Evróputúrinn: Fylgist með Nedbank Golf Challenge hér!
Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Nedbank Golf Challenge. Mótið fer fram í Gary Player CC í Sun City í Suður-Afríku og er samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar við Sólskinstúrinn suður-afríska. Margir frábærir kylfingar taka þátt og nú snemma dags eru heimamaðurinn George Coetzee og Filipe Aguilar frá Chile í forystu. Aðrir fylgja fast á hæla þeirra; kylfingar á borð við Victor Dubuisson frá Frakklandi, Englendingurinn Ross Fisher ofl. Fylgjast má með gengi kylfinga á Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:
Facebook leikur Ólafíu Þórunnar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, stendur fyrir skemmtilegum facebook leik þar sem hún ætlar að gefa 6 Bubo-myndir með hvatningarorðum til kylfinga. Á facebooksíðu Ólafíu sem komast má á með því að SMELLA HÉR: má taka þátt. Hér er það sem hún skrifar um leikinn á facebook síðu sinni: FACEBOOK leikur! <3 Útaf frábærum stuðningi ykkar síðustu daga ætla ég að gefa 6 Bubo-myndir!!! Það sem þú þarft að gera: – Læka íþróttasíðuna mína – Fylgja mér á instagram: olafiakri – Deila fyrir þá feimnu EÐA Tagga vin/vinkonu/fjölskyldumeðlim og skrifa hrós til þeirra hér að neðan, hversu mikilvæg þau eru fyrir þig, hvað þau hafa staðið sig vel, eitthvað Lesa meira
LET: Ólafía í aðalhlutverki í hápunktum Fatima Bint Mubarak mótsins! – Myndskeið
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í aðalhlutverki í samantekt um Fatimu Bint Mubarak mótsins, sem fram fór í Abu Dhabi s.l. helgi. Ólafía leiddi fyrstu 2 keppnisdagana en hafnaði síðan í 26. sæti. Sjá má hápunktana með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Gunnhildur Kristjánsdóttir. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Gunnhildur spilar í bandaríska háskólagolfinu með liði Elon en hér heima er hún í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Gunnhildi til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Gunnhildur Kristjánsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðalstræti Skammtíma Leiguíbúð Ísafirði (84 ára); Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (74 ára); Signý Ólafsdóttir, 9. nóvember 1957 (59 ára) Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (57 ára); Stella Steingrímsdóttir, 9. nóvember 1965 (51 árs); David Duval, 9. nóvember 1971 (45 ára), Jónatan Lesa meira
Kylfingar tjá sig um Trump sem Bandaríkjaforseta
Í nótt, 8.-9. nóvember 2016, var Donald J. Trump kjörinn 45. forseti Bandaríkjanna. Margir bandarískir kylfingar hafa tjáð sig um kosninguna á félagsmiðlunum. Margir hafa jafnvel tjáð ánægju sína. Hér fara nokkur af ummælum kylfinganna. John Daly: Congrats my grt friend & President of the US! @realDonaldTrump #NowMakeAmericaGreatAgain bc I know u will! Thk u 4 putting Americans 1st (Til hamingju stórkostlegi vinur & forseti Bandaríkjanna! @realDonaldTrump # Gerðu nú Ameríku stórkostlega aftur vegna þess að ég veit að þú munt gera það! Takk fyrir að setja Bandaríkjamenn í 1. sæti) Natalie Gulbis: Birti ofanbirta mynd af kosningasigri Trump … án orða…. Cristie Kerr: Cristie Kerr ✔@CKGolferChic Congratulations @realdonaldtrump #PRESIDENTTRUMP #makeamericagreatagain https://www.instagram.com/p/BMlNqHDAC-_/ Trevor Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 39 ára í dag. Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD). Hann var tvöfaldur klúbbmeistari árið 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi árið 2010; spilaði völlinn á -5 undir pari, 65 höggum. Lesa meira
Harrington gagnrýnir breytingatillögu Rory að Ryder Cup
Padraig Harrington uppástendur að keppnisréttur að Evróputúrnum eigi að gera að skilyrði fyrir að spila f.h. Evrópu í Ryder bikarnum og hefir sagt að hugmyndir í aðra átt s.s. hugmynd Rory McIlroy vera ekkert minna en „vitlausar.“ McIlroy sagði nú nýlega að í Ryder bikars lið Evrópu áttu að veljast „12 bestu kylfingar Evrópu sem spila ættu g. 12 bestu kylfingum Bandaríkjanna,“ og bætti við að „það ætti ekkert að hafa að gera með hver hefði keppnisrétt á hvaða mótaröð.“ Jafnvel þótt Harrington hafi ekki nefnt hinn 27 ára Rory með nafni þegar hann varði þá skoðun sína að allir í liði Evrópu yrðu að vera á Evróputúrnum, þá hefir Lesa meira
Úrtökumót f. Evróputúrinn: GR-ingarnir 4 komust ekki inn á lokaúrtökumótið
Íslensku kylfingarnir fjórir sem komust í gegnum 1. stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina hafa allir lokið keppni á 2. stig úrtökumótsins. Þeir kepptu á fjórum mismunandi keppnisvöllum á Spáni. Keppni á 2. stigi úrtökumótsins fór fram dagana 4.-7. nóvember. Andri Þór Björnsson, Þórður Rafn Gissurarson, Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson náðu ekki að komast í gegnum 2. stigið og hafa því lokið keppni á þessu tímabili á úrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Andri Þór Björnsson lék samtals á +5 (68-73-74-73) og endaði Andri Þór í 39.-43. sæti. Þetta er í fyrsta sinn sem Andri Þór leikur á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðinni. Lokastaðan hjá Andra: Andri Þór keppti á Las Colinas Lesa meira
Sergio Garcia segir ekki Darren Clarke að kenna að Evrópa tapaði í Rydernum
Sergio Garcia kom fram í viðtali við SKY þar sem hann sagði tap Evrópu í Rydernum ekki fyrirliðanum Darren Clarke að kenna. Tapið sé kylfingunum að kenna. Og tapið var fremur stórt 17-11. Sjálfur segist Garcia ekki vera farinn að hugsa um að gerast fyrirliði. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:
Ólafía Þórunn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun. Hún er komin til Indlands og tjáði sig m.a. um síðasta mót sitt í Abu Dhabi, þar sem hún var í forystu fyrstu tvo keppnisdagana en hafnaði síðan í 26. sæti. Ólafía Þórunn sagðist hafa verið meðvituð um að verið væri að fylgjast með henni hér heima á Íslandi. Margt fleira áhugavert og skemmtilegt kom fram í viðtalinu. Hlusta má á viðtalið með því að SMELLA HÉR:










