Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Las Vegas
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, hefja í dag leik á Las Vegas Collegiate Showdown, í Las Vegas, Nevada. Þátttakendur eru 105 frá 19 háskólum. Spilaðir eru 3 hringir á 3 dögum, 23.-25. október 2016. Gestgjafi er Las Vegas háskóli. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR:
PGA: Frábær ás Na á 3. hring CIMB Classic
Högg dagsins í fyrradag á CIMB Classic (3. hring), sem nú er nýlokið, átti Kevin Na. Draumahöggið sló Na á par-3 8. holu á TPC Kuala Lumpur í Malasíu. Brautin er 177 yarda (eða 162 metra) löng. Frábært hjá Na, sem ávallt er undir smásjánni vegna „vaggana“ hans viðsjárverðu, (í upphafsrútínu hans) sem eru að gera alla samkeppendur hans vitlausa! Þess mætti geta að Na varð T-29 á CIMB Classic, með hringi upp á 9 undir pari, 279 högg (70 69 71 69) og má sjá að ásinn kom á slakasta hring Na. Til þess að sjá ás Na SMELLIÐ HÉR:
PGA: Justin Thomas sigraði á CIMB Classic
Það var bandaríski kylfingurinn Justin Thomas sem tókst að verja titil sinn á CIMB Classic í nótt. Hann lék á samtals 23 undir pari, 265 höggum (64 66 71 64). Í 2. sæti varð Japaninn Hideki Matsuyama, 3 höggum á eftir á samtals 20 undir pari, þannig að sigur Thomas var sannfærandi. Sjá má högg dagsins (sem Thomas átti) á lokahring CIMB Classic með því að SMELLA HÉR: Sjá má lokastöðuna á CIMB Classic með því að SMELLA HÉR:
Úrtökumót f. LPGA: Ólafía Þórunn á pari og T-12 e. 3. dag
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, lék fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótsins fyrir stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Úrtökumótið ber heitið: LPGA and SYMETRA Tour Qualifying School – Stage II. Úrtökumótið fer fram á Plantation golfsvæðinu í Venice, Flórída, í Bandaríkjunum. Alls taka 192 keppendur þátt og er leikið á tveimur keppnisvöllum sem kallast Bobcat og Panther. Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar verða 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem verða í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir hafa jafnframt tryggt sér keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Lesa meira
GK: Keilir lauk keppni í 8. sæti á EM golfklúbba
EM golfklúbba fór fram í Portúgal dagana 20.-22. október og lauk keppni því í gær. Golfklúbburinn Keilir sendi sveit sem skipuð var þeim: Andra Páli Ásgeirssyni, Henning Darra Þórðarsyni og Vikar Jónassyni. Í einstaklingskeppninni urðu Henning Darri og Vikar T-14 en Andri Páll T-55. Í liðakeppninni hafnaði sveit Keilis í 8. sæti; en sveit Golf St Germain en Laye frá Frakklandi sigraði í mótinu. Til þess að sjá lokastöðuna í EM golfklúbba SMELLIÐ HÉR:
Kristófer Karl varð í 2. sæti á German Junior Golf Tour Championship í drengjaflokki!!!
Daníel Ísak Steinarsson, GK, Kristófer Karl Karlsson, GM, Ragnar Már Ríkharðsson GM og Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, hófu leik á German Junior Golf Tour Championship. Keppt var á Berliner Golfclub Stolper Heide e.V. – Westplatz og stóð mótið dagana 18.-22. október 2016 og lauk því í dag. Kristófer Karl keppti í drengjaflokki og Daníel og Ragnar í piltaflokki. Sigurður Arnar byrjaði mótið vel en varð að hætta keppni vegna meiðsla á olnboga Í drengjaflokki náði Kristófer Karl þeim stórglæsilega árangri að landa 2. sætinu eftir bráðabana, þar sem lukkan var ekki Kristófer Karls meginn í þetta sinn, en Svíinn David Lundgren varð í 1. sæti í drengjaflokki. Kristófer Karl náði Lesa meira
Golfvellir á Spáni: Costa Ballena
Costa Ballena er í uppáhaldi hjá stórum hópi íslenskra kylfinga sem fara þangað ár eftir ár. Íslenskir kylfingar búsettir erlendis nota m.a. tækifærið til að hitta landa sína á Ballena og spila við þá golf! Costa Ballena Ocean Golf Club er við Atlantshafsströnd Cadiz. Í mestu nálægð eru sögulegir bæir á borð við Rota, Sanlucar de Barremeda, Jerez de la Frontera, Cadiz, El Puerto de Santa Maria og Sevilla. Keppnisgolfvöllur Costa Ballena er 27 holu, hannaður af Jose Maria Olazabal og tekinn í notkun 1995 en opnaður fyrir almenning 1997. Costa Ballena hefir löngum verið æfingastöð landsliða ýmissa þjóða í golfi yfir vetrartímann, þ.á.m. þess íslenska. Margir Íslendingar hafa líka stigið Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Júlíus Þór Tryggva- son og Kristinn Reyr Sigurðsson ——————- 22. október 2016
Afmæliskylfingar dagsins, 22. október 2016 eru tveir: Júlíus Þór Tryggvason og Kristinn Reyr Sigurðsson. Júlíus Þór er fæddur 22. október 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Júlíus Þór Tryggvason (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og á því 20 ára afmæli í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki. Hann hefir m.a. spilað á Eimskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Lesa meira
Evróputúrinn: Warren og Sullivan efstir í hálfleik á Portugal Masters
Það eru Skotinn Marc Warren og Englendingurinn Andy Sullivan, sem eru efstir í hálfleik á Portugal Masters. Warren er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 128 höggum (63 65) og Sullivan (67 61). Í 2. sæti eru Írinn Pádraig Harrington og Svíinn Jens Fahrbring ,aðeins 1 höggi á eftir. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:
Golfvellir á Spáni: San Roque Club
Hér verður fjallað um hinn gamla og nýja golfvöll, San Roque Club, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur í Cádiz. San Roque klúbburinn er með þeim betri í Cádíz; ef ekki með þeim betri í heiminum. Það er hrein unun að spila hvorn völl klúbbsins sem er, þann nýja eða þann gamla. Báðir eru 18 holu. Gamli völlurinn er 6.494 metra; par-72 og stolt klúbbsins. Hann er eingöngu ætlaður til leiks fyrir félagsmenn en örfáir rástímar fást fyrir 160€ (u.þ.b. 20.000 íslenskar krónur hringurinn). Völlurinn liggur við fjallsrætur Sierra Bermeja, þar sem fjöllin fara fram í sjó. Völlurinn er hannaður af Dave Thomas og sandglompurnar endurhannaðar af Seve Ballesteros, Lesa meira










