Afmæliskylfingur dagsins: Hrafn Guðlaugsson – 21. október 2016
Það er Hrafn Guðlaugsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hrafn er fæddur 21. október 1990 og á því 26 ára afmæli í dag. Hann er klúbbmeistari Golfklúbbsins Setbergs (GSE) í Hafnarfirði 2012 og 2014. Sjá má viðtal Golf1, sem tekið var við Hrafn í byrjun árs 2013 með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hrafni til hamingju með afmælið hér að neðan: Hrafn Guðlaugsson (26 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willy Anderson, f. 21. október 1879 – d. 25. október 1910 – Anderson er m.a. frægur fyrir að sigra 4 sinnum Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LPGA 2016: Simin Feng (49/49)
Lokaúrtökumót LPGA, m.ö.o Q-school LPGA fór fram 30. nóvember – 6. desember 2015. Mótið fór venju skv. fram á LPGA International á Daytona Beach í Flórída. Tuttugu stúlkur hlutu kortið sitt á LPGA í gegnum Q-school og þær sem urðu í 21. – 45 + þ.e., þær sem urðu í 21.-45. sæti eða jafnar í síðarnefnda sætinu hlutu takmarkaðan þátttökurétt í mótum LPGA. Alls hlutu 49 stúlkur þátttökurétt á LPGA; 20 fullan þátttökurétt og 29 takmarkaðan. Það hafa allar stúlkurnar verið kynntar, nema sú sem sigraði á lokaúrtökumótinu, Simin Feng frá Suður-Kóreu. Simin Feng fæddist 7. apríl 1995 í Peking í Kína og er því 21 árs. Hún byrjaði í golfi Lesa meira
Úrtökumót f. LPGA: Ólafía Þórunn T-43 e. 1. dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótsins fyrir stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Úrtökumótið fer fram á Plantation golfsvæðinu í Flórída í Bandaríkjunum. Alls taka 192 keppendur þátt og er leikið á tveimur keppnisvöllum sem kallast Bobcat og Panther. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem verða í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir hafa jafnframt tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum í kvennaflokki. Ólafía lék í gær á sléttu pari, 72 höggum og er Lesa meira
PGA: Thomas leiðir í hálfleik CIMB Classic – Hápunktar 2. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sem leiðir á móti vikunnar á PGA Tour, CIMB Classic. Thomas er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 130 höggum (64 66). Í 2. sæti er indverski kylfingurinn Anirban Lahiri á samtals 12 undir pari. Sjá má hápunkta 2. dags á CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR:
Swing Tought Tour: Þórður Rafn lauk keppni í 3. sæti í Flórída
Þórður Rafn Gissurarson lauk keppni í gær (20. október 2016) í 3. sæti í móti á Swing Thought Tour í Flórída, sem ber heitið Orange County National- Panther Lake, FL (54) – Q School Prep Series. Spilað er á Orange County National – Panther Lake vellinum. Þórður Rafn lék samtals á 6 undir pari, 210 höggum (64 75 71). Þátttakendur í mótinu voru 8 og aðeins veitt verðlaun fyrir 2 efstu sætin, þannig að því miður hlaut Þórður Rafn engan tékka fyrir góðan árangur sinn! Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR:
GM: Davíð ráðinn íþróttastjóri
Gengið hefur verið frá ráðningu Davíðs Gunnlaugssonar í stöðu Íþróttastjóra GM frá og með 1. nóvember næstkomandi. Davíð sem er uppalinn Mosfellingur og PGA kennari er félagsmönnum að góðu kunnur en hann hefur starfað hjá klúbbnum í hinum ýmsu störfum undanfarin ár. Davíð útskrifaðist úr PGA kennaranámi árið 2015 og fékk við útskrift verðlaun fyrir besta einkakennsluprófið og ennfremur fyrir bestan námsárangur. Davíð mun sinna stöðu Íþróttastjóra í hlutastarfi en ásamt því mun Davíð koma að þjálfun afrekshópa GM. Davíð mun á næstu vikum leiða vinnu sem hafist hefur við að endurmóta afreksstefnu og kennslumál Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Markmið klúbbsins er að vera í fremstu röð golfklúbba á Íslandi og viðhalda Lesa meira
Evróputúrinn: Warren leiðir á 63 á Portugal Masters! Hápunktar 1. dags
Skotinn Marc Warren spilaði stórglæsilega og leiðir eftir 1. dag Portugal Masters. Warren kom í hús á 8 undir pari, 63 höggum – Fékk 9 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Warren er hópur 5 kylfinga þ.á.m. Englendingurinn Eddie Pepperell; allir á 7 undir pari, 64 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
Tiger telur að hann muni vinna fleiri en 18 risamót!
Tiger Woods var í viðtali hjá Charlie Rose. Í viðtali við Rose kom m.a. fram í máli Tiger að hann teldi sig enn eiga eftir að sigra í fleiri en 18 risamótum. Sjá má viðtal Rose við Tiger með þvi að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Þórir Jakob Olgeirsson – 20. október 2016
Það er Þórir Jakob Olgeirsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórir Jakob fæddist 20. október 1991 og á því 25 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM). Komast má á facebooksíðu Þóris Jakobs til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan Þórir Jakob Olgeirsson (25 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tsuneyuki „Tommy“ Nakajima, 20. október 1954 (62 ára); Kristján Þór Kristjánsson, GK, 20. október 1967 (49 ára); David Lynn, 20. október 1973 (43 ára); Veronica Zorzi, 20. október 1980 (36 ára); Francesca Cuturi (frá S-Afríku – á LET) 20. októrber 1989 (26 ára); Danielle Kang, Lesa meira
Kristófer Karl T-3 – Sigurður Arnar m/frávísun á German Junior Golf Tour Championship
Daníel Ísak Steinarsson, GK, Kristófer Karl Karlsson, GM, Ragnar Már Ríkharðsson GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, hófu leik á German Junior Golf Tour Championship. Keppt er á Berliner Golfclub Stolper Heide e.V. – Westplatz og stendur mótið dagana 18.-22. október 2016. Kristófer Karl keppir í drengjaflokki og Daníel og Ragnar í piltaflokki. Eftir 2 hringi er staðan í drengjaflokki sú að Kristófer Karl er T-3 en Sigurði Arnar hefir hlotið frávísun, vegna meiðsla á olnboga, en ljóst var vegna meiðslanna að hann gat ekki haldið fram keppni. Í piltaflokki er staðan sú að Daníel er T-11 eftir 1 spilaðan hring (á 75 höggum) en Ragnar Már er T-17 (á 82 höggum). Þátttakendur eru 87 Lesa meira










