Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 3. 2016 | 13:00

Nordea Tour: Axel komst ekki gegnum niðurskurð á Spáni

Axel Bóasson, GK tók þátt í 2. móti sínu á Nordea Tour – þ.e. Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open, sem fram fer á Lumine vellinum á Spáni.

Mótið fer fram dagana 2.-4. mars 2016.

Axel lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari, 149 höggum (75 74).

Hann komst ekki gegnum niðurskurð að þessu sinni.

Sjá má stöðuna á Nordea Tour Winter Series Lumine Hills Open með því að SMELLA HÉR: