Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 11:50

Góð og slæm augnablik í golfi – Myndskeið

Það er víst óhætt að segja að á golfvellinum geti kylfingar átt sínar himnasælu topp stundir en líka fallið í dýpsta þunglyndi þegar illa gengur. Ja, það gengur á ýmsu – og ef svo væri ekki væri leikurinn ekki hálft eins krefjandi og skemmtilegur og hann er. Í meðfylgjandi myndskeiði eru rifjuð upp góð og slæm augnablik hjá ýmsum þekktum kylfingum; sum þekkt önnur ekki. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 11:30

Ólafía Þórunn: „Skemmtum okkur konunglega“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR,  náði frábærum árangri á 2. stigi úrtökumótsins fyrir bandarísku LPGA atvinnumótaröðina. GR-ingurinn tryggði sér örugglega keppnisrétt á lokaúrtökumótinu með því að enda í 12.-14. sæti og þar að auki hefur hún tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinnni sem er næst sterkasta atvinnumótaröðin í Bandaríkjunum. Til þess að sjá stöðuna á lokaúrtökumóti LPGA SMELLIÐ HÉR:  Ólafía Þórunn lék á pari vallar samtals á 72 holum og hún segir að leikskipulagið hafi verið einfalt – að fá par á hverja einustu holu. „Leikskipulagið var sett upp með það markmið að fá par á hverja einustu holu. Það voru nokkrar par 5 holur sem hefði verið hægt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 10:00

LET: Amelíu hlakkar til að spila á Sanya Open

Bandaríska kylfingnum Amelíu Lewis , 25 ára, hlakkar til að spila á Sanya Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna og hefst nú á fimmtudaginn á Yalong Bay í Kína. Lewis hefir spilað í 5 ár á Evróputúrnum. Yalong Bay er e.t.v. langt frá Jacksonville, Flórida, þar sem Lewis á heima en henni finnst hún bara vera eins og heima hjá sér í Yalong Bay golfklúbbnum þar sem 7. mót  Sanya Ladies Open hefst í Hainan, Kína, n.k. fimmtudag. Lewis var jöfn í 1. sætinu eftir opnunarhring upp á 67 á síðasta ári og lauk keppni þá í 8. sæti í mótinu. Hún á fullt af jákvæðum minningum frá mótinu og hefir nýverið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2016 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli bestur Íslendinganna í Texas

Bjarki Pétursson, GB,  Gísli Sveinbergsson GK og Rúnar Arnórsson, GK  spila allir í Royal Oaks Intercollegiate mótinu í Dallas, Texas. Þátttakendur eru um 72 frá 11 háskólum og fer mótið fram í Royal Oaks Country Club og stendur dagana 24.-25. október 2016 og lýkur í kvöld Gísli hefir spilað best Íslendinganna, lék á samtals pari 142 höggum (70 72) og er T-15. Bjarki lék á 1 yfir pari (68 75) átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 3 undir pari en fylgdi því ekki nógu vel eftir og er T-17. Rúnar er T-30 – hefir spilað á 3 yfir pari , 145 höggum (71 74). Kent State, lið Bjarka og Gísla er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 18:30

GS: Guðmundur Rúnar á 68 höggum – Kristján VK Hjelm m/ 43 pkt. á haustmóti 2!!!

Alls tóku 59 þátt í Opna haustmóti GS sem fór fram á Hólmsvelli í Leiru s.l. laugardag 22. október 2016. Fínasta veður var og völlurinn í ágætis standi. Úrslit: 1. sæti punktar: Kristján Valtýr K Hjelm, GS, 43 punktar 2. sæti punktar: Óskar Halldórsson, GS, 38 punktar (18 punktar á seinni níu) 3. sæti punktar: Gunnar Páll Þórisson, GKG, 38 punktar (17 punktar á seinni níu) 56. sæti punktar: Kjartan H Bjarnason, GKG, 25 punktar Sigurvegari í höggleik: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS, 68 högg Næstur holu á 16.: Heimir Hjartarson, 1,53m Næstur hölu í þremur höggum á 18.: Jóhannes Ellertsson, 71cm

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 18:00

Golfvellir á Spáni: Club de Golf La Cañada

Club de Golf La Cañada er golfklúbburinn þar sem beygt er út af við 132 km þegar keyrt er eftir leiðinni Cádiz-Malaga eftir N-340. Beygt er til vinstri inn á Guadiaro götuna og keyrt eftir henni í u.þ.b. 1 km. Klúbburinn er staðsettur í miðju íbúðarhverfi í Sotogrande. Það er eiginlega skrítið að þetta sé almenningsgolfvöllur, en ekki frátekinn fyrir íbúa Sotogrande, en hann hefir alla tíð verið öllum opinn. Fyrri 9 holurnar á þessum 18-holu golfvelli eru hannaðar af Robert Trent Jones og holur nr. 10-18 af Dave Thomas. Það reynir á allar kylfurnar í pokanum en á vellinum eru margskonar hindranir. Eitt af því fyrsta sem maður tekur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker Finch – 24. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 56 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady. Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 8. sæti e. 1. dag í S-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið henar í bandaríska háskólagolfinu Boston University hófu í gær leik á Palmetto Intercollegiate, sem fram fer á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur eru  105 úr 20 háskólum. Gunnhildur lék fyrstu tvo hringina á samtals 10 yfir pari, 82 höggum, en Særós Eva var á 19 yfir pari, 91 höggi. Gunnhildur er T-86 í einstaklingskeppninni en Særós Eva er T-103 Elon er í 8. sæti í liðakeppninni e. 1. dag en Boston University, í 18. sæti. Særós Eva keppir sem einstaklingur en ekki með liði sínu. Fylgjast má með gengi vinkvennanna og klúbbfélaganna og liða þeirra með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 13:00

Greg Norman segir Tiger of gamlan fyrir endurkomu! – Myndskeið

Hvíti hákarlinn, Greg Norman telur Tiger Woods of gamlan fyrir einhverja glæsiendurkomu. Hann sé að keppa við menn sem séu helmingi yngri en hann og hann verði bara að fara að gera sér grein fyrir því. Jafnframt eigi hann mörg ár framundan og verði að finna eitthvað annað til að dunda sér við …. …. sem Norman segir að Tiger hafi nú þegar, en Tiger fæst m.a. við golfvallarhönnun og rekstur veitingastaða. Hér má sjá myndskeið með viðtal við Greg Norman þar sem ofangreind skoðun hans kemur fram  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2016 | 12:40

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-36 e. 1. dag í Las Vegas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Fresno State, hófu í gær leik á Las Vegas Collegiate Showdown, í Las Vegas, Nevada. Þátttakendur eru 105 frá 19 háskólum. Spilaðir eru 3 hringir á 3 dögum, 23.-25. október 2016 og gestgjafi er Las Vegas háskóli. Guðrún Brá lék 1. hringinn á sléttu pari, 72 höggum og er T-36 í einstaklingskeppninni, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda. Í liðakeppninni er Fresno State T-13, þ.e. deilir 13. sætinu með Gonzaga. Fylgjast má með gengi Guðrúnar Brá með því að SMELLA HÉR: