Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day og Tómas Ó. Malmberg – 12. nóvember 2016
Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Jason Day, sem er sem stendur nr. 1 á heimslistanum og Tómas Ó Malmberg. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og er því 29 ára í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 15 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 10 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru: Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007;PGA Tour: HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 9 mótin: 23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Lesa meira
Evróputúrinn: Jeunghun Wang á 64 og í forystu e. 3. hring Nedbank Challenge
Jeunghun Wang var á 64 glæsihöggum og er kominn með 3 högga forystu á næsta mann fyrir lokahringinn sem verður leikinn á Nedbank Golf Challenge mótinu í Gary Player GC í Sun City í Suður-Afríku. Hinn 21 árs Suður-Kóreubúi var á 8 undir pari, á hring þar sem hann fékk örn og 6 fugla. Uppáhald allra í Suður-Afríku, Louis Oosthuizen er sem stendur í 2. sæti eftir að hafa tapað tveimur höggum á síðustu tveimur holunum. Hinn enski Andy Sullivan var á 68 höggum á 3. hring og er í 3. sæti á samtals 7 undir pari, meðan forystumaðurinn í hálfleik Nedbank Golf Challenge, Alex Noren var á 75 höggum Lesa meira
Paige Spirnac sýnir takta á æfingasvæðinu – Myndskeið
Man einhver eftir Paige Spirnac? Hún vakti athygli á sér þegar henni var boðið að taka þátt í móti í fyrra í Dubaí á Evrópumótaröðinni … og sætti gagnrýni vegna þess að hún var þangað komin vegna fjölmargra aðdáenda á Twitter en minna fyrir kunnáttu sína í golfi. Sjá eina grein Golf 1 frá þessu atviki með því að SMELLA HÉR: En Paige einsetti sér að gerast atvinnumaður í golfi og verða meðal þeirra bestu. Hér má sjá nokkra takta hennar á æfingasvæðinu í grein Daily Mirror. SMELLIÐ HÉR:
PGA: Woodland efstur í hálfleik á OHL Classic
Það er Bandaríkjamaðurinn Gary Woodland, sem er efstur í hálfleik á móti vikunnar á PGA Tour, OHL Classic. Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Gary Woodland með því að SMELLA HÉR: Mótið fer fram á Playa del Carmen í Mayakoba, Mexíkó. Woodland er búinn að spila á samtals 13 undir pari 129 höggum (64 69). Í 2. sæti er Webb Simpson aðeins 1 höggi á eftir og í 3. sæti Scott Piercy enn öðru höggi á eftir á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á OHL Classic SMELLIÐ HÉR:
LET: Munaði 1 höggi að Ólafía kæmist g. niðurskurð á Indlandi
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, komst ekki í gegnum niðurskurð á Hero Women´s Indian Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET = Ladies European Tour). Ólafía lék samtals á 11 yfir pari, 155 höggum (76 79) og munaði 1 höggi að hún næði niðurskurði, sem miðaður var við 10 yfir pari eða betra. Á hringnum í dag fékk Ólafía 3 skramba (m.a.s. fjórfaldan skolla á dýrkeyptri par-5 4. holunni), 1 skolla og tók ósköpin tilbaka með 2 fuglum en það dugði ekki; hún lék á 7 yfir pari. Það er heimakonan Aditi Ashok sem leiðir mótið á samtals 3 undir pari, þannig að lítið er um lág skor. Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Unnarsson – 11. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Unnarsson. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og er því 49 ára! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Nfih Nemendur (88 ára); Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (65 ára); Gunnar Ringsted, 11. nóvember 1953 (63 ára); Ólöf Baldursdóttir, GK, 11. nóvember 1967 (49 ára); Halla Bjarnadóttir, 11. nóvember 1967 (49 ára); Margrét Gauja Magnúsdóttir, 11. nóvember 1976 (40 ára STÓRAFMÆLI) Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (39 ára); Örvar Gunnarsson, 11. nóvember Lesa meira
Obama myndi ekki vera í draumaholli Michael Jordan
Michael Jordan var ekkert að spara stóru orðin þegar hann var spurður um það í viðtali fyrir 2 árum hverjir myndu vera í draumaholli hans, með honum. Jordan nefndi fyrst Arnold Palmer. Síðan sagði Jordan, Barack Obama, en tók það síðan aftur og sagði Obama vera kylfing sem „hyggi í viðinn“ (þýðing á enska orðinu „hacker“ sem er orðið sem Jordan viðhafði og er almennt notað um lélega kylfinga.) Reyndar sagði Jordan orðrétt: “I’ve never played with Obama, but I would. „But no, that’s OK, I’d take him out. He’s a hack and I’d be all day playing with him … I never said he wasn’t a great politician, I’m just saying Lesa meira
LET: Ólafía Þórunn á 4 yfir pari e. 1. dag í Delhi
Ólafía „okkar“ Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR tekur þátt í LET móti vikunnar, Hero Women´s Indian Open, en spilað er á DLF G&C, í Delhi, höfuðborg Indlands. Ólafía lék 1. hringinn á 4 yfir pari vallar, 76 höggum. Ólafía er í 42. sæti af 113 þátttakendum. Fjórar eru sem stendur í forystu á 2 undir pari, 70 höggum: Ursula Wikström frá Svíþjóð; Anne-Lise Caudal frá Frakklandi; Florentyna Parker frá Englandi og Christine Wolf frá Austurríki. Sjá má stöðuna á Hero Women´s Indian Open e. 1. dag með því að SMELLA HÉR:
PGA: Hoffman lætur reiðina bitna á farsímum
Einn PGA Tour kylfingurinn var virkilega reiður á 1. hring OHL Classic á Mayakoba, þar sem var Charley Hoffman. Hann var á parinu og er T-70, 8 höggum á eftir forystumanninum, Chris Kirk. Í reiði sinni sló hann í golfpoka sinn …. þ.e.a.s. áður en rann upp fyrir honum að farsímar hans og kylfusveins hans voru í pokanum. Og eitthvað varð undan að láta, báðir símarnir skemmdust í geðluðrukasti Hoffman. „Ég braut loksins eitthvað á þessu ári!“ skrifaði Hoffman síðan á einum félagsmiðlanna (Instagram). „…. og það var ekki par! Úps.“ Sem betur fer sá hann fyndnu hliðina á öllu saman, en ekki er víst að kylfusveini hans hafi fundist Lesa meira
LPGA: Ciganda og Smith deila forystu e. 1. dag Lorenu Ochoa Inv.
Það eru tveir kylfingar sem deila efsta sætinu eftir 1. keppnisdag Lorena Ochoa Invitational; Solheim Cup kylfingurinn spænski Carlota Ciganda og ástralski kylfingurinn Sarah Jane Smith. Báðar léku þær 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. Þriðja sætinu deila 3 kylfingar annar Solheim Cup kylfingur úr evrópska liðinu, Karine Icher, heimakonan Maria Fassi, og Chella Choi frá S-Kóreu. Þær þrjár eru 2 höggum á eftir forystukonunum á 3 undir pari, 69 höggum. Keppendur á þessu boðsmóti, sem er orðinn árviss atburður á LPGA mótaröðinni eru 35. Sjá má stöðuna á Lorena Ocha Invitational eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:










