GSG: Opið mót laugardaginn 15. okt. n.k.!!!
Laugardaginn 15. október verður opið mót á Kirkjubólsvelli þeirra Sandgerðinga og er Blue Lagoon aðal styrktaraðili þess. Einnig mun Subway styrkja mótið. Leikin verður punktakeppni þar sem hámarks forgjöf karla er 24 og kvenna er 36. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu fimm sætin í punktakeppni og fyrsta sæti í höggleik. ATH – Sami keppendi getur ekki unnið í báðum flokkum. Nándarverðlaun verða á þremur holum. Verð í mótið er 2900kr. Mótanefnd áskilur sér rétt til að færa mótið ef veður er óhagstætt. Verðlaun í punktakeppni: 1. sæti: Aðgangur í Bláa Lónið fyrir tvo ásamt þriggja rétta máltíð á LAVA fyrir tvo + Gjafabréf á Subway. 2. sæti: Aðgangur í Bláa Lesa meira
Flott SNAG golfæfingasvæði
Alltaf er að bætast við nýr kennslubúnaður í SNAG eða umgjörð utan um þessa kennsluaðferð að verða skemmtilegri. Hér má sjá myndir af SNAG golfæfingasvæðum. Til upprifjunar á hvað SNAG er má hér skoða eldri grein Golf 1 um það efni SMELLIÐ HÉR: Í mjög stuttu máli má segja að SNAG sé kennsluaðferð í golfi sem hentar kylfingum á öllum aldri. Notaðar eru plastkylfur og mun stærri boltar en tíðkast í hefðbundnu golfi í skemmtilegum litum. Allan SNAG-golfútbúnað má fá hjá hissa.is og er tilvalið að smella á auglýsinguna á forsíðu Golf 1 til þess að sjá SNAG vöruúrvalið eða SMELLIÐ HÉR: Það nýjasta í SNAG eru flott golfæfingasvæði og Lesa meira
Golfvellir á Spáni: Alcaidesa í Cádiz
Alcaidesa golfvöllurinn er við Gíbraltar klettinn og að spila þennan völl verður hverjum og einum ógleymanlegt. Þegar ég spilaði völlinn 2007 fannst mér eins og ég hlyti að vera eini Íslendingurinn sem hefði spilað völlinn. RANGT!!! Ekki aðeins hafa þó nokkrir Íslendingar spilað þennan gullfallega, ósnortna völl með ægifagurt útsýni á Gíbraltar heldur er a.m.k. einn Íslendingur klúbbfélagi í Alcaidesa. Alcaidesa golfvellirnir eru 2 x 18 holu vellir annars vegar Alcaidesa Links og hins vegar Alcaidesa Heathland. Báðir vellirnir eru framúrskarandi, en gamli linksarinn, sem er svo líkur skoskum velli að undrum sætir, á sér fáa líka. Alcaidesa er syðsti 18 holu linksari meginlands Evrópu. Völlurinn sem er 5.866 metra Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr ———- 12. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Cristie Kerr. Cristie er fædd 12. október 1977 og því 39 ára í dag. Hún er nr. 25 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (59 ára); Freydís Ágústa Halldórsdóttir (55 ára); Todd Gibson (48 ára); Dóróthea Jóhannesdóttir (22 ára); …. og … Reynir Línberg Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband Lesa meira
Álit Faldo á því að Tiger dró sig úr Safeway
Nick Faldo hefir blandað sér í umræðuna um það af hverju Tiger Woods dró sig úr Safeway Open í þessari viku. Hinn 14-faldi risamótasigurvegari (Tiger) sagði að leikur hans væri á „of viðkvæmu stigi“ til þess að hann gæti keppt í mótinu í Kaliforníu, sem myndi hafa verið fyrsta mót hans frá árinu 2015. „Golf er andstyggðarleikur, hann veifar gulrót framan í mann,“ sagði Faldo í viðtali á BBC Sport. „Fyrir 10 árum sló ég bolta og hugsaði: „Ég get enn spilað, ég get enn slegið.“ Svo fer maður á völlinn og nær engu skori.“ Allt er að hrúgast upp á móti honum (Tiger) nú. Líkamlega, andlega og augljóslega keppnisþátturinn.“ „Á vellinum Lesa meira
PGA: DJ kylfingur ársins 2016
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson (gælunafn: DJ), 32 ára, var valinn kylfingur ársins á PGA Tour eftir framúrskarandi keppnistímabil 2015-2016, þar sem hann vann m.a. fyrsta risatitil sinn á ferlinum. DJ, sem er nr. 2 á heimslistanum sigraði á Opna bandaríska, sem af mörgum er álitið það erfiðasta af risamótunum 4, en mótið fór að þessu sinni fram í júní s.l. í Oakmont Country Club í Plum, Pennsylvaníu, í Bandaríkjunum. DJ sigraði líka á heimsmótinu Bridgestone Invitational og á BMW Championship í FedEx Cup umspilinu. Aðrir sem tilnefndir voru til titilsins kylfingur ársins á PGA Tour að þessu sinni voru: Jason Day, Rory McIlroy, Adam Scott, Jordan Spieth og Henrik Stenson. Af þeim 22 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 11. sæti á Pinehurst Challenge
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í Pinehurst Challenge í Norður-Karólínu. Mótið stóð dagana 10.-11. október 2016 og lauk í gær. Gunnhildur lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (77 76 81) og lauk keppni T-76 í eintaklingskeppninni. Þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Elon varð í T-11 í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Pinehurst Challenge með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót Nordic Golf: Andri Þór T-3! 3: Andri, Björn og Haraldur komust á lokastigið!
Alls hófu sjö íslenskir kylfingar leik á úrtökumótinu fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina: Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR, Björn Óskar Guðjónsson, GM, Theodór Emil Karlsson, GM, Andri Þór Björnsson, GR, Tumi Hrafn Kúld, GA, Hrafn Guðlaugsson, GSE, Til stóð að Sturla Höskuldsson, GA, golfkennari reyndi líka fyrir sér í mótinu en hann mætti ekki. Af ofangreindum 7 sem tóku þátt í mótinu komust 3 Íslendinganna inn á lokastigið, sem fram fer 13.-15. október n.k., en aðeins 22 efstu af 78 þátttakendum mótsins komust áfram. Þessir 3 Íslendingar voru Andri Þór Björnsson, GR en hann náði þeim frábæra árangri að landa 3. sætinu. Skor hans var 2 undir pari, 142 Lesa meira
Golfvellir á Spáni: Montecastillo í Cádiz
Montecastillo Golf Club er eign Barceló Montecastillo Golf. Golfvöllur klúbbsins er 18 holu, er par-72, 6456 metra og hannaður af Jack Nicklaus…. og hann er uppáhaldsgolfvöllur Ragnhildar Sigurðardóttur. Sjá yfirlitsmynd af golfvellinum hér: Á golfvellinum fór Open Andalucia fram 1994, Turespaña Masters 1996, og eins hefir Volvo Masters verið haldið 5 ár í röð (á árunum 1997-2001) og eins fór lokamót Peugeot Tour fram þar (2001-2003). Vallargjöld fara lækkandi eftir því hversu oft ætlunin er að spila völlinn. Hægt er að kaupa 1-2 skipta kort á €38 per dag; 3-4 skipti á €32 per dag, 5 dagar + á €28. Ef ætlunin er að bóka hring áður en lagt er Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Guðrún og Valgerður Bjarnadætur – 11. október 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru Guðrún og Valgerður Bjarnadætur, báðar í Golfklúbbnum Keili, í Hafnarfirði. Þær eru tvíburar, fæddar 11. október 1960. Komast má á heimasíðu Guðrúnar og Valgerðar hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið: Valgerður Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Guðrún Bjarnadóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. október 1911 – d. 18. nóvember 1990 (vann m.a. Opna breska 1947); Greg Chalmers, 11. október 1973 (43 ára) – (vann m.a. Australian Open og Australian PGA Championship Lesa meira










