Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Agnes Ingadóttir – 16. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Agnes Ingadóttir. Agnes er fædd 16. október 1965 og á því stórafmæli í dag. Agnes er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Rifja má upp eldra viðtal við Agnesi með því að SMELLA HÉR: Agnes Ingadóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Herdís Guðmundsdóttir, (f. 16. október 1910- d. 29.1.1997) Fyrsti íslenski kvenkylfingurinn, sem hlaut meistaratign í golfi. Meistari Golfklúbbs Íslands, síðar GR, 1938, 1939, 1944, 1945 og 1948; Margrét Óskarsdóttir, GM 16. október 1951 (65 ára); Val Skinner, 16. október 1960 (56 ára); Kay Cockerill, 16. október 1964 (52 ára); Arnór Tumi Finnsson, GB 16. október 1996 (20 ára); Stefán Teitur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 13:20

GS: Guðmundur Rúnar og Steinþór Óli sigruðu í 1. móti Opna haustmótaraðarinnar

Um 95 keppendur hófu leik í Opna Haustmótinu í Leirunni í dag í frábæru veðri. Úrslit urðu þessi; 1.sæti án fgj. Guðmundur Rúnar Hallgrímsson GS 72.högg 1.sæti punktar Steinþór Óli Hilmarsson 44.punktar 2.sæti punktar Halldór Magni Þórðarsson 41.punktar 3.sæti punktar Einar Ólafsson 40.punktar. Næst holu á 16.braut Þorlákur Helgi. Næst holu á 18.braut Þröstur Ástþórsson

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 13:00

LPGA: Ciganda sigraði á LPGA KEB Hana Bank Championship

Það var spænski kylfingurinn Carlota Ciganda, sem stóð uppi sem sigurvegari á LPGA KEB Hana Bank Championship, sem fram fór í Suður-Kóreu. Hún vann forystukonu mótsins alla mótsdagana, Alison Lee í bráðabana. Báðar voru þar Ciganda og Lee jafnar eftir hefðbundinn 72 holu leik, búnar að spila á samtals 10 undir pari, 278 höggum. Þær voru þær einu í mótinu sem léku á tveggja stafa tölu undir pari. Sjá má hápunkta í leik sigurvegara mótsins, Carlotu Ciganda, með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á LPGA KEB Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2016 | 12:00

PGA: Wagner leiðir e. 3. dag Safeway Open

Það er Bandaríkjamaðurinn Johnson Wagner sem leiðir eftir 3. dag Safeway Open. Wagner er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 132 höggum (65 67). Scott Piercy og Patton Kizzire eru í 2. sæti, 2 höggum á eftir. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Safeway Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á3. degi Safeway Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Alma Rún, Eygló Myrra, Ólafía Þórunn – 15. október 2016

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír – en þetta er einfaldlega afmælisdagur mikilla golfsnillinga. Stórkylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO eiga einfaldlega þennan dag saman, sem og hin unga Alma Rún Ragnarsdóttir, GKG. Atvinnukylfingurinn og Íslandsmeistarinn okkar í holukeppni 2013 og höggleik 2014 og 2016, Ólafía Þórunn er fædd 15. október í Reykjavík 1992 og því 24 ára í dag!!! Eygló Myrra hins vegar fæddist 15. október 1991, í Óðinsvéum, Danmörku og er því 25 ára. Báðar voru þær við nám í Bandaríkjunum: Eygló Myrra er útskrifuð frá University of San Francisco í Kaliforníu og Ólafía Þórunn frá Wake Forest í Norður-Karólínu. Báðar léku þær með golfliðum skóla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Flugskeytaárásir í Tyrklandi gæti sett strik í reikninginn f. Turkish Airlines Open

Flugskeytaárásir á tyrknesku borgina Antalya hafa vakið upp efasemdir hvort hið 7 milljón dollara Turkish Airlines Open mót, geti farið fram en það á að halda 3.-6. nóvember 2016. Það er ekki til neins að halda mót ef ekki er hægt að tryggja öryggi þátttakenda. Tyrkneska fréttastofan Dogan sagði að tveimur flugskeytum hefði verið skotið úr fjallahéruðum á veginn milli borgarinnar Antalya og bæjarins Kemer þar sem golfsvæðið er. Ekki varð neitt manntjón. Yfirvöld í Antalya létu frá sér fara eftirfarandi fréttatilkynningu: „Nú í morgun kl. 10:20 am varð sprengja í borginni Antalya í Tyrklandi í Calticak fiskbirgjunum. Verið er að rannsaka orsök sprengingarinnar.“ Franski kylfingurinn Victor Dubuisson á titil að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 08:00

LPGA: Alison Lee efst í Kóreu f. lokahringinn

Bandaríski kylfingurinn Alison Lee er efst fyrir lokahring LPGA KEB Hana Bank Championship, sem fram fer í Icheon í Suður-Kóreu. Lee er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (65 70 68). Í 2. sæti er Brittany Lang, 3 höggum á eftir á samtals 10 undir pari og í 3. sæti In Kyung Kim á 9 undir pari. Sjá má hápunkta í leik Alison Lee með því að SMELLA HÉR:  Sjá má hápunkta 3. hrings LPGA KEB Hana Bank mótsins með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Hana Bank mótinu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 07:00

GS: Opið haustmót í dag!

Haustmótaröðin hjá Golfklúbbi Suðurnesja (GS) hefst í dag, 15. október 2016 með 1. móti haustsins. 87 kylfingar eru skráðir í mótið þar af 5 kvenkylfingar. Opna haustmót GS fer fram í október og nóvember 2016. Fyrirhugað er að leika á laugardögum en dagsetningar eru; 15., 22. og 29. október og 5. og 12. nóvember 2016. Til vara verður leikið á sunnudögum ef veðurspá gefur tilefni til. Þetta er fimm sjálfstæð mót en fyrir hvert mót eru veitt verðlaun fyrir; 1.sæti án forgjarfar – Glæsilegur verðlaunapakki frá Bláa lóninu 1.sæti punktar – Glæsilegur verðlaunapakki frá Bláa lóninu. 2.sæti punktar – Gjafabréf frá Golfbúðinni í Hafnarfirði 3.sæti punktar – Gising á Hótel Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 01:00

PGA: Bill Haas einn fárra í efri kanti skortöflu, sem tókst að ljúka hring sínum á 2. degi Safeway Open – Hápunktar 2. dags

Bill Haas færist upp skortöfluna á 1. móti keppnistímabilsins 2016-2017 á PGA Tour, en hann var einn af fáum í efri hluta skortöflunnar, sem tókst að ljúka hring sínum á 2. keppnisdegi. Fæstum tókst að klára hringi sína vegna myrkurs og verður lokið við 2. hring, seinna í dag þ.e. laugardagsmorguninn 15. október 2016. Í efsta sæti eftir 2. dag er enn Scott Piercy, sem hóf mótið á vallarmeti (62 höggum) og er nú í lok 2. dags á 14 undir pari, þegar hann á 6 holur eftir óspilaðar. Piercy á 2 högg á Johnson Wagner og 3 högg á Paul Casey, sem eru í 2. og 3. sæti með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2016 | 00:01

Bandaríska háskólagolfið: Gísli, Bjarki og Kent State í 9. sæti e. 1. dag í Tennessee

Gísli Sveinbergs, GK, Bjarki Pétursson, GB og Kent State taka þátt í Bank of Tennessee, sem fram fer í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges í Jonesborough, Tennessee. Þátttakendur í mótinu eru 84 frá 15 háskólum. Gísli og Bjarki léku báðir 1. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og eru báðir T-35. Lið Kent State er í 9. sæti af 15 háskólaliðum eftir 1. dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Bank of Tennessee mótsins SMELLIÐ HÉR: