Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 21:00

Evróputúrinn: 4 á toppnum á British Masters – Hápunktar 1. dags

Það eru 4, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag British Masters, þeir: Tommy Fleetwood, Richard Sterne, Mikko Ilonen og Marc Warren. Þeir hafa allir spilað á 5 undir pari, 66 höggum. Í 5. sæti aðeins 1 höggi á eftir er annar hópur 7 kylfinga, sem í eru m.a. Alex Noren og Lee Westwood. Sjá má hápunkta 1. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á British Masters eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 18:00

Golfvellir á Spáni: Real Club de Golf Sotogrande

Golfvöllur Real Club de Golf Sotogrande var hannaður af einum virtasta golfvallarhönnuði heims, Robert Trent Jones, sem hannaði aðra fræga velli í Andalucíu, m.a. Valderrama. Real Club de Golf í Sotogrande gengur undir nafninu „gamli völlurinn“ (opnaði 1964) en Valderrama „nýi völlurinn“ (opnaði 10 árum síðar, 1974) meðal staðkunnugra. Þetta er golfvöllur sem allir kylfingar njóta. Hann er umvafinn furutrjám, eucalyptus trjám og veglegum eikartrjám, ekki að ógleymdum fallegu pálmatrjánum. Reynið að slá í pálmatré og ná bolta úr því! Trén eru í mörgum tilvikum ágætis hindranir. Á vellinum eru líka margar erfiðar vatnshindranir, erfiðar vegna þess að það er svo auðvelt að gleyma sér á þessum yndislega golfvelli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Inga ——– 13. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Krisín Inga Þrastardóttir. Kristín Inga er fædd 13. október 1945 og á því 30 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Siglufjarðar (GKS).  Komast má á facebooksíðu Kristínar Ingu til þess að óska henni til hamingju með daginn hér  neðan: Kristín Inga · Innilega til hamingju með 30 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brian Thomas („Bud“ eða“Buddy„) Allin 13. október 1944 (72 ára); Kristján Ingibjörn Jóhannsson, 13. október 1945 (71 árs); Chako Higuchi, f. 13. október 1945 (71 árs); Kristján Jóhannsson f. 13. október 1945 (71 árs); Páll Pálsson, 13. október 1972 (44 ára); Gonzalo Fernández-Castaño, 13. október 1980 (36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Cyna Rodriguez (46/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 45 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim tveimur sem deildu 4. sætinu; Cynu Rodriguez frá Filipseyjum og Maude Aimee Leblanc frá Kanada, sem þegar hefir verið kynnt. Því er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 11:00

Svar Mickelson við því hvort hann verði fyrirliði eða leikmaður í 2018 Rydernum

Meðal afreka bandaríska kylfingsins Phil Mickelson er að hafa í 11 skipti í röð verið í Ryder bikars liði Bandaríkjanna, nú síðast 2016 í Hazeltine. Og hann hefir komist í liðið hingað til ÁN þess að hafa verið val fyrirliða (ens.: wildcard). Á blaðamannafundi fyrir Safeway Classic var Phil, 46 ára, spurður hvort hvort hann sæi sig sem leikmann eða vara- eða /fyrirliða liðs Bandaríkjanna í Rydernum. Svar Phil: „Þetta eru búin að vera 22 ára og það hafa verið 10 Bandaríkjamenn, sem hefir tekist að hafa betur en ég (í fyrirliðavalinu) þannig að ég veit ekki af hverju það ætti að vera öðruvísi nú.“ Síðan lét Phil hljóðnemann falla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 09:45

LPGA: Alison Lee leiðir á Hana Bank mótinu í Kóreu e. 1. dag

Það er bandaríski kylfingurinn Alison Lee sem leiðir á LPGA KEB Hana Bank Championship í Suður-Kóreu, en mótið hófst í dag í Incheon í Suður-Kóreu.  Að venju er spilaður Ocean völlurinn í Sky 72 golfklúbbnum. Lee lék 1. hringinn á 7 undir pari, 65 höggum og hefir 3 högga forystu á hóp 5 kylfinga, sem allar deila 2. sætinu á 4 undir pari, 69 höggum. Það eru Anna Nordqvist frá Svíþjóð, Lizette Salas frá Bandaríkjunum; In Kyung Kim og Jeong Min Cho frá Suður-Kóreu og Karine Icher frá Frakklandi. Þess mætti geta að nr. 1 á Rolex-heimslista kvenkylfinga, Lydia Ko, fékk tvo fugla á síðustu 2 holurnar og rétt bjargaði skorinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 09:00

Joe Miller heimsmeistari í „lengsta dræv“-keppni – Myndskeið

Englendingurinn Joe Miller er nýkrýndur heimsmeistari sleggja, þ.e. þeirra sem ná lengsta drævi í heimsmeistaramóti sleggja. Heimsmeistaradræv Miller var 423 yarda eða 387 metra. Á síðasta keppnistímabili PGA Tour (2015-2016) sem var að ljúka, en nýtt tímabil hefst með Safeway mótinu í þessari viku var Justin Thomas högglengstur PGA Tour kylfinganna þegar hann náði  414-yarda (379 metra) drævi á WGC Bridgestone Invitational. Það var lengsta dræv ársins 2016 og aðeins 7 kylfingum tókst að vera með dræv lengri en 400 yarda (366 metra) Sjá má myndskeið af heimsmeistaramóti sleggja og sigurdrævi Miller upp á 423 yarda með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik T-8 í Kaliforníu!

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota, tóku þátt í Alistair McKenzie Invitatational mótinu, en spilað var í Meadow Club í Fairfax, Kaliforníu. Mótið stóð dagana 10.-11. október 2016 og lauk í gær. Keppendur voru 79 frá 15 háskólum. Samtals lék Rúnar á sléttu pari, 213 höggum (64 74 75) og lauk keppni T-40 í einstaklingskeppninni. Minnesota lauk keppni í T-8 í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Alistair McKenzie Invitatational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Rúnars og Minnesota er 24. október n.k. í Texas.

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 20:00

GKG: Sigurpáll Geir ráðinn golfkennari

Sigurpáll Geir Sveinsson hefur verið ráðinn til GKG sem golfkennari og verður megin hlutverk hans að efla kennslu og þjónustuframboð til hins almenna kylfings samráði við Íþróttastjóra GKG Úlfar Jónsson. Sigurpáll mun jafnframt aðstoða þjálfarateymi GKG við afreksþjálfun. Þetta kemur fram á heimasíðu GKG. Að sögn Úlfars Jónssonar íþróttastjóra GKG, þá hefur aðstaðan verið með þeim hætti að við höfum ekki getað sinnt hinum almenna kylfingi sem skildi. Með nýrri íþróttamiðstöð gjörbreytast allar forsendur og munum við í vetur búa til hnitmiðuð prógröm fyrir hinn almenna kylfing og er ráðning Sigga Palla lykilþáttur í þeirri vegferð. Siggi Palli er jafnframt kærkomin viðbót í þjálfarateymi GKG og mun reynsla hans sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2016 | 18:45

Golfútbúnaður: 5 mismunandi kvengolfskór

Eitt er það sem konum finnst yfirleitt gaman að gera og það er að kaupa skó, golfskór engin undantekning. Hér á eftir fara 5 tegundir af nýlegum golfskóm, sem vert væri að athuga fyrir golfferðina nú í haust eða hreinlega bara í jólagjöf: 1 Nike Blazer Metallic Gold High Tops. Viðmiðunarverð erlendis $150 (u.þ.b. kr. 22.500,- á Íslandi). Michelle Wie er með auglýsingasamning við Nike og á Evian Championship risamótinu í September var Wie í svörtu golfdressi og í þessum gylltu Nike- golfskóm við en gylltir skór eru mjög „in“ í vetur. Ef þið viljið vera drottningar linksarana þá er um að skella sér á gyllta golfskó!  Þeir koma reyndar Lesa meira