Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 10:00

Westy ræður fyrrum snóker atvinnumann til að hjálpa sér við púttin

Lee Westwood (Westy) hefir ráðið fyrrum atvinnumann í snóker til að hjálpa sér við púttin. Westy, sem eitt sinn var nr. 1 á heimslistanum er nú dottinn niður í 45. sætið á heimslistanum. Hann átti margar martraðir á flötunum í Ryder bikarnum, missti mörg pútt þegar Evrópa var að taka fyrir Bandaríkjunum. Hann hefir nú stórbætt árangur sinn þar – varð m.a. í 3. sæti á British Masters. Umboðsmaður hans, Chubby Chandler upplýsti að Westy hefði ráðið Chris Henry, fyrrum atvinnumann í snóker til þess að hjálpa sér við púttin en hann starfar einnig sem íþróttasálfræðingur.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 08:55

LET: „Ice maiden Ólafía Kristinsdóttir stays cool in the desert“

Aðalfrétt á vefsíðu Evrópumótaraðar kvenna er eftir Bethan Cutler, sem góðfúslega leyfir birtingu greinarinnar og mynda sem teknar voru af Ólafíu á 1. hring. Greinin ber fyrirsögnina: „Ice maiden Ólafía Kristinsdóttir stays cool in the desert“ Á okkar ilhýra myndi þessi fyrirsögn hljóma svona í lauslegri þýðingu: „Ísstúlkan Ólafía Kristinsdóttir er svöl í eyðimörkinni.“ Svöl er vægt til orða tekið – Ólafía Þórunn er nr. 1!!!!! Sjá má grein af vefsíðu LET með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2016 | 08:00

Evróputúrinn 2016: Fylgist með Turkish Airlines Open hér!

Turkish Airlines Open mótið er mót vikunnar á Evróputúrnum og eru fyrstu menn farnir út nú þegar. Nokkrir góðir taka ekki þátt, en til stóð að bæði Tiger og Rory McIlroy yrðu með, en þeir drógu sig báðir úr mótinu. Margir frábærir kylfingar eru þó meðal keppenda, m.a. danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, Nicolas Colsaerts frá Belgíu, spænsku kylfingarnir Jorge Campillo og Alejandro Cañizares , Victor Dubuisson frá Frakklandi, sem sigrað hefir í mótinu o.fl. o.fl. góðir Turkish Airlines mótið er eitt af 3 „stórum“ lokamótum Evróputúrsins. Hér má „fljúga yfir“ golfstaðinn þar sem mótið fer fram SMELLIÐ HÉR:  Fylgjast má með gengi kylfinganna með því að SMELLA HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Karítas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2016

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (75 ára) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (24 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2016 | 12:00

LET: Ólafía í 1. sæti e. 1. dag á Fatima Bint Mubarak Ladies Open – Á glæsilegum 65!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hóf leik í dag með látum á Fatima Bint Mubarak Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Spilað er í Saadiyat Beach Golf Club, í Abu Dhabi, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og stendur mótið dagana 2.-5. nóvember 2016. Ólafía Þórunn átti glæsiupphafshring upp á 7 undir pari, 65 högg og er í 1. sæti eftir 1. dag. Hún fékk 8 fugla og 1 skolla á hringnum. Sjá má stöðuna á Fatima Bint Mubarak Ladies Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2016 | 01:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron varð T-6 í Hawaíi m/ magnaðan lokahring upp á 69!

Aron Snær Júlíusson, GKG og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið þeirra, The Ragin Cajuns úr Louisiana Lafayette háskóla tóku þátt í Warrior Princeville Makai Inv. mótinu í Princeville, Hawaíi, sem lauk í gær. Þetta var fremur stórt mót – þátttakendur voru 111 frá 19 háskólum. Aron lauk keppni T-6 í þessu stóra móti, sem er stórglæsilegur árangur!!! Hann lék samtals á 7 undir pari, 209 höggum (73 67 69); átti m.a. frábæran lokahring upp á 3 undir pari þar sem hann fékk 5 fugla og 2 skolla.  Aron er svo sannarlega að stimpla sig inn í bandaríska háskólagolfið -en hann hóf nám og keppni í Bandaríkjunum nú í haust. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Björk Unnarsdóttir – 1. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Björk Unnarsdóttir. Björk er fædd 1. nóvember 1966 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Björk Unnarsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Gary Player, 1. nóvember 1935 (81 árs); GP Galleri Art 1. nóvember 1954 (63 ára); Guðmundur Þór Magnússon 1. nóvember 1958 (58 ára); Sigurþór Heimisson Sóri, 1. nóvember 1962 (54 ára);  Ólöf Baldursdóttir, GK, 1. nóvember 1967 (49 ára);  Stephen Gallacher, f. 1. nóvember 1974 (42 ára afmæli); Listnámsbraut Fjölbrautaskólans Í Breiðholti , 1. nóvember 1975 (41 árs); Sara Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 12:45

Hrekkjavökubúningar stjörnukylfingsfjölskyldna

Í gær, 31. október 2016 var hrekkjarvaka. Þá er til siðs að klæða sig í hrekkjarvökubúninga og þar eru PGA kylfingar og fjölskyldumeðlimir þeirra engin undantekning. Í meðfylgjandi fjórskiptri mynd sem prýðir fréttaglugga Golf 1 með þessari frétt má m.a. sjá Luke Donald og fjölskyldu hans klædda eins og persónur úr 1001 nótt (mynd efst t.h.) Nr. 1 á heimslistanum Jason Day og fjölskylda völdu að vera eins og Wolf Hawkfield (tölvuleikjapersóna)  (sjá neðri mynd t.v.) og svo má á ýmsum stöðum sjá Greg Norman klæddan sem indjána. Efst t.v. má svo sjá hvernig Paulina Gretzky, heitkona og barnsmóðir Dustin Johnson var þessa hrekkjarvökuna en þemað hjá henni var „slay all Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 12:30

Gary Player áskorunin á 81. afmælisdaginn!

Ein af golfgoðsögnunum tveimur, sem enn er á lífi, Gary Player á 81. árs afmæli í dag. Hann er að hvetja alla til að taka þátt í áskorun um að setjast upp 81. sinnum í dag í tilefni afmælisins. Player hefir alla ævi verið mikill hvatamaður að því að stunda líkamsrækt samhliða golfinu. Honum finnst ekki aðeins líkamsræktin bæta frammistöðuna í golfinu heldur líka heilsuna almennt og því hvetur hann golfaðdáendur um allan heim að halda upp á afmælið með sér á þennan hátt. Player vonast til að eins margir og mögulegt taki þátt og „pósti“ síðan mynd af sér á félagsmiðlunum með hendur bakvið hnakka í einni æfingunni við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2016 | 10:00

LET: Ólafía Þórunn keppir í Abu Dhabi og Indlandi á næstu vikum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Sanya meistaramótinu á LET Evrópumótaröð kvenna sem fram fór í Kína. Ólafía var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn en hún lék á 75 og 74 höggum eða +5 samtals. En það eru mörg stór verkefni framundan hjá Ólafíu, sem hefur leik á miðvikudaginn á Fatima Bint Mubarak mótinu sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið er hluti af LET Evrópumótaröð atvinnukvenna, sem er sterkasta mótaröð Evrópu. Að loknu mótinu í Abu Dhabi fer Ólafía til Indlands þar sem hún tekur þátt á LET Evrópumótaröðinni dagana 11.-13. nóvember. Að því loknu fer Ólafía Þórunn til Bandaríkjanna þar sem hún Lesa meira