Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Axel Bjartmarz – 7. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Axel Bjartmarz.  Ottó Axel er fæddur 7. nóvember 1996 og á því 20 ára afmæli í dag. Ottó Axel er í Golfklúbbnum Oddi (GO) og varð m.a. klúbbmeistari GO árið 2014. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Ottó Axel Bjartmarz (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru: Hallgrímur Friðfinnsson, 7. nóvember 1943 (73 ára); Kristín Höskuldsdóttir, 7. nóvember 1960 (56 ára); Sigurður Ragnar Kristjánsson, 7. nóvember 1973 (43 ára); Felipe Aguilar Schuller, 7. nóvember 1974 (42 ára); Davíð Gunnlaugsson, GM, 6. nóvember 1988 (28 ára); Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 10:00

Hvað var í sigurpoka Pampling?

Rod Pampling sigraði s.s. flestir golfáhugamenn vita á Shriners Hospitals for Children Open.  Hann átti frábæran fyrsta hring sem lagði grundvöllinn að sigrinum upp á  11-undir pari 60 högg og lauk síðan keppni með stæl með því að setja niður 11 metra fuglapútt á 18. flöt og innsiglaði þar með fyrsta sigurinn á PGA Tour í 10 ár. Eftirfarandi verkfæri voru í poka Pampling: Dræver: TaylorMade M2 (UST Mamiya Elements Proto PR6F4 skaft), 10.5°. 3-tré: Taylormade M1 T3 (UST Mamiya Elements 8F4T skaft), 14°. Utility járn: Ping Crossover (3-járn; Project X HZRDUS Red 85g 6.5 skaft). Járn: Srixon Z-Forged (4-PW; Nippon N.S. Pro Modus3 Tour 130S sköft). Fleygjárn: Cleveland RTX Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 08:00

Hver er kylfingurinn: Rod Pampling?

Rod Pampling sigraði í gær, 6. nóvember 2016 á Shriners Hospital for Children Open. Nafnið Pampling hljómar kunnuglega í eyrum margra en hefir upp á síðkastið ekki sést ofarlega á skortöflum golfmóta. Þannig að hver er kylfingurinn? Rod(ney) Pampling fæddist þann 23. september 1969 í Redcliffe, Queensland í Ástralíu og er því 47 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 22 árum eða árið 1994. Hann hóf ferilinn á Ástralasíu PGA túrnum, þar sem hann sigraði á Canon Challenge árið 1999. Hann lék líka á NGA Hooters Tour, sem er minni golfmótaröð í Bandaríkjunum. Árin 2000 og 2001 spilaði Pampling í 2. deild PGA Tour sem þá hét the Buy.com Tour, og nefnist nú Web.com Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 04:30

Bandaríska háskólagolfið: Egill Ragnar og Rúnar hafa lokið leik á Hawaii

Þeir Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og Rúnar Arnórsson, GK hafa báðir lokið leik á Ka’anapali Classic mótinu, á Maui, í Hawaíi. Keppt var á keppnisvelli Ka’anapali GC og stóð mótið 4.-6. nóvember 2016 og lauk í gær. Þetta var fremur stórt mót en keppendur voru 132 frá 24 háskólum. Jafnframt var þetta síðasta mót Rúnars og Egils Ragnars á haustönn, en næstu mót háskólaliða þeirra eru ekki fyrr en á næsta ári, 2017. Egill Ragnar lék á samtals 12 yfir pari, 225 höggum (80 73 72) og lauk keppni T-102. Rúnar lék á saamtals 13 yfir pari, 226 höggum (78 75 73) og lauk keppni T-108 í einstaklingskeppninni. Eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2016 | 02:00

PGA: Rod Pampling sigraði á Shriners

Það var ástralski kylfingurinn Rod Pampling sem stóð uppi sem sigurvegari á Shriners Hospitals for Children Open. Þetta er fyrsti sigur Pampling í 10 ár eða frá árinu 2006. Pampling spilaði á samtals 20 undir pari, 264 höggum (60 68 71 65). Í 2. sæti á samtals 18 undir pari varð bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka (62 67 70 67). Í 3. sæti varð síðan Lucas Glover á samtals 17 undir pari. Sjá má hápunkta frá lokahring á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR:  Sjá má lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 21:15

PGA: 5 verstu nöfn á mótum PGA Tour

GOLF hefir tekið saman 5 verstu nöfn í sögu PGA Tour á mótum á vegum mótaraðarinnar. Stundum eru samsetningarnar á nöfnunum illskiljanlegar – verið að hnoða saman styrktaraðilum í eitt nafn eða nöfnin eru of löng o.s.frv. Auðvitað sýnist sitt hverjum. Búið er að breyta eða stytta nöfn á sumum mótunum. Sjá má samantekt GOLF með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Erfiðir lokahringir framundan hjá Guðmundi, Haraldi og Þórði

Hér fyrr í kvöld hefir verið ritað um Andra Þór Björnsson, sem er einn af fjórum, sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, en allir leika GR-ingarnir  á fjórum mismunandi keppnisvöllum á Spáni. Keppni á 2. stigi úrtökumótsins fer fram dagana 4.-7. nóvember. Búast má við því að 20 efstu á hverjum velli fyrir sig komist áfram á lokastigið. Andra Þór hefir gengið best en útlitið er heldur erfiðara er hjá hinum 3: Þórður Rafn Gissurarson keppir á Campo de Golf El Saler vellinum við Valencia en þetta er í annað sinn sem Þórður Rafn kemst inn á 2. stig úrtökumótsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Þórður keppir á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 18:00

Úrtökumót fyrir Evróputúrinn: Andri Þór T-35 e. 3. dag á Las Colinas

Andri Þór Björnsson, GR, tekur þátt í 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Barist er um sæti á 3. og lokastiginu og verður Andri Þór að gefa vel í ef það á að takast á morgun. Búast má við því að 20 efstu og þeir sem jafnir eru í 20. sætinu komist áfram á lokastigið. Sem stendur er Andri Þór í 35. sæti, sem hann deilir með tveimur öðrum; Franck Daux frá Frakklandi og Chris Hemmerich frá Kanada. Eins og staðan er nú þarf Andri Þór að ná upp 4 höggum til þess að vera öruggur með sæti á lokaúrtökumótið. Andri Þór er búinn að spila á 2 yfir pari, 215 höggum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 16:30

Evróputúrinn: Olesen sigraði á TAO í Tyrklandi

Thorbjörn Olesen er sigurvegarinn 2016 á Turkish Airlines Open (TAO). Hann lauk keppni á samtals 20 undir pari, 264 höggum (65 62 68 69). Fyrir sigurinn hlaut Olesen mesta vinningsfé sem hann hefir unnið sér inn eða € 1,065,388. Öðru sætinu skiptu þeir David Horsey og Li Haotong á milli sín á samtals 17 undir pari, hvor. Til þess að sjá hápunkta á 4. hring TAO SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á TAO SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halldór Bragason – 6. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Halldór Bragason. Halldór er fæddur 6. nóvember 1956 og á því 60 ára afmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Halldór Bragason  (60 ára– Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (81 árs); Margrét Blöndal (55 ára);  Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (38 ára); Juanderful Nlp (33 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (30 ára); Juliana Murcia Ortiz, 6. nóvember 1987 (29 ára); Gaflaraleikhúsið Hafnarfirði (26 ára);  Pétur Aron Sigurðsson, 6. Lesa meira