Bandaríska háskólagolfið: Gísli í 8. sæti – Bjarki T-13 e. 1. dag CSU Inv.
Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hófu í gær leik á Cleveland State University Invitational (skammst. CSU Inv.) Þátttakendur eru 72 frá 11 háskólum. Gísli hefir leikið á samtals 5 undir pari, 139 höggum (68 71) fyrsta daginn og er í 8. sæti. Bjarki er búinn að spila á samtals 2 undir pari, 142 höggum (70 72) og er T-13 eftir 1. dag. Sjá má stöðuna á CSU Inv. með því að SMELLA HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-19 e. 1. dag í Missouri
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, hóf í gær 3. október 2016 leik á Johnnnie Imes Invitational ásamt liði sínu í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State. Mótið fer fram í The Club at Old Hawthorne í Columbia, Missouri og eru þátttakendur 82 úr 15 háskólaliðum. Guðrún Brá hefir leikið fyrstu 2 hringina á samtals 2 yfir pari, 146 höggum (70 76). Efstar eru tveir kylfingar úr MIZZOU og ETSU, sem báðar hafa spilað á samtals 6 undir pari. Guðrún Brá er T-19 í einstaklingskeppninni eftir 1. dag, en Fresno State er í 2. sæti í liðakeppninni. Þriðji og lokahringurinn verður spilaður í dag. Sjá má stöðuna á Johnnie Imes Inv. eftir 1. dag með Lesa meira
Ryder Cup 2016: Phil tjáir sig um stjórnunarstíl Davis Love III
Nefnd var sett á laggirnar að loknu tapi Bandaríkjanna 2014 (task force committee) í Ryder bikarnum til þess að fara yfir allt Ryder Cup ferli liðs Bandaríkjanna. „Pressan varðandi þetta hófst þegar einhver hálviti opnaði munninn á sér í fjölmiðlaverinu,“ sagði Phil Mickelson (um sjálfan sig), en hann á heiðurinn af því að nefndin komst á laggirnar eftir að hann gagnrýndi stjórnunarstíl Tom Watson, þáverandi fyrirliða liðs Bandaríkjanna í Rydernum, fyrir 2 árum í Skotlandi, eftir tap liðs Bandaríkjamanna, þá. Fyrir Phil var þessi 41. keppni í Rydernum nú í ár, 2016, miklu meira en bara 11. skiptið sem hann tekur þátt heldur líka prófsteinn á hversu rétt hann hafði Lesa meira
Ryder Cup 2016: Viðtal við Spieth e. sigur USA í Rydernum – Myndskeið
Hér má sjá myndskeið sem tekið var stuttu eftir sigur liðs Bandaríkjanna í Rydernum s.l. sunnudag, 2. október 2016, SMELLIÐ HÉR: Sjá má að liðsmenn liðs Bandaríkjanna eru að drekka bjór og fagna með kampavíni. Þegar 2/3 eru liðnir af samtalinu kemur Zach Johnson til að fagna með Spieth og kærustu hans og saman fara þeir tveir til þess að taka við Ryder bikarnum að loknum sigri! Spieth stytti viðtalið, en fréttamaðurinn sagðist geta hafa spurt Spieth að svo miklu meira. Spieth sagði m.a. í viðtalinu: „Við trúum því að við höfum fundið árangursformúluna sem hægt er að byggja á í framtíðinni. Augljóslega verður erfiðara að halda fram á veginn Lesa meira
Ryder Cup 2016: Allir nema Rickie …
Við höfum öll verið í þessum sporum einhvern tímann. Fundist við óelskuð, strönduð ein í flæðarmáli ástarinnar. Svo var eftir sigur liðs Bandaríkjanna í Ryders bikar keppninni s.l. sunnudag, þeim fyrsta frá árinu 2008. Þá sneru allir liðsfélagar Rickie sér að betri helming sínum og fengu sigurkossa …. tja allir nema Ricke, sem er einhleypur þessa stundina …. Og þá var þessi frábæra meðfylgjandi mynd tekin – Rickie stóð sig bara eins og hetja – bæði í keppninni og á myndinni!
Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Sigurðardóttir – 3. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ásta Sigurðardóttir. Ásta er fædd 3. október 1966 og á því 50 ára stórafmæli. Hún nýtur afmælisins á Spáni. Ásta er í Golfklúbbi Selfoss (GOS). Hún var formaður GOS 2014 og jafnframt fyrsta konan til að gegna þeirri stöðu. Ásta Sigurðardóttir – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Elsa Þuríður Þórisdóttir, 3. október 1955 (61 árs); Fred Couples, 3. október 1959 (57 ára); Jack Wagner, 3. október 1959 (57 ára); Tösku Og Hanskabúðin, 3. október 1961 (55 ára); Asta Sigurdardottir, 3. október 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Esther Ágústsdóttir, 3. október 1968 (48 ára); Matthew Southgate, 3. október 1988 (28 ára) og Lesa meira
GR: Kvennalið GR varð í 9. sæti á EM golfklúbba
Evrópumeistaramóti golfklúbba lauk á Pravets golfvellinum í Búlgaríu núna um helgina, kvennasveit GR endaði í 9. sæti í keppninni en þær léku samtals á 23 höggum yfir pari. Lokahringinn léku þær á 6 yfir pari. Liðið var skipað þeim Höllu Björk Ragnarsdóttur, Ragnhildi Kristinsdóttur og Berglindi Björnsdóttur og töldu tvö bestu skor liðsins alla dagana. Halla Björk lék þó ekki með seinustu tvo dagana og því töldu skor Ragnhildar og Berglindar þá daga. Ragnhildur Kristinsdóttir lék vel í mótinu en hún endaði sjálf í 17. sæti í einstaklingskeppninni á 6 höggum yfir pari. Flott spilamennska hjá stelpunni ungu sem varð stigameistari á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Racing Club de France fór Lesa meira
Ryder Cup 2016: Bandaríkin 17 – Evrópa 11 – Hápunktar tvímenningsleikja 3. dags – Myndskeið!
Lið Bandaríkjanna sigraði lið Evrópu í Ryder bikarnum í gær sunnudaginn 2. október 2016 eftir að niðurstöður í tvímenningsleikjunum lágu ljósar fyrir. Lið Evrópu hefði þurft 8 sigra í 12 leikjum – sem var nánast útilokað miðað við hvernig sveit Bandaríkjanna var skipuð. Tvímenningsleikirnir fóru þannig að Bandaríkjamenn unnu 7 1/2 leik en keppendur f.h. Evrópu 4 1/2 leiki. Ef 7 1/2 vinningur hefði fallið Evrópu megin þá hefði Ryder bikarinn komið aftur til Evrópu. En svo fór sem fór. Hefndin verður grimmileg í Evrópu eftir 2 ár!!! 2018 F.h. Evrópu unnu leiki sína nýliðinn Thomas Pieters, Martin Kaymer, Rafa Cabrera Bello og Henrik Stenson en féll á jöfnu í einum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Phill Hunter ———- 2. október 2016
Það er Phill Hunter, golfkennari í MP Golf Academy hjá Golfklúbbnum Oddi (GO) sem er afmæliskylfingur dagsins. Phill er breskur, fæddist 2. október 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Hann er kvæntur og á 1 strák. Phill hefir yfir 30 ára reynslu af golfkennslu. Á árunum 1983-1986 vann hann við Wath Golf Club og á árunum 1986-1988 við Grange Park Golf Club í Englandi. Hér á landi var Phill golfkennari hjá GR 1988-1991 og hjá GS 1992-1996, auk þess sem hann þjálfaði unglingalandsliðið á þessum árum. Phill og fjölskylda bjuggu síðan um 11 ára skeið í Þýskalandi þar sem hann var yfirgolfkennari við Golfclub Haus Kambach í Lesa meira
LPGA: In Kyung Kim sigraði á Reignwood LPGA Classic
Það var In Kyung Kim sem stóð uppi sem sigurvegari á Reignwood LPGA Classic. Mótið fór fram í Nankou í Peking, Kína. In Kyung Kim lék á samtals 24 undir pari 268 höggum (70 64 68 66). Fyrir sigurinn hlaut Kim sigurtékka að fjárhæð $ 315.000,- Í 2. sæti varð landa Kim, Mi Jung Hur, höggi á eftir á 23 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Reignwood LPGA Classic SMELLIÐ HÉR:










