Golfhelgi Obama með Tiger kostaði bandaríska skattgreiðendur $ 3,6 milljónir
„Helgi með strákunum í golfi“ árið 2013 var stórskemmtileg fyrir Obama Bandaríkjaforseta en þrefaldur skolli fyrir bandaríska skattgreiðendur, segir í frétt FOX News. Skv. fréttinni á þessi helgi Obama með vinum sínum, m.a. Tiger Woods, að hafa kostað bandaríska skattgreiðendur 3,6 milljónir bandaríkjadala. Stærstu liðir þess kostnaðar voru ferðakostnaður og óskilgreindur annar kostnaður, en m.a. var gist á 1. flokks golfstað í Flórída. Obama hefir mikið verið gagnrýndur fyrir golfleik sinn, þ.e. að spila of mikið …. stundum á kostnað skattgreiðenda. Engum sögum fer hins vegar af kunnáttu Hillary Clinton í golfi, en gaman væri ef fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna spilaði líka golf …. svona til þess að efla kvennagolf …. Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn á 75 e. 1. dag í Kína
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hóf nú í nótt leik á Sanya Ladies Open, móti á Evrópumótaröð kvenna, sem fram fer á Yalong Bay í Kína. Þegar þetta er ritað eiga margar eftir að ljúka leik þannig að endanleg staða eftir 1. dag liggur ekki fyrir. Ólafía Þórunn hefir hins vegar lokið sínum leik, en hún var á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 1 fugl, 13 pör og 4 skolla og er sem stendur í 86. sæti Eins og staðan er nú leiðir hin ástralska Stacy Keating, en hún lék á 3 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna á Sanya Ladies Open SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá lauk leik í Las Vegas með frábærum 68 hring!
Guðrún Brá Björgvinsdóttir lauk leik á Las Vegas Collegiate Showdown, en mótið fór fram dagana 23.-25. október 2016 í Las Vegas, Nevada. Stytta varð mótið vegna veðurs í 36 holu mót, en upprunalega átti að spila 54 holur. Guðrún Brá var á besta skori Fresno State samtals 4 undir pari (72 68) og varð T-15 í einstaklingskeppninni. Fresno State hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna á Las Vegas Collegiate Showdown með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en nú taka við próf og verður ekki keppt aftur fyrr en á næsta ári á Gold Rush mótinu 27. febrúar 2017, en mótið Lesa meira
Kylfuberi Rory fékk $1,4 milljónir!!!
S.s. allir vita væntanlega sem fylgjast með golfi vann Rory McIlroy Tour Championship og bónuspottinn eftirsótta þ.e. $10 milljónir og síðan líka verðlaunafé fyrir að sigra í mótinu og móti þar áður. Kylfuberar stórstjarnanna í golfi hljóta 10% af verðlaunafé vinnuveitenda sinna, þannig að kaddý Rory, J.P. Fitzgerald hlaut $1,4 milljónir. Rory sagði að kylfuberi sinn hefði sagt eftir útborgunina: „Tsunami hvirfilvindur feyktist í gegnum bankareikning minn, þannig … kærar þakkir.“ Til umræðu hefir verið meðal kylfinga hvort borga beri af bónuspottum. Rory sagði aldrei neitt annað hafa komið til greina af sinni hálfu – hann greiði 10% bæði af verðlaunafé … og bónuspottum! Rory sagði: „Hann (J.P. Fitzgerald – Lesa meira
Töff golfbrella
Hér í meðfylgjandi myndskeiði má sjá ansi hreint snotra golfbrellu. Golfbrellan er framkvæmd af golfkennaranum Taylor Laybourne, sem er áhugamaður í golfi, með mikinn áhuga á golfbrellum. Ef vel er að gáð framkvæmir Laybourne í raun tvennt í einu; hann fleygir drævernum yfir öxl sér, grípur hann og slær viðstöðulaust. Ég held ég hafi þurft að horfa á myndskeiðið 20 sinnum til að staðfesta hvað verið var að horfa á. Spurning hvort nokkur ætti að vera að reyna við þetta því hættan er mikil að annaðhvort brjóta dræverinn eða einhvern útlim!!! Til að sjá brellu Laybourne SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 53 ára afmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (53 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Bucek, f. 26. Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Bjarki lauk leik T-13 í Royal Oaks!
Bjarki Pétursson, GB, Gísli Sveinbergsson GK og Rúnar Arnórsson, GK léku allir í Royal Oaks Intercollegiate mótinu í Dallas, Texas. Þátttakendur voru um 72 frá 11 háskólum og fór mótið fram í Royal Oaks Country Club og stóð dagana 24.-25. október 2016 og lauk í gær. Bjarki lék best Íslendinganna á samtals 1 yfir pari, 214 högg (68 75 71); átti m.a. stórglæsilegan 1. hring upp á 3 undir pari. Gísli lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum og varð T-21. Rúnar varð T-43 – spilað á samtals 6 yfir pari. Kent State, lið Bjarka og Gísla varð í 4. sæti í liðakeppninni en Minnesota State T-7. Til þess að sjá Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik í 14. sæti í S-Karólínu
Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Elon og Særós Eva Óskarsdóttir, GKG og lið henar í bandaríska háskólagolfinu Boston University tóku þátt í Palmetto Intercollegiate, sem fram fór á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 105 úr 20 háskólum. Gunnhildur lék samtals á 30 yfir pari, 246 höggum (82 83 81) og varð í 92. sæti í einstaklingkeppninni, en Særós Eva, sem keppti sem einstaklingur en ekki með liði sínu, dró sig úr mótinu. Elon varð í 14. sæti í liðakeppninni e. 1. dag en Boston University, í 12. sæti. Sjá má lokastöðuna á Palmetto Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Brynjar Eldon —-— 25. október 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Brynjar Eldon Geirsson. Brynjar er fæddur 25. október 1977 og er því 39 ára í dag. Komast má á facebook síðu Brynjars til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Brynjar Eldon Geirsson (Innilega til hamingju með afmælið!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Herman Densmore „Denny“ Shute f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974; Muffin Spencer-Devlin, f. 25. október 1953 (63 ára); Guan Tian-lang, (kínverskur kylfingur) 25. október 1998 (18 ára – var yngstur til að spila á the Masters risamótinu (14 ára) og komast í gegnum niðurskurð) …… og ….. Oddný Rósa Halldórsdóttir, 25. október Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Viðtal við Aron Snæ Júlíusson
Landsliðsmaðurinn í golfi Aron Snær Júlíusson hóf nám í haust við University of Louisiana – Lafayette á golf skólastyrk. Úlfar Jónsson fyrrum landsliðsþjálfari og fyrrum íþróttastjóri GKG fékk Aron Snæ til að svara nokkrum laufléttum spurningum (en neðangreint viðtal er á heimasíðu GKG): Nafn: Aron Snær Júlíusson Fæddur: 1996 Meðlimur í GKG síðan 2006 Forgjöf í dag: +1,8 Skóli: University of Louisiana, Lafayette, Louisiana. Heimasíða golfliðsins Upplýsingar um mótaskrá og árangur golfliðs UL – Lafayette Aðrir Íslendingar sem leika/hafa leikið með Nicholls State: Úlfar Jónsson, Björn Knútsson, Þórður Emil Ólafsson, Ottó Sigurðsson, Örn Ævar Hjartarson, Haraldur Franklín Magnús, Ragnar Már Garðarsson. 1. Hvernig kom það til að þú fórst í Lesa meira










