Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 23:00

Úrtökumót f. Nordic Golf: Andri Þór T-2 f. lokahringinn – Andri, Axel og Haraldur Franklín hafa þegar tryggt sér takmarkaðan þátttökurétt

Andri Þór Björnsson, GR, Axel Bóasson, GK og Haraldur Franklín Magnús, GR komust allir í gegnum niðurskurð á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Golf mótaröðina, sem fram fer í Skjoldenæsholm Golf Center, í Skjoldenæs í Danmörku og hafa þeir því nú þegar tryggt sér takmarkaðan spilarétt á mótaröðinni. Ljúki þeir leik á morgun í einu af 25 efstu sætunum hljóta þeir fullan spilarétt. Andri Þór er T-2 fyrir lokahringinn á 4 undir pari, 140 höggum (71 69). Axel er T-18 fyrir lokahringinn á 1 yfir pari, 145 höggum (69 76). Haraldur Franklín er T-67 á 8 yfir pari, 152 höggum (73 79). Björn Óskar Guðjónsson, GM sem einnig tók þátt í úrtökumótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 22:00

Áhugamaður fékk bréf frá Arnold Palmer … e. dauða þess síðarnefnda

Þegar Nick Carlson var nr. 1981 á heimslista áhugamanna, komst hann öllum að óvörum í undanúrslit US Amateur s.l. ágúst. Eftir það sneri hinn 20 ára Nick aftur til University of Michigan, en hann spilar með golfliði háskólans í bandaríska háskólagolfinu aftur og var sagt að í Ravines golfklúbbnum´i Saugatuck, Michigan væri bréf sem biði hans. Bréfið var frá Arnold Palmer sáluga, sem var að óska Carlson til hamingju með afrekið. Carlson fékk bréfið 7. október, 12 dögum eftir dauða Palmer hinn 25. september s.l. Það hafði verið sent til golfklúbbsins 8. september. „Þetta er sjokkerandi,“ sagði Carlson í viðtali við Detroit News. „Ég bjóst aldrei við þessu. Þetta er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Sukapan Budsabakorn (47/49)

Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 46 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim sem deildu 2. sæti lokaúrtökumótsins. Það eru hin tælenska Sukapan Budsabakorn og Grace Na. Það er Budsabakorn, sem verður kynnt í dag. Sukapan Budsabakorn er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 17:00

Evróputúrinn: Bland í forystu á British Masters – Hápunktar 2. dags

Það er enski kylfingurinn Richard Bland, sem leiðir eftir 2. dag British Masters. Bland hefir leikið á samtals 11 undir pari, 131 höggi (67 64). í 2. sæti á samtals 10 undir pari eru Alex Noren og Andrew „Beef“ Johnston. Sjá má hápunkta 2. dags á British Masters með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á British Masters með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Beth Daniel ——– 14. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Beth Daníel.  Berth Daníel fæddist14. október 1956 í Charlston Suður-Karólínu og á því 60 ára stórafmæli í dag. Sem áhugamaður spilaði Daníel m.a. í bandaríska háskólgolfinu með liði Furman. Hún byrjaði atvinnumannsferil sinn á LPGA 1979 og sigraði í 33 mótum mótaraðarinnar, þ.á.m. eitt risamót Women´s PGA Championship 1990. Hún hefir þegar verið vígð í frægðarhöll kylfinga. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (76 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (60 ára);  Ásta Óskarsdóttir, GR, 14. október 1964 (52 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (33 ára) ….. og ….. Barnaföt Og Fleira Sala (36 ára) Siglfirðingafélagið Siglfirðingar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 09:15

PGA: Sjáið flottan albatross Hoffmann á 1. hring Safeway Open!

Í gær var spilaður fyrsti hringur á fyrsta móti keppnistímabilsins á PGA Tour, 2016-2017, Safeway Open. Morgan Hoffmann var svo heppinn að fá stórglæsilegan albatross á par-5 18. holuna á golfvelli Silverado Resort & Spa. Hoffmann sló af 251 yarda (230 metra) færi og fór boltinn beint ofan í holu. Hoffmann kláraði hringinn á 2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-43. Til þess að sjá flottan albatross Morgan Hoffman SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 09:00

LPGA: Lang og Lee leiða í hálfleik í Kóreu

Það er Brittany Lang, sem hefir 1 höggs forystu á löndu sína Alison Lee í hálfleik á LPGA KEB Hana Bank mótinu í Suður-Kóreu. Lang er búin að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (69 65) en Lee á 9 undir pari, 135 höggum (65 70). Þriðja sætinu deila Cristie Kerr og heimakonan Sung Hyung Park á samtals 8 undir pari, hvor. Karine Icher frá Frakklandi og In Kyung Kim frá Kóreu eru síðan í 5.sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á LPGA KEB Hana Bank mótinu SMELLIÐ HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 04:00

Krakki klæðir sig eins og Andrew „Beef“ Johnston f. Hrekkjavöku

Mánudaginn 31. október n.k. er Hrekkjavaka (ens.: Halloween)  í Bandaríkjunum og margir farnir að huga að búningum fyrir daginn skemmtilega! Málið er að vera eins ógnvænlegur og mögulega. Einn krakkinn vildi endilega klæða sig upp og líta út eins og kylfingurinn Andrew „Beef“ Johnston, en sá fékk nú nýlega kortið sitt á PGA Tour í gegnum Web.com. Móðir drengsins póstaði mynd af honum á Twitter og sagði að sonur hennar hefði sagst vilja líta út eins og „Beef“ þessa Hrekkjaöku. Alvöru „Beef“-inn sá myndina og tvítaði tilbaka: „:-) 🙂 🙂 You sayin I look scary. Haha I love it!“ (Lausleg þýðing: 🙂 🙂 🙂 Ertu að segja að ég líti ógnvænlega Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2016 | 02:00

PGA: Piercy efstur á Safeway Open – Á 62!!! – Hápunktar 1. dags

Í gær, fimmtudaginn 13. október 2016 hófst Safeway Open og nýtt keppnistímabil á PGA Tour. Mótið fer fram í Silverado Resort&Spa (North), í Napa, Kaliforníu. Efstur eftir 1. dag er Scott Piercy, en hann kom í hús á vallarmeti 10 undir pari, 62 höggum. Á hringnum góða fékk Piercy 12 fugla og 2 skolla. Í 2. sæti eru Paul Casey og Patton Kizzire; báðir á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags á Safeway Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Safeway Open eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2016 | 22:00

Úrtökumót Nordic Golf: Axel bestur af Íslendingunum e. 1. dag – 69 högg!!!

Í dag hófst lokaúrtökumót fyrir Nordic Golf mótaröðina þar sem 4 íslenskir kylfingar berjast um keppnisrétt en 25 efstu í mótinu hljóta fullan keppnisrétt á mótaröðinni. Íslendingarnir 4 sem þátt taka eru: Andri Þór Björnsson, GR; Axel Bóasson,GK; Björn Óskar Guðjónsson, GM og Haraldur Franklín Magnús, GR. Eftir 1. hring hefir Axel Bóasson staðið sig best af Íslendingum en hann lék á 3 undir pari vallar, 69 glæsilegum höggum!  Hann er T-12 eftir 1. dag. Hinir hafa eru í eftirfarandi sætum eftir 1. dag: T-19 Andri Þór Björnsson, 1 undir pari, 71 högg. T-47 Haraldur Franklín Magnús, 1 yfir pari, 73 högg. T-85 Björn Óskar Guðjónsson, 6 yfir pari 78 högg. Sjá má Lesa meira