PGA: Chris Kirk efstur á OHL Classic – Hápunktar 1. dags
Það er bandaríski kylfingurinn Chris Kirk, sem er efstur eftir 1. hring OHL Classic, sem er mót vikunnar á PGA Tour. Kirk lék á 8 undir pari, 63 glæsihöggum! Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Kirk með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti eru kólombíanski kylfingurinn Camilo Villegas og bandarísku kylfingarnir Gary Woodland og grínistinn Ben Crane, sem allir léku á 7 undir pari, 64 höggum. Fimmta sætinu deila síðan 6 kylfingar, þ.á.m Webb Simpson, sem allir léku á 6 undir pari, 65 höggum. Spilað er á El Cameleon GC, á Playa del Carmen í Mayakoba, Mexikó. Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Evróputúrinn: Mangar hlaupa yfir flöt á 1. degi Nedbank Golf Challenge
Hópur manga hljóp yfir flöt í dag á Nedbank Golf Challenge á keppnisvelli Gary Player CC, í Sun City S-Afríku. Talið er að mangarnir hafi komið frá Pilanesberg Game Reserve, sem er þarna við hliðina á golfvellinum. Mangarnir virtu ekki viðlits tvo bolta sem voru á flöt …. þannig að leikur gat haldið áfram. Sjá má mangana hlaupa yfir flöt á 1. degi Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: Svipað atvik átti sér stað í París fyrr á árinu þegar stöðva þurfti leik á Euro 2016 final vegna mölflugnasvarms sem flaug yfir keppnisvöllinn og höfuðborg Frakklands. Ef leitað er uppi orðið „mangar“ á Wikipedia þá eru eftirfarandi útskýringar gefnar á Lesa meira
LPGA: Fylgist með Lorena Ochoa Inv. hér!
Í dag hefst í Mexikó hið árlega Lorena Ochoa Invitational. Gestgjafi mótsins er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, mexíkanski kylfingurinn Lorena Ochoa. Mótið stendur dagana 10.-13. nóvember 2016. Mótið er sterkt en meðal þátttakenda eru nokkrir af bestu og þekktustu kvenkylfingum heims. Fylgjast má með stöðunni með því að SMELLA HÉR:
Evróputúrinn: 3 efstir e. 1. dag Nedbank
Það eru 3 kylfingar sem eru efstir og jafnir eftir 1. keppnisdag Nedbank Golf Challenge, sem hófst í dag á Gary Player CC í Sun City, Suður-Afríku. Mótið er samstarfsverkefni Evróputúrsins og Sólskinstúrsins suður-afríska. Eftir 1. dag deila Felipe Aguilar frá Chile, Jeunghun Wang frá Suður-Kóreu og Englendingurinn Ross Fisher efsta sætinu. Þeir léku allir 1. hringinn á 4 undir pari, 68 höggum. Fast á hæla þeirra er hópur 7 kylfinga, sem allir eru 1 höggi á eftir, þ.á.m. Svíarnir Alex Noren og Henrik Stenson. Sjá má stöðuna eftir 1. dag Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ Lesa meira
Hugarþjálfun skiptir miklu máli
Hvers vegna lokar Jason Day augunum og dregur djúpt andann áður en hann slær? Þeir sem fylgst hafa Jason Day í sjónvarpinu á undanförnum misserum hafa eflaust tekið eftir þessu. Jason Day lokar alltaf augunum þegar hann stendur fyrir aftan boltann og undirbýr höggið. Það er góð ástæða fyrir því að Ástralinn gerir þetta og allir kylfingar ættu að prófa þetta. Jason Day er í efsta sæti heimslistans en hann hefur sigrað á þremur mótum á árinu 2016. Þegar Day er í ham og stígur á bensíngjöfina standast fáir honum snúning. Á PGA meistaramótinu var hann í sérflokki og sigraði með yfirburðum á 20 höggum undir pari vallar samtals. Það Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Andri Þór Björnsson – 10. nóvember 2016
Afmæliskylfingar dagsins er Andri Þór Björnsson. Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og á því 25 ára merkisafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og hefir nýlega reynt fyrir sér í úrtökumótum í Evrópu. Hann vann sér inn keppnisrétt á Nordic League og komst á 2. stigið á úrtökumót fyrir Evrópumótaröðinni, en féll því miður út í þessari fyrstu tilraun sinni. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Elsku Andri Þór Björnsson – 25 ára – Innilega til hamingju með aldarfjórðunginn!!! Lesa meira
Allenby segist næstum hafa hætt í golfi
Robert Allenby gaf nú nýlega viðtal þar sem hann m.a. kvartaði enn yfir röngum sögusögnum um sig og sagðist þúsund sinnum hafa hugsað um að hætta í golfi eftir atvikið fræga í Hawaii snemma árs 2015. Í janúar 2015 á Sony Open þá fór hinn 45 ára Ástrali (Robert Allenby) á bar og sagði ólyfjan hafa verið blandað í drykk sem hann fékk sér, sér hefði verið rænt af barnum í Honolulu og síðan hefði veski hans verið stolið af honum. Margir þ.á.m. fyrrum kylfuberi Allenby hafa hins vegar dregið frásögn hans í efa. Manni var varpað í fangelsi í 5 ár fyrir hlutdeild hans í afbrotinu og Allenby segir Lesa meira
Martin Kaymer vill erfiðari velli
Martin Kaymer telur að golfvellir PGA Tour og Evróputúrnum séu settir upp allt of auðvelt – en á sama tíma viðurkennir hann að hann hafi átt í vandræðum með stutta leikinn og það hafi komið í veg fyrir að hann sigri. Hinn 31 árs gamli Kaymer hefir átt stöðugt tímabil – hann hefir 8 sinnum verið meðal efstu 10 á Evróputúrnum en hefir ekki tekist að sigra frá því að hann halaði inn 2. risamótssigri sínum 2014 á Opna bandaríska. „Ég myndi elska það ef vellirnir væru erfiðari,“ sagði Kaymer. Fyrir Nedbank Golf Challenge, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og hófst í dag, sagði Kaymer – sem var ekkert sérstakur Lesa meira
Jordan Spieth ætlar að taka það rólega
Jordan Spieth mun ferðast minna á þessu keppnistímabili og hann segir að hann ætli að „taka það rólega“ þegar hann er í fríi. Hinn 23 ára Spieth átti fremur vonbrigðatímabil skv. þeim kröfum sem hann gerir til sjálfs sín – náði „bara“ að sigra tvisvar á PGA Tour á sl. keppistímabili og eftirminnilegast af árinu 2016 hjá honum er líklega þegar hann „gaf frá sér“ sigur á Masters risamótinu eftir að hafa verið með 5 högga forystu fyrir lokahringinn. Þetta virðist hafa setið í honum það sem eftir var ársins og kominn tími til að hann jafni sig. Jafnvel frammistaða hans í Rydernum – þar sem Bandríkin unnu – var Lesa meira
Ólafía Þórunn hefur leik í Indlandi á morgun!
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur leik á Hero Challenge atvinnumótinu á föstudaginn en mótið er hluti af LET Evrópumótaröð kvenna í golfi. Ólafía vakti mikla athygli í síðustu viku þegar hún var í efsta sæti þegar keppni var hálfnuð í Abu Dhabi en hún endaði í 26.-29. sæti á -7 samtals. Besti árangur Ólafíu er 16. sæti á sterkustu atvinnumótaröð kvenna í Evrópu á þessu tímabili. Nánari upplýsingar um mótið má nálgast með því að SMELLA HÉR: Ólafía Þórunn hefur leik kl. 11.40 að staðartíma á Indlandi eða 6.20 að morgni að íslenskum tíma. Staðartími í Dehli er 5 ½ klst. á undan staðartíma á Íslandi. Á öðrum kepnpisdegi af alls Lesa meira










