Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Olesen efstur – Manassero í 2. sæti í hálfleik TAO

Það er danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem tekið hefir afgerandi forystu í Turkish Airlines Open mótinu. Olesen hefir leikið fyrstu 2 dagana á samtals 17 undir pari og hefir 7 högga forystu á Matteo Manassero frá Ítalíu, sem vermir 2. sætið á samtals 10 undir pari. Masters sigurvegari ársins 2016 Danny Willett er T-52 í mótinu og hefir ekkert gengið sérlega vel og sama er að segja um fyrrum sigurvegara mótsins, Frakkann Victor Dubuisson sem deilir 52. sætinu með Willett, en báðir hafa þeir ásamt 6 öðrum leikið á samtals 1 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags frá Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 08:00

PGA: Pampling efstur – Koepka í 2. sæti e. 2. dag Shriners

Það er Rod Pampling sem leiðir eftir 2. dag Shriners Hospitals for Children Open, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Pampling er búinn að spila á samtals 128 höggum 14 undir pari (60 68). Í 2. sæti, aðeins 1 höggi á eftir, er Brooks Koepka á samtals 13 undir pari (62 67). Nokkrir eiga eftir að ljúka hringjum sínum vegna þess að leik var hætt vegna myrkurs. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospital for Children Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 07:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Andri Þór stóð sig best Íslandinganna á 1. degi

Íslensku kylfingarnir fjórir sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina leika á fjórum mismunandi keppnisvöllum á Spáni. Keppni á 2. stigi úrtökumótsins hófst í gær og fer fram dagana 4.-7. Nóvember og eru allir fjórir keppendurnir frá Golfklúbbi Reykjavíkur. Andri Þór Björnsson keppir á Las Colinas vellinum í Alicante en hann er að keppa í fyrsta sinn á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Andir Þór hefur nú þegar tryggt sér keppnisrétt á Nordic League atvinnumótaröðinni. Andri er T-14 eftir 1. daginn, en hann lék 1. hring í úrtökumótinu á glæsilegum 68 höggum. Sjá stöðuna í Las Colinas úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:  Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir á Lumine Golf & Beach Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því afmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (30 ára STÓRAFMÆLI) …. og ……  Snyrti Og Nuddstofan Paradís (35 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2016 | 14:00

LET: Ólafía T-5 e. 3. hring í Abu Dhabi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hringinn í dag á Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Spilað er í Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stendur mótið dagana 2.-5. nóvember 2016. Því miður gekk ekki eins vel í dag og undanfarna 2 daga en Ólafía kom í hús á 2 yfir pari 74 höggum! Á hringnum fékk Ólafía 4 skolla og 2 fugla. Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 11 undir pari 205 höggum (65 66 74) og kemur hringurinn í dag alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum eftir frábæra frammistöðu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2016 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Egill Ragnar hefja keppni í Hawaii í dag

Rúnar Arnórsson, GK og lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Minnesota State Egill Ragnar Gunnarsson, GKG  og Georgia State hefja leik á Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi í dag. Keppt er á keppnisvelli  Ka’anapali GC og stendur mótið 4.-6. nóvember 2016. Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 132 frá 24 háskólum. Jafnframt er þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót liðanna eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017. Fylgjast má með gengi Íslendinganna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2016 | 10:00

Evróputúrinn: Coetzee efstur e. 1. dag TAO – Olesen í 2. sæti!

Annar hringurinn er hafinn á Turkish Airlines Open (skammst. TAO) Eftir 1. dag var það George Coetzee, frá Suður-Afríku sem var í forystu á 7 undir pari, 64 höggum og Daninn Thorbjörn Olesen aðeins 1 höggi á eftir í 2. sæti á 6 undir pari, 65 höggum. Fjórir voru jafnir í 3. sæti þ.á.m. ítalski kylfingurinn Matteo Manssero; allir á 5 undir pari, 66 höggum. Sjá má hápunkta 1. dags með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 20:00

LET: Viðtal við Ólafíu Þórunni e. 2. dag Fatimu Bint Mubarak mótsins – Myndskeið

Hér að neðan má sjá myndskeið með viðtali sem tekið var við Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR, eftir 2. keppnisdaginn á Fatimu Bint Mubarak Ladies Open í Abu Dhabi, þar sem hún er efst með þriggja högga forskot þegar keppni er hálfnuð á sterkustu mótaröð Evrópu í atvinnugolfi kvenna. Þetta er sögulegt því aldrei áður hefir íslenskur kylfingur leitt fyrstu tvo keppnisdagana í röð á móti Evrópumótaraðar kvenna!!! Ólafía er alveg ótrúlega flott og við erum öll svo afskaplega stolt af henni!!! Golf 1 óskar Ólafíu góðs gengis næstu tvo keppnisdaga – Áfram svona!!! Til þess að sjá myndskeið með viðtalinu við Ólafíu Þórunni SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 18:00

LET: Ólafía enn efst í Abu Dhabi – Á stórglæsilegum 66 höggum 2. hringinn!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hringinn í dag á  Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Spilað er í Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stendur mótið dagana 2.-5. nóvember 2016. Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 13 undir pari 131 höggi (65 66). Í dag lék hún á 6 undir pari, 66 höggum; fékk 7 fugla og 1 skolla og er enn í 1. sæti. Hún á 3 högg á ekki minni kylfinga en Georgiu Hall og frönsku golfdrottninguna Gwladys Nocera, sem báðar hafa spilað á samtals 10 undir pari, hvor. Sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 47 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (58 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (51 árs); Hk Konfekt (41 árs!) Guðbjörg Þorsteinsd (37 ára); UglyRock Hönnun (21 ára)….. og …… Golf 1 Lesa meira