Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 12:30

Úrtökumót f. LPGA: Ólafía Þórunn T-12 og komin á lokaúrtökumótið!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir atvinnukylfingur úr GR, lauk keppni í gær á 2. stigi úrtökumótsins fyrir stærstu atvinnumótaröð heims í kvennaflokki, LPGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Úrtökumótið ber heitið: LPGA and SYMETRA Tour Qualifying School – Stage II. Úrtökumótið fór fram á Plantation golfsvæðinu í Venice, Flórída, í Bandaríkjunum. Alls tóku 192 keppendur þátt og var leikið á tveimur keppnisvöllum, sem kallast Bobcat og Panther. Keppnisfyrirkomulagið var með þeim hætti að leiknar voru 72 holur eða fjórir keppnishringir á fjórum dögum. Þeir kylfingar sem urðu í einu af 80 efstu sætunum komast áfram á lokaúrtökumótið eða 3. stigið. Þeir tryggðu sér jafnframt keppnisrétt á Symetra mótaröðinni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Rúnar hefja keppni í dag Vestanhafs

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State hefja leik í dag á Royal Oaks Intercollegiate mótinu í Dallas, Texas. Rúnar Arnórsson GK og golflið hans í bandaríska háskólagolfinu Minnesota State taka þátt í sama móti. Þátttakendur eru um 60 frá 11 háskólum. Mótið fer fram á Royal Oaks Country Club. Fylgjast má með gengi kappanna og Kent State með því að SMELLA HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Pádraig Harrington?

Pádraig Harrington sigraði á fyrsta stórmóti sínu í 8 ár í gær, þegar hann bar sigur úr býtum á 10. afmælisári Portugal Masters mótsins, sem fram fór í Vilamoura í Portúgal. En hver er kylfingurinn Pádraig Harrington? Pádraig Harrington fæddist 31. ágúst 1971, í Ballyroan-úthverfi í höfuðborg Írlands, Dublin og er því 45 ára. Hann er yngstur af 5 sonum Patrick og Bredu Harrington. Pabbi Pádraigs, alltaf nefndur “Paddy” (1933-2005), var í írsku lögreglunni “Garda”, og spilaði galískan fótbolta í Cork, á 5. áratug síðustu aldar og eins stundaði hann box, írsku þjóðaríþróttina, hurling og var með 5 í forgjöf í golfi. Synir hans fylgdu honum fljótlega á golfvöllinn. Ballyroan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 06:00

LET Access: Berglind og Valdís komust ekki g. niðurskurð á lokamótinu

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni og Berglind Björnsdóttir úr GR tóku þátt í lokamóti LET Access atvinnumótaraðarinnar; Santander Golf Tour, Circuito Profesional Femenino. Valdís Þóra varð T-49 með hringi upp á samtasls 4 yfir pari, 148 högg (69 75) en Berglind varð T-73 með hringi upp á samtals 11 yfir pari, 155 högg (79 76). Niðurskurður var miðaður við samtals 1 undir pari, 143 högg eða betra. Sjá má lokastöðuna í Santander mótinu með því að SMELLA HÉR: Valdís Þóra var fyrir mótið  í 38. sæti á stigalista mótaraðarinnar, en hún er á sínu þriðja tímabili á þessari atvinnumótaröð sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Berglind Björnsdóttir fékk boð um að taka Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 16:30

Evróputúrinn: Pádraig Harrington sigraði á Portugal Masters

Það var gamla brýnið Pádraig Harrington, frá Írlandi, sem stóð uppi sem sigurvegari á Portugal Masters í dag. Harrington lék á samtals 23 undir pari, 261 höggi (66 63 67 65). Í 2. sæti varð Englendingurinn Andy Sullivan aðeins 1 höggi á eftir og þriðja sætinu deildu Finninn Mikko Korhonen og Daninn Anders Hansen, báðir á samtals 21 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta frá lokahring Portugal Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 16:15

GR: Grafarholtið lokar f. veturinn

Mánudaginn 24. október mun Grafarholtsvöllur loka fyrir veturinn. Mikil úrkoma síðustu vikurnar hafa gert það að verkum að völlurinn er orðinn mjög blautur og í raun hættulegur á sumum stöðum. Vallarstarfsmenn GR þurfa því að hefja undirbúning á vellinum fyrir veturinn og hefst sú vinna á morgun með því að gataðar verða flatir í Grafarholti. Korpan verður áfram opin fyrir félagsmenn GR eins lengi og mögulegt er og má gleðjast yfir því. Umferð golfbíla er þó bönnuð en Thorsvöllur er opinn og þar er golfbílaumferð leyfð. GR vill biðja þá sem spila á völlunum að huga vel að því að laga torfuför á brautum og boltaför á flötum eftir sig. Með þessu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hlynur Bergsson – 23. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hlynur Bergsson, GKG. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 18 ára í dag. Hlynur er Íslandsmeistari pilta í höggleik 2015. Hann tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2015 og landaði 25. sætinu, sem er góður árangur. Í ár, 2016, varði Hlynur Íslandsmeistaratitil sinn í höggleik  í piltaflokki og eins varð hann stigameistari í piltaflokki á Íslandsbankamótaröðinni. Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hlynur Bergsson 23. október 1998 (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Harvey Morrison Penick, f. 23. október Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 12:45

Tiger talar um Elínu, „konunginn“ og Bandaríkjaforseta í golfi í The Late Show

Tiger Woods var nú um daginn gestur Stephen Colbert í bandaríska spjallþættinum „The Late Show.“ Þar voru heimsmálin rædd með áherslu á golf, tölvuleiki og jamms fyrrverandi eiginkonu Tiger …. Elínu Nordegren. Tiger sagði í þættinum að fyrrverandi eiginkona sín væri besti vinur sinn; einkum væri það vegna barnanna, Sam og Charlie, en þau bæði vildu gera sitt besta þeirra vegna. Colbert uppskar hlátur þegar hann sagði að það að Tiger segði að þau Elín væru bestu vinir væri jafnvel meira afrek en að vinna risamót m.t.t. hvernig hjúskap þeirra lauk – því, ja … sannleikurinn er eins og sólin – hún skín alltaf að lokum og í gegnum alla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 10:45

LPGA: Minjee Lee sigraði á Blue Bay LPGA

Það var hin ástralska Minjee Lee sem sigraði á móti vikunnar á LPGA, þ.e. Blue Bay LPGA mótinu, sem fram fór í Hainan í Kína og lauk nú í morgun. Mótið stóð dagana 20.-23. október 2016. Minjee Lee lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (65 67 73 70). Þetta er 2. sigur Lee á LPGA á 2016 keppnistímabilinu. Í 2. sæti varð hin bandaríska Jessica Korda aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti Ariya Jutanugarn frá Thaílandi, enn öðru höggi á eftir. Þessar þrjár fyrrgreindu voru einu keppendurnir sem voru samtals á tveggja stafa tölu undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Blue Bay LPGA SMELLIÐ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2016 | 08:29

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Særós Eva hefja keppni í dag í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið henar í bandaríska háskólagolfinu Boston University hefja  í dag leik á Palmetto Intercollegiate, sem fram fer á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur eru u.þ.b. 100 úr 20 háskólum. Fylgjast má með gengi vinkvennanna og klúbbfélaganna og liða þeirra með því að SMELLA HÉR: