Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Georgia State luku keppni í 5. sæti í Georgia
Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Georgia State tóku þátt í AutoTrader.com Coll. Classic. Mótið stóð dagana 17.-18. október sl. og fór fram í Berkeley Hills CC, í Duluth, Georgia. Þátttakendur voru 84 frá 13 háskólum. Egill Ragnar lék á samtals 9 yfir pari, 225 höggum (78 73 74) og lauk keppni T-58 þ.e. var jafn 3 öðrum kylfingum í 58. sæti. Georgia State lauk keppni í 5 sæti, sem er frábær árangur!!! Sjá má lokastöðuna á AutoTrader.com Coll. Classic með því að SMELLA HÉR:
GK: Karl Ómar ráðinn íþróttastjóri
Karl Ómar Karlsson hefir verið ráðinn íþróttastjóri Keilis frá og með 1. nóvember. Hann mun hafa yfirumsjón með allri þjálfun barna, unglinga, félagsmanna og afrekskylfinga Golfklúbbsins Keilis. Karl Ómar er menntaður PGA golfkennari en hann lauk HGTU golfkennaranámi frá Svíþjóð árið 2003. Hann hefur sótt ýmis námskeið á vegum norsku og sænsku golfkennarasamtakana ásamt því að koma að ýmsum verkefnum, þjálfun og kennslu og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands. Í vor gaf Karl Ómar og fræðslunefnd GSÍ út leiðarvísi fyrir golfklúbba. Leiðarvísirinn hefur þann tilgang að leggja grunninn að uppbyggingu á þjálfun og kennslu og skipulagi í barna- og unglingastarfi í golfklúbbum. Einnig er Karl Ómar í golfskólanefnd PGA sem er Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Grace Na (48/49)
Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Alls hafa 47 stúlkur verið kynntar og nú er komið að þeim sem deildu 2. sæti lokaúrtökumótsins, það eru hin tælenska Sukapan Budsabakorn, sem þegar hefir verið kynnt og Grace Na, sem kynnt verður Lesa meira
Jason Day segir Tiger finna til í bakinu
Jason Day hefir enga trú á að Tiger Woods muni snúa aftur í keppnisgolfið fyrr en á árinu 2017. „Hann finnur enn til í bakinu,“ sagði Jason Day sem er í miklu sms-sambandi við vin sinn Tiger. Samt er Tiger enn skráður í Hero World Challenge. Líta ber á að Tiger dró sig úr fyrsta móti PGA Tour keppnistímabilsins 2016-2017, Safeway Open, sem hann ætlaði að taka þátt í og jafnframt dró hann sig úr Turkish Airlines Open, móti á Evróputúrnum. „Ég hafði aldrei neina trú á að hann myndi koma aftur á þessu ári (2016),“ sagði Jason Day. „Ég held að hann sakni þess að vera ekki þarna úti, sem er skiljanlegt vegna Lesa meira
Úrtökumót f. LPGA: Ólafía Þórunn hefur leik í dag!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR hefur í nógu að snúast næstu vikurnar. Hún hefur leik í dag, fimmtudaginn 20. október 2016, á 2. stigi úrtökumótsins fyrir stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Úrtökumótið fer fram á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Alls taka 192 keppendur þátt og er leikið á tveimur keppnisvöllum sem kallast Bobcat og Panther. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem verða í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir hafa jafnframt tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Lesa meira
Swing Thought Tour: Þórður Rafn í 4. sæti í Flórída e. 2. dag
Þórður Rafn Gissurarson tekur þátt í móti á Swing Thought Tour í Flórída, sem ber heitið Orange County National- Panther Lake, FL (54) – Q School Prep Series. Mótið stendur 17.-20. október 2016 og lýkur því í dag. Spilað er á Orange County National – Panther Lake vellinum. Þórður Rafn er samtals búinn að spila á 5 undir pari, 139 höggum (64 75) og er í 4. sæti fyrir lokahringinn, sem eins og segir verður leikinn í dag. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
LET Access: Berglind og Valdís Þóra keppa á lokamótinu!
Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Berglind Björnsdóttir úr GR hefja leik í dag á lokamóti LET Access atvinnumótaraðarinnar. Sjá nánari upplýsingar um mótið með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra er í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar en hún er á sínu þriðja tímabili á þessari atvinnumótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Berglind Björnsdóttir fékk boð um að taka þátt en hún er Íslandsmeistari í holukeppni 2016 á Eimskipsmótaröðinni og var í landsliði Íslands á EM og HM á þessu ári. Valdís Þóra hefur leikið á 10 mótum á þessu tímabili á LET Access mótaröðinni. Hún hefur komist í gegnum niðurskurðinn á fimm mótum og besti árangur Lesa meira
Evróputúrinn: Bréf Arnold Palmer til Portugal Masters
Í þessari viku fer fram fyrsta mót á Evrópumótaröðinni á velli hönnuðum af Arnold Palmer, frá því að „konungurinn“ lést í síðasta mánuði. Victoria Clube de Golfe, sem er í Vilamoura í Suður-Portugal, var hannaður af Palmer árið 2004, en þar hefir Portugal Masters farið fram á hverju ári frá því að mótið var haldið fyrst 2007. Í fyrrdag, þ.e. þriðjudagskvöldið var samkoma til heiðurs hins 7-falda risamótameistara (Arnold Palmer) þar sem kylfingar, stjórnendur og fjölmiðlar komu saman og horfðu á myndskeið um Arnie og lesið var upp bréf sem hann skrifaði klúbbnum aðeins 3 vikum áður en hann lést. Arnie vissi að 10 ára afmæli klúbbsins væri í nánd. Hann Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist m/ Portugal Masters hér!!!
Mót vikunnar á Evróputúrnum er Portugal Masters. Það fer fram í Vilamoura í Portúgal; í golfklúbb, sem mörgum íslenskum kylfingum er að góðu kunnur: Victoria Clube de Golfe. Meðal keppenda eru m.a. sænski snillingurinn Alex Noren, landi hans Robert Karlsson, sem og Matteo Manassero frá Ítalíu og Thomas Pieters frá Belgíu, svo nokkrir séu nefndir. Skemmtilegt mót og helgi framundan í golfinu!!! Til þess að fylgjast með Portugal Masters á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Hjörtur Sigurðsson og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hjörtur Sigurðsson og Sara Margrét Hinriksdóttir. Hjörtur er fæddur 19. október 1956 og á því 60 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Akureyrar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn Hjörtur Sigurðsson – Innilega til hamingju með 60 ára merkisafmælið!!! Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og á því 20 ára afmæli í dag. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á heimasíðu afmæliskylfingsins hér að neðan til að óska Söru Margrét til hamingju með daginn Sara Margrét Hinriksdóttir – Innilega til hamingju með 20 ára afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem Lesa meira










