velli Doral að vera góður af teig og í þeirri deild hefir Rory aldrei átt í vandræðum, en hann slær að meðaltali 300 yarda í teighöggum sínum (og hefir gert svo næsta óslitið síðan 2009 á Evrópumótaröðinni).

 

Maður stendur á sumum teigum og hugsar „vegna lengdar minnar, ætti ég virkilega að hafa forskot hérna“, en ég held að það séu margar holur hérna (á Doral), þar sem margir strákanna slá högg af sömu svæðum, sömu vegalengd,“ sagði Rory.

Þetta er mikil áhættu/umbunar tegund af golfvelli með mikið af vatnshindrunum og ef maður tekur áskorununum og slær réttu höggin, þá getur það leitt til forskots,“

„En maður verður að velja staði sína vel, þar sem maður vill vera agressívur og hvar ekki.“

Rory mun spila fyrstu tvo hringina á Doral með nr. 1 á heimslistanum Jordan Spieth og nr. 2 á heimslistanum Jason Day – og verður þessi nýja verðandi goðsagnaþrenning örugglega sá ráshópur sem mest verður fylgst með!