Versti golffatnaður allra tíma
John Daly er býsna naskur á að koma sér á lista yfir verst klæddu kylfinga. Það er synd, því mörgum finnst skræpóttu golfbuxurnar eða annar fatnaður sem Daly er í bara fínn. Ian Poulter er annar kylfingur sem fer ótroðnar leiðir í golffatnaði sem hann klæðist og lendir því einnig oft á slíkum En Golf Magic hefir tekið saman lista yfir versta golffatnað allra tíma. Sjá má samantektina með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ársæll Steinmóðsson – 18. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ársæll Steinmóðsson. Hann er fæddur 18. október 1961 og á því 55 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Ársæll Steinmóðsson (55 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalsteinn Aðalsteinsson, 18. október 1964 (52 ára); Hanna Fanney Proppé, 18. október 1965 (51 árs); Nick O´Hern, 18. október 1971 (45 ára); Stephen Douglas Allan, 18. október 1973 (43 ára); Riko Higashio (東尾 理子 Higashio Riko), 18. nóvember 1975 (41 árs); Rafa Echenique, 18. október 1980 (36 ára); Arnór Þorri Sigurðsson, 18. október 1994 Lesa meira
Sjá myndir frá nýjum veitingastað Tiger
Tiger var að opna nýjan veitingastað í Jupiter, Flórida. Staðurinn ber heitið „The Woods Jupiter.“ Auðæfin sem golfið hafa fært Tiger verður að koma fyrir í m.a. fasteignum. Og þegar ekki er hægt að spila þá er um að gera að hafa nóg fyrir stafni, á öðrum sviðum s.s. veitingarekstri. Sjá má ljósmyndir frá nýjum veitingastað Tiger með því að SMELLA HÉR:
Lyle snýr heim til Ástralíu
Saga ástralska kylfingsins Jarrod Lyle er vel þekkt, en hann þurfti að vera stórum frá keppnum á PGA Tour vegna baráttu sinnar við hvítblæði. Nú er kominn tími hjá Lyle að hefja nýjan kafla í lífi sínu, en hann ætlar að snúa heim til Ástralíu og spila golf þar. Lyle mistókst að halda korti sínu á PGA Tour eftir að hann hafði fengið undanþágu til að spila á mótaröðinni. Hann virðist þó ekkert sakna þess, er sáttur m.a. að geta varið meiri tíma með fjölskyldunni þ.á.m. nýjustu viðbótinni í fjölskyldunni, annarri dóttur sinni, Gemmu. „Ég vil enn spila golf. En það er fyrnt yfir það hér í Bandaríkjunum. Ég vil Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ————— 17. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 47 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (58 ára) ….. og ….. Sigfús Ægir Árnason (62 ára); Stefán S Arnbjörnsson (57 ára) Lesa meira
GSG: Þór (á 65 höggum!!!) og Oddný Þóra sigruðu á Opna Blue Lagoon
Opna Blue Lagoon fór fram í rjóma blíðu, laugardaginn 15. október 2016 og rúmlega 40 kylfingar tóku þátt. Úrslit í mótinu voru eftirfarandi: Punktakeppni: 1. sæti Oddný Þóra Baldvinsdóttir 41 punktur 2. sæti Bergþór Baldvinsson 38 punktar (21 á seinni 9) 3. sæti Sigurjón G Ingibjörnsson 38 punktar (19 á seinni 9) 4. sæti Hannes Jóhannsson 38 punktar (18 á seinni 9) 5. sæti Magnús Ríkharðsson 37 punktar Höggleikur: Þór Ríkharðsson 65 högg Nándarverðlaun: 8. braut – Þór Ríkharðsson 3,19 m. 15. braut – Sigurjón G Ingibjörnsson 0,63 m. 17. braut – Ásgeir Eiríksson 1,72 m. Golfklúbbur Sandgerðis þakkar keppendum kærlega fyrir þáttökuna og minnir á að ef veður er Lesa meira
PGA: Hvað var í sigurpoka Steele?
Eftirfarandi „verkfæri“ voru í pokanum hjá Brendan Steele þegar hann sigraði á Safeway Open: Dræver: TaylorMade M2 (Aldila Rogue Black I/O 70TX skaft), 9.5° 3-tré: TaylorMade M2 (Aldila NV 2KXV Green 85TX skaft), 15° 5-tré: TaylorMade M2 5HL (Aldila NV 2KXV Green 85TX skaft), 21° Járn: Wilson FG Tour 100 (4-PW; True Temper Dynamic Gold X100 Tour Issue sköft) Fleygjárn: Wilson FG Tour TC (50-08°; True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue skaft), Titleist Vokey SM5 (58-08M and 60-04L°; True Temper Dynamic Gold S400 Tour Issue sköft) Pútter: Scotty Cameron Futura X Prototype Bolti: Titleist Pro V1x.
Evróputúrinn: Alex Noren sigraði á British Masters – Hápunktar 4. dags
Það var sænski kylfingurinn Alex Noren sem sigraði á British Masters. Noren lék á samtals 18 undir pari, 266 höggum (67 65 65 69). Í 2. sæti varð austurríski kylfingurinn Bernd Wiesberger á samtals 16 undir pari og í 3. sæti gamla brýnið Lee Westwood á samtals 15 undir pari. Til þess að sjá hápunkta lokahringsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á British Masters SMELLIÐ HÉR:
PGA: Steele stal sigrinum
Það var bandaríski kylfingurinn Brendan Steele, sem stóð uppi sem sigurvegari á Safeway Open. Hann lék á 18 undir pari, 270 höggum (67 71 67 65) og átti 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Patton Kizzire. Fjórir kylfingar deildu síðan 3. sætinu, á samtals 16 undir pari, hver: Scott Piercy, Michael Kim, Paul Casey og Johnson Wagner. Sjá má hápunkta lokahrings Safeway Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á Safeway Open með því að SMELLA HÉR:
PGA: Harbour Town golflinksarinn skemmdist í stormi
Hreinsunarframkvæmdir eru í gangi á Harbour Town golflinksaranum á Hilton Head nesinu í Suður-Karólínu, eftir að hvirfilbylurinn Matthew olli þar usla. Á Hilton Head hefir RBC Heritage farið fram á hverju ári frá árinu 1969. Staðurinn skemmdist eftir að hvirfilbylurinn sem mældist 90 mílur/klst gekk þar um. „Í Sea Pines (sem er afgirt íbúðarhverfi á vellinum) er fullt af trjám Á húsum og mikið af vatni fyrir aftan nýja Plantation golfklúbbinn,“ sagði bæjarstjórinn Steve Riley. „Svo virðist sem Harbour Town hafi orðið illa úti.“ Næsta RBC Heritage PGA Tour mót á að fara fram 11.-14. apríl á næsta ári, vikuna á eftir Masters risamótinu og það er vonandi að hreinsunarframkvæmdum verði Lesa meira










