Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2016
James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 93 ára í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein Lesa meira
LPGA: Paula Creamer á 64 e. 3. hring Sime Darby
Verið er að spila 3. hring á Sime Darby mótinu og eiga margar þær bestu eftir að ljúka leik. Paula Creamer er ein þeirra sem lokið hefir 3. hring og það á feykigóðu skori, 7 undir pari, 64 höggum! Þar með skaust hún upp í 12. sætið úr 43. sætinu sem hún var í …. eins og staðan er núna – þetta er e.t.v. ekki endanlegt, en ljóst er að hún fer upp skortöfluna. Á hringnum góða fékk Creamer 8 fugla og 1 skolla en golfvöllur Kuala Lumpur Golf & Country Club í Bukit Kiara Kuala Lumpur, þar sem mótið fer fram er par-71. Til þess að fylgjast með stöðuna á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Ólafur Þór Ágústsson – 28. október 2016
Það er Ólafur Þór Ágústsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ólafur Þór er fæddur 28. október 1975 og á því 41 ára afmæli í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Ólafi Þór til hamingju með daginn hér að neðan: Ólafur Þór– Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudmundina Ragnarsdottir, GO 28. október 1959 (57 ára); Atli Ingvars, 28. október 1963 (53 ára); Klaus Richter, 28. október 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Guðmundur Steingrímsson, 28. október 1972 (44 ára); Maren Rós 28. október 1981 (35 ára) Na Yeon Choi, 28. október 1987 (29 ára); Pétur Lesa meira
WGC: Matsuyama leiðir í hálfleik á HSBC
Hideki Matsuyama fékk 9 fugla við kaldar aðstæður í Peking og það dugði honum í 7 undir pari, hring upp á 65 högg. Matsuyama er með 3 högga forystu á þá sem næstir koma búinn að spila á samtals 13 undir pari 131 höggi (66 65) á World Golf Championships-HSBC Champions eins og HSBC heimsmótið heitir upp á ensku. Í 2. sæti eru Russell Knox frá Skotlandi, sem á titil að verja og Bill Haas, en þeir eru báðir búnir að spila á 10 undir pari, 134 höggum. Rory McIlroy, þarfnast sigurs á mótinu til þess að hann hafi 3 ár í röð náð heimstitli – hann reyndi sitt besta Lesa meira
LET: Vonbrigði! Munaði svo litlu að Ólafía kæmist g. niðurskurð á Sanya Ladies Open!!!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst ekki gegnum niðurskurð á Sanya Ladies Open, sem fram fer í Yalong Bay GC í Sanya í Kína. Hún spilaði á samtals 5 yfir pari, 159 höggum (75 74) og munaði aðeins 1 höggi að hún kæmist í gegn! Niðurskurður var miðaður við 4 yfir pari og betra. Óhætt er að fullyrða að slæmur kafli á 10.-13. holu hafi gert út um vonir Ólafíu að spila um helgina, en hún fékk 4 skolla í röð og það er heilmikið sjokk, sem erfitt er að jafna sig á, á stuttum tíma! Ólafía barðist þó eins og ljón, tókst að ná einu höggi aftur á par-4 14. Lesa meira
LET: Slæmt gengi Ólafíu á seinni 6 2. hrings – síðustu 3 VERÐUR að spila vel… til að komast g. niðurskurð!
Nú er aldeilis óvíst hvort Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komist í gegnum niðurskurð á Sanya Ladies Open. Vá, varla hægt að líta af henni, þá skipast veður í lofti! Eftir frábæran fyrri hálfleik þá gekk allt á afturfótunum á seinni 6 …. á fyrstu 4 holunum á seinni 9 fékk Ólafía skolla, 4 skolla í röð og það er sjokk sem erfitt er að jafna sig á, á stuttum tíma ….. og nú á aðeins eftir að spila 3 holur þar sem berjast verður og gefa allt! Á 5. holu á seinni hring þ.e. þeirri 14. sá Ólafía aðeins til sólar en þar náði hún að taka ósköpin aftur með Lesa meira
LET: Ólafía færist upp skortöfluna – Er á -1 e. 9 holu spil á 2. hring Sanya mótsins í Kína!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í LET mótinu Sanya Ladies Open, sem fram fer í Yalong Bay GC í Sanya í Kína. Þegar 2. hringurinn er hálfnaður er Ólafía Þórunn á 1 undir pari á hringnum. Hún er búin að spila skynsamlega paraði allar fyrstu 8 holurnar og fékk fugl á par-5, löngu 515 m holunni. Vegna fuglsins er hún nú samtals á 2 undir pari og niðurskurður nú miðaður við 4 yfir pari eða betra, þannig að í augnablikinu líta hlutirnir vel út. Hins vegar geta 9 holur af golf breytt öllu – en vonandi er að Ólafía haldi út og haldi áfram á þessari braut. Lesa meira
LET: Ólafía dansar á niðurskurðarlínunni – á parinu e. 6 holur á 2. hring í Kína!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Sanya Ladies Open, sem fram fer í Yalong Bay GC í Sanya, í Kína. Fyrsta hringinn lék Ólafía Þórunn á 3 yfir pari, 75 höggum; fékk 4 skolla og 1 fugl. Nú á öðrum hring er Ólafía Þórunn búin að spila 6 holur eða 1/3 hluta af 2. hring og er á parinu; búin að fá pör á tveimur holum sem hún var með skolla á fyrri hringinn!!! Niðurskurður er sem stendur miðaður við 3 yfir pari og betra skor og Ólafía Þórunn sem stendur að dansa á niðurskurðarlínunni, nákvæmlega á 3 yfir pari og má engu muna. Vonandi er að Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Björgvin og Anna Jódís – 27. október 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tvíburarnir frábæru úr Hafnarfirði; Björgvin Sigurbergsson, margfaldur Íslandsmeistari í golfi og golfkennari afrekskylfinga hjá Keili til margra ára og Anna Jódís Sigurbergsdóttir, einn forgjafarlægsti kvenkylfingur landsins. Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (47 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Carol Semple, 27. október 1948 (68 ára); Patty Sheehan, 27. október 1956 (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Sóley Gyða Jörundsdóttir (56 ára); Des Terblanche (frá Suður-Afríku) 27. október 1965 (51 árs merkisafmæli!!!); Sesselja Engilráð Barðdal (46 ára); Lesa meira
Myndasería frá WGC-HSBC-mótinu í Kína
Í dag hófst í Kína HSBC heimsmótið. Þar taka þátt margir af sterkustu kylfingum heims m.a. Dustin Johnson, Henrik Stenson, Rickie Fowler, Martin Kaymer, Bubba Watson o.fl. o.fl. Einn liðurinn í stórmótum sem HSBC er að kynna mótið og er kylfingar oft fengnir til þess að taka þátt í ýmsum uppákomum. Dustin, Rickie, Henrik, Martin, og Li Haotong voru t.a.m. í myndatöku fyrir keppnishaldara mótsins. Sjá má myndaseríu frá prómó-inu (kynninguna) fyrir HSBC heimsmótið með því að SMELLA HÉR:










