Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2016

Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og á því 52 ára afmæli í dag.  Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Magnús M Norðdahl 30. september 1956 (60 ára stórafmæli!!!); Kim Bauer, 30. september 1959 (57 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (49 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies); Ragnheiður Elín Árnadóttir, 30. september 1967 (49 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Laetitia Beck (41/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 40 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 8. sætinu: Laetitiu Beck og Ashlan Ramsey. Í dag verður Beck kynnt. Laetitia Beck (hebreska: לטיסיה בק) fæddist 5. febrúar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 13:15

Challenge Tour: Birgir Leifur komst ekki g. niðurskurð í Kazakhstan!

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, komst ekki í gegnum niðurskurð á Kazakhstan Open sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu (ens. Challenge Tour). Spilað er á Zhailjau Golf Resort en Golf 1 hefir áður verið með kynningu á golfstaðnum, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Birgir Leifur lék samtals  á 1 undir pari, 143 höggum (68 74) og munaði aðeins 1 höggi á að hann kæmist í gegn. Annan hringinn lék Birgir Leifur á 2 yfir pari, 74 höggum, fékk 1 skramba, 3 skolla og 3 fugla. Sjá má stöðuna á Kazakhstan Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 13:00

Tiger með hallærisleg gleraugu á Opnunarhátíð Rydersins

Opnunarhátíð Rydersins fór fram í gær. Þar skartaði Tiger Woods sólgleraugum með hvítri umgjörð sem virðast eitthvað hafa farið fyrir tískulöggunum ytra. Segja þeir að gleraugun hafi alls ekki passað við föt Tiger. Jafnframt var bent á að lið Evrópu væri mun svalara þegar kæmi að sólgleraugum. Síðan var bent á að bót í máli væri að gleraugu Tiger færu honum mun betur ef hann væri í einhverjum golflegum fatnaði við, sbr. mynd hér að neðan.

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 09:00

Rory með Ericu á Opnunarhátíð Rydersins

Rory er meðal þeirra kylfinga sem keppa á 41. Ryders bikars keppninni sem hefst í dag. Í gær fór fram Opnunarhátíðin, í Chaska, Minnesota þar sem kljást verður um Ryder bikarinn að þessu sinni. Í gær var öll athygli Rory á Ericu, heitkonu hans en þau mættu á svæðið ástfangin yfir haus og stilltu sér upp fyrir ljósmyndara, sem mynduðu þau í bak og fyrir. Erica var í ljósum kjól sem undirstrikaði grannan vöxt hennar og ljósum léttum frakka í stíl. Hún var auðvitað óaðfinnanlega förðuð af Paddý og sítt hár hennar var slétt og skipt í miðju. Hinn 27 ára Rory á hinn bóginn, sem er 3 árum yngri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 08:00

Ryder Cup taugastríð – DJ truflar Rory við æfingar

Nú er nýtt mál komið upp í Ryder bikars keppninni upprennandi. Dustin Johnson (DJ), sem hefði átt að vera á æfingu með félögum sínum í bandaríska liðinu fór á púttæfingasvæði Hazeltine National í gær, þar sem evrópska liðið, allt klætt í gráu, var við æfingar, svona í stíl við veðrið, en í Hazeltine er kalt, vindasamt og skýjað. Rory var á flötinni að æfa pútt með púttþjálfa sínum Phil Kenyon. Hann var að æfa löngu púttin. Án þess að segja orð fór DJ á flötina henti niður nokkrum golfboltum …. og fór að pútta í sömu holu og Rory. Ég veit ekki, en þetta er nú ekki sérlega vinsælt meðal Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 07:44

Ólafur T-10 f. lokahringinn í D´Hardelot

Ólafur Björn Loftsson, GKG, lék í gær 3. hring á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, á Golf d´Hardelot í Frakklandi. Ólafur lék 3. hring á 1 undir pari, 70 höggum – fékk 2 fugla og 1 skolla. Hann er nú samtals búinn að spila á 2 undir pari, 211 höggum (68 73 70) og er T-10. 24 og þeir sem jafnir eru í 24. sætinu komast áfram á 2. stig úrtökumótsins – Nú er bara að halda út!!! Sjá má stöðuna í úrtökumótinu í d´Hardelot eftir 3. dag með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2016 | 07:00

Þórður Rafn T-27 í Portúgal f. lokadaginn

Þórður Rafn Gissurarson, GR, lék þriðja hringinn á úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á Ribagolfe vellinum í Portúgal í gær. Þórður Rafn lék 3. hringinn í dag á 2 undir pari, 70 höggum og er T-27, þ.e. fer upp um 14 sæti frá því deginum þar á undan Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á sléttu pari, 216  höggum (72 74 70). Á 3. hringnumékk Þórður frábæran örn, en missti forskotið strax á næstu holu með skramba, og fékk auk þess 2 fugla. Af úrtökumótinu á Ribagolfe komast 23 áfram á næsta stig og þeir sem jafnir eru í 23. sæti. Hringurinn í dag er því afar mikilvægur og óskar Golf 1 Þórði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon – 29. september 2016

Það er Ingvar Andri Magnússon, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingvar er m.a. stigameistari GSÍ í sínum aldursflokki þ.e. 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni í ár, 2016. Þetta er í 4. sinn sem Ingvar Andri landar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni, sem er stórglæsilegur árangur! Ingvar Andri sigraði í ár í drengjaflokki á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 27.-29. september 2016; átti þar m.a. eftirminnilegan seinni hring upp á 7 undir pari, 65 högg sem er ekki algeng sjón á skortöflum hérlendis! Á hringnum góða fékk Ingvar Andri hvorki fleiri né færri en 9 fugla! (á 4.-8. holu Leirunnar og síðan 12,; 14.; 16. og 18. holu Leirunnar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Gaby Lopez (40/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 39 stúlkur verðir kynntar þar af 2 af þeim 3, sem deildu 10. sætinu: Nontaya Srisawang frá Thaílandi og  Julie Yang frá Suður-Kóreu, en eftir er að kynna Gaby Lopez frá Mexíkó. Í Lesa meira