Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 12:00

Ryder Cup 2016: Rory ekki vandaðar kveðjurnar

Nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy, er búinn að standa sig lang best allra evrópsku leikmannanna á Rydernum. Hann er því þyrnir í augum áhangenda bandaríska Ryder liðsins og Rory ekki vandaðar kveðjurnar. Þannig var um einn áhorfanda sem hrópaði ókvæðisorðum að Rory og var síðan fjarlægður af svæðinu. Rory stoppaði stutta stund, en var stöðugt sagt að halda áfram. Svo virtist sem hann væri í orðaskaki við einhvern á hliðarlínunni. Já, það er ekki bara tæknilega hliðin sem þarf að vera fullkomin hjá stjörnukylfingum heldur líka og ekki síður andlega hliðin. Sjá má atvikið þar sem áhorfandi er með móðgandi athugasemd við Rory með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 10:00

LET access: Valdís Þóra lék á 73 2. dag Azores Ladies Open

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, er í 11. sæti eftir 2. dag Azores Ladies Open, sem er mót vikunnar á LET Access mótaröðinni. Valdís lék 2. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum – fékk 3 skolla, 13 pör og 2 fugla. Þriðji og lokahringurinn er hafinn og byrjaði Valdís á að fá skolla! Kannski er fall fararheill – vonandi að svo sé og allt gangi upp hjá Valdísi á afgangi hringsins!!! Til þess að sjá stöðuna á Azores Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2016 | 08:00

Ryder Cup 2016: Bandaríkin 9 1/2 – Evrópa 6 1/2

Eftir leiki laugardagsins er staðan 9 1/2 vinningur fyrir Bandaríkin gegn 6 1/2 vinningi liðs Evrópu. Bandaríkjamenn þurfa aðeins að sigra í 5 tvímenningsleikjum til þess að vinna Ryder bikarinn. Lið Evrópu þarf að vinna 8 leiki af 12 til þess að hafa sigur en þarf 7 1/2 vinning itl þess að bikarinn haldist í Evrópu ef fellur á jöfnu. Hvernig sem allt er þá eru sepnnandi viðureignir framundan í kvöld! Til þess að sjá stöðuna í Ryder bikarnum fyrir tvimmeningsleiki dagsins í dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirsdóttir – 1. október 2016

Það er Þórdís Geirsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd í Reykjavík 1. október 1965. Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni: Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf. Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð. Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig. Það var stór og skemmtilegur hópur krakka í Keili á þessum árum, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 14:00

LPGA: Hur með 1 höggs forystu á Henderson á Reignwood LPGA Classic e. 3. dag

Mi Jung Hur frá Suður-Kóreu hefir 1 höggs forystu á kanadíska kylfinginn Brooke Henderson, frá Kanada, eftir 3. dag Reignwood LPGA Classic. Hur hefir spilað á samtals 20 undir pari, 199 höggum (69 63 67). Hún á 1 högg á Brooke Henderson sem spilað hefir á 19 undir pari, 200 höggum (66 66 68). Til þess að sjá hápunkta 3. dags Reignwood LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Reignwood LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 14:00

Ryder Cup 2016: Fylgist með stöðunni hér!

Nú eru fjórleikir laugardagsmorgunsins hafnir í Ryder bikarnum. Á þessari stundu lítur skortaflan ekkert of vel út fyrir lið Evrópu. 2 1/2 vinningur liðs Bandaríkjanna á móti 1 1/2 hjá liði Evrópu, ef úrslit verða sem staðan er nú. Það er dúndurpörunin Rory og nýliðinn Thomas Pieters, sem hafa yfirhöndina gegn Phil Mickelson og Rickie Fowler. Allt er jafnt í viðureign Jimmy Walker og Zach Johnson gegn Justin Rose og Chris Wood. Fylgjast má með stöðunni á Rydernum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 10:00

Mest umdeildu andartökin í sögu Rydersins í máli og myndum

Golf Digest hefir tekið saman umdeildustu andatökin í sögu Ryder bikars keppninnar. Það hefir alltaf verið barist hart og mikið tekist á, en sum atvik eru þó umdeildari en önnur. Sjá má samantekt Golf Digest með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 07:12

LET Access: Valdís Þóra T-8 á Azor-eyjum e. 1. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL tekur þátt í Azores Ladies Open 2016, sem er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið, sem hófst í gær 30. september 2016,  fer fram á Azor-eyjum. Valdís Þóra lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk slæman skramba, 7-u á par-4 1. holuna og síðan 4 fugla, 9 pör og 4 skolla. Valdís Þóra er T-8  eftir 1. dag, þ.e. deilir 8. sætinu með 6 öðrum kylfingum, sem er glæsileg byrjun!!! Í efsta sæti er finnska stúlkan Leena Makkonen, en hún lék á 2 undir pari, 70 höggum. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 07:00

Ryder Cup 2016: Bandaríkin 5 – Evrópa 3

Lið Evrópu byrjar ekki vel í Hazeltine. Staðan er 5-3 liði Bandaríkjanna í vil eftir 1. dag. E.t.v. samt betra en margir bjuggust við – lið Bandaríkjanna er geysisterkt um þessar mundir og flestir Bandaríkjamannanna undir því fargi að þurfa að sigra til að heiðra minningu Arnold Palmer, sem lést 25. september s.l. Það sem vakti e.t.v. mestu athyglina var hversu ákveðið lið Evrópu mætti til leiks eftir hádegi á föstudeginum. Líka hversu vel THORO – þ.e. nýliðinn Thomas Pieters og nr. 3 á heimslistanum, Rory McIlroy voru að spila saman, en þeir unnu leik sinn gegn þeim Dustin Johnson og Matt Kuchar 3&2. Sjá má stöðuna á Ryder Cup Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2016 | 06:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Þórður áfram – Ólafur úr leik

Þórður Rafn Gissurarson atvinnukylfingur úr GR og Ólafur Björn Loftsson úr GKG hafa lokið keppni á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina. Þórður Rafn endaði í 16. sæti og komst á 2. stigið en Ólafur Björn var einu höggi frá því að komast áfram. Þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst á 2. stig úrtökumótsins í sjö tilraunum en Ólafur Björn hefur einu sinni komist á 2. stigið í fimm tilraunum. Þetta er í sjöunda sinn sem Þórður Rafn keppir á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina en hann hefur einu sinni komist inn á 2. stigið en það var árið 2014. Ólafur Björn Loftsson úr GKG, sem varð Íslandsmeistari á Grafarholtsvelli Lesa meira