Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Egill Ragnar báðir T-104 e. 2. dag í Hawaii
Rúnar Arnórsson, GK og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, taka báðir þátt í Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi. Keppt er á keppnisvelli Ka’anapali GC og stendur mótið 4.-6. nóvember 2016 og verður lokahringurinn því spilaður í kvöld. Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 132 frá 24 háskólum. Jafnframt er þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót liðanna eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017. Rúnar og Egill Ragnar hafa báðir spilað á samtals 11 yfir pari og báðir bættu sig á 2. hring; Rúnar (78 75) og Egill Ragnar (80 73) – Þeir eru jafnir í 104. sæti í einstaklingskeppninni eftir 2. dag. Lesa meira
LPGA: Feng sigraði á TOTO Japan Classic
Það var hin kínverska Shanshan Feng sem sigraði á TOTO Japan Classic mótinu, sem var mót vikunnar á LPGA. Feng lék á samtals 13 undir pari, 203 höggum (69 64 70). Í 2. sæti varð Ha Na Yang frá Suður-Kóreu aðeins 1 höggi á eftir á 12 undir pari, 204 höggum (68 68 68). Til þess að sjá hápunkta á lokahring TOTO Japan Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á TOTO Japan Classic mótinu SMELLIÐ HÉR:
PGA: Glover efstur e. 3. dag á Shriners
Það er Lucas Glover, sem tekið hefir forystuna á Shriners Hospitals for Children Open mótinu, eftir 3. keppnisdag. Glover hefir spilað á samtals 15 undir pari, 198 höggum (68 65 65). Glover á afmæli eftir tæpa viku og verður þá 37 ára. Hann hefir unnið þrívegis á PGA Tour og sigraði m.a. á Opna bandaríska risamótinu árið 2009 og síðasti PGA sigur Glover kom 2011 á Wells Fargo mótinu, eða fyrir 5 árum síðan. Glover hefir aðeins 1 höggs forystu á Pampling og Koepka, sem hafa verið forystumenn allt mótið og fróðlegt að sjá hvort Glover tekst að halda út og knýja fram sigur síðar í dag. Til þess að Lesa meira
Evróputúrinn: Dróna golfmeistaramótið á TAO – Myndskeið
Í aðdragana Turkish Airlines Open, einu stærsta mótinu á Evrópumótaröðinni voru 3 kylfingar fengnir í nokkuð sérstaka „golfkeppni“. Hún gekk út á að sleppa golfbolta úr dróna, sem næst pinna. Þeir sem tóku þátt voru Lee Westwood, Andrew „Beef“ Johnson og Danny Willett. Hver skyldi nú hafa staðið uppi sem sigurvegari? Það má sjá með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: Olesen m/ 7 högga forystu f. lokahringinn á TAO
Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er í efsta sæti með 7 högga forystu á næsta mann fyrir lokahring Turkish Airlines Open (TAO), sem er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Olesen er samtals búinn að spila á 18 undir pari, 195 höggum (65 62 68). Glæsilegt skor – allt vel undir 70 – og Olesen þar að auki með 7 högga forskot á næstu menn, þ.e. 5 kylfinga hóp, sem deilir 2. sætinu á samtals 11 undir pari, hver – þ.á.m. er ítalski kylfingurinn Matteo Manassero. Sjá má hápunkta 3. dags á TAO með því að SMELLA HÉR: Sjá má stöðuna á TAO e. 3. dag með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Bubba Watson ——- 5. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Bubba Watson. Bubba er fæddur 5. nóvember 1978 og á því 38 ára afmæli í dag!!! Hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á bandaríska kylfingnum Bubba Watson SMELLIÐ HÉR: Aðrir frægir kylfingar eru: Jón Vilberg Guðjónsson, 5. nóvember 1962 (54 ára); Marco Crespi, 5. nóvember 1978 (38 ára); Valþór Andreasson, 5. nóvember 1980 (36 ára); Einar Haukur Óskarsson, 5. nóvember 1982 (34 ára) … og … Helga Braga Jonsdottir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Hver er kylfingurinn: Beth Allen?
Beth Allen sigraði nú í dag í 3. sinn á Evrópumótaröð kvenna og var hún í sama ráshóp og eini íslenski kvenkylfingurinn, sem er að keppa á LET, sem stendur, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR. Allen kom í hús á lokahring Fatima Bint Mubarak Ladies Open á stórglæsilegu skori 8 undir pari, 64 höggum!!! Golfpenninn Matt Cooper skrifaði nú í sumar skemmtilega grein um Allen fyrir ESPN, sem bar fyrirsögnina: „Meet Beth Allen — the best American golfer you’ve never heard of“ (Lausleg ísl. þýðing: „Hittið Beth Allen – besta ameríska kylfinginn, sem þið hafið aldrei heyrt um.“ Sjá greinina með því að SMELLA HÉR: Jamms, það verður að segjast eins Lesa meira
LET: Vonbrigði fyrir Ólafíu – lauk keppni í Abu Dhabi á 76 höggum!
Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, GR, lauk keppni nú í þessu á LET-mótinu Fatima Bint Mubarak Ladies Open í 26. sæti. Ólafía Þórunn átti afar slæman kafla á lokahring, mótsins þar sem hún m.a. fékk tvo skramba í röð í 14. og 15. holu. golfvallar Saadiyat Beach GC, en þar að auki fékk hún 2 fugla og 2 skolla á hringnum. – Það var virkilega erfitt að horfa á vonbrigði Ólafíu á vellinum, en vonandi er bara bjartara framundan …. nóg af verkefnum til að takast á við – læra af þessu og halda áfram!!! Hvað sem öðru líður getum við verið mjög stolt af frammistöðu Ólafíu – hún stóð sig eins Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar T-93 og Egill Ragnar T-109 e. 1. dag á Hawaíi
Það er óhætt að segja að „strákarnir okkar“ Rúnar Arnórsson, GK og Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, í bandaríska háskólagolfinu hafi ekki átt neina draumabyrjun Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi í gær. Keppt er á keppnisvelli Ka’anapali GC og stendur mótið 4.-6. nóvember 2016. Þetta er fremur stórt mót en keppendur eru 132 frá 24 háskólum. Jafnframt er þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót liðanna eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017. Rúnar lék 1. hring á 7 yfir pari, 78 höggum og Egill Ragnar lék á 9 yfir pari, 80 höggum og er T-109. Lið Rúnars, Minnesota er í 14. sæti Lesa meira
LET: 4. hringur Fatima Bint Mubarak Open í beinni
Sjá má 4. hring Fatimu Bint Mubarak Open í beinni með því að SMELLA HÉR: Fyrstu tvo dagana var Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir í efsta sæti en hún gaf aðeins eftir 3. hringinn, sem hún spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum. Við það fór hún úr efsta sætinu í 5. sætið. Á lokahringnum virðist enn síga á ógæfuhliðina, en Ólafía heldur áfram ferð sinni niður skortöfluna – er á sléttu pari eftir 13 holur á lokahringnum. Á það er hins vegar að líta að þetta er besti árangur Ólafíu á LET að svo komnu máli og gott fyrir hana að vera komin með blóðbragðið á tunguna – og kanna Lesa meira










