Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 06:00

Hver er kylfingurinn: Pat Perez?

Pat Perez sigraði nú í fyrsta sinn frá árinu 2009 á PGA Tour, þ.e. á móti vikunnar OHL Classic, sem fram fór í Mayakoba í Mexíkó. Pat Perez er fæddur í Phoenix, Arizona, 1. mars 1976 og er því 40 ára.  Perez er af mexíkönskum ættum og var því hálfpartinn á heimavelli á Mayakoba, þar sem hann vann fyrsta titil sinn í 7 ár. Þetta er 2. sigur hans á PGA Tour, en fyrri sigur hans kom 2009 á the Bob Hope Classic. Hann hefir tvívegis verið í 2. sæti á PGA Tour mótum. Besti árangur Perez á heimslistanum var 49. sætið árið 2009. Þann 22. janúar 2009 lauk Perez fyrstu 36 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2016 | 00:01

LPGA: Ciganda sigraði á Lorenu Ochoa Inv.

Það var evrópski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda frá Spáni, sem sigraði á Lorenu Ochoa Invitational. Ciganda lék á samtals 13 undir pari, 275 höggum (67 72 68 68). Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Carlotu Ciganda með því að SMELLA HÉR:  5 kylfingar deildu síðan 2. sætinu, allar á 11 undir pari, hver þ.e. Jodi Ewart Shadoff, Austin Ernst, Angela Stanford, Karine Icher og Sarah Jane Smith. Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 22:00

Hvað var í sigurpoka Norén?

Alex Norén er mikill Callaway maður. Það er allt Callaway í pokanum hjá honum frá dræver til boltans. Og það virðist vera að skila Norén árangri, en hann hefir sigrað í 4 eftirfarandi mótum á Evrópumótaröðinni á árinu: 10. júlí 2016 Aberdeen Asset Management Scottish Open −14 (70-66-68-70=274) átti 1 högg á Tyrrell Hatton f. Englandi 4. september 2016 Omega European Masters (2) −17 (69-63-66-65=263) eftir bráðabana v/Scott Hend f. Ástralíu 16. október 2016 British Masters −18 (67-65-65-69=266) átti 2 högg á Bernd Wiesberger f. Austurríki 13. nóvember 2016 Nedbank Golf Challenge −14 (69-67-75-63=274) átti 6 högg á Wang Jeung-hun frá S-Kóreu Eftirfarandi verkfæri voru í sigurpoka Norén á Nedbank Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 21:30

Hvað var í sigurpoka Perez?

Pat Perez var nú í þessu að vinna sigur á OHL Classic, móti vikunnar á PGA mótaröðinni. Alltaf forvitnilegt að skoða í pokann hjá sigurvegurunum og  poki Perez vekur athygli fyrir hversu blandaður hann var, þ.e. bæði Callaway og TaylorMade kylfur, allt eftir hvað Perez finnst best að nota. Eftirfarandi verkfæri voru í poka Perez: Dræver: TaylorMade M2 (Mitsubishi Tensei Pro White 70 TX), 9.5° 3-tré: TaylorMade M2, 15° Blendingur: Callaway Big Bertha Alpha 815, 18° Járn (3-4): PXG 0311XF; (5-9): PXG 0311; (PW): Callaway MD3 Milled Fleygjárn: Callaway MD3 Milled (52°); Callaway Mack Daddy PM Grind Pútter: Odyssey Versa Jailbird Bolti: Titleist Pro V1

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 21:00

PGA: Perez sigurvegari OHL Classic

Það var Pat Perez sem sigraði á OHL Classic. Perez spilaði á samtals 21 undir pari, 263 höggum (68 66 62 67). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Perez eða á samtals 19 undir pari varð Gary Woodland og í 3. sæti Skotinn Russell Knox á samtals 18 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. hrings OHL Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 17:30

Evróputúrinn: Alex Norén sigraði á Nedbank mótinu

Það var sænski kylfingurinn Alex Norén sem sigraði á Nedbank Golf Challenge, sem fram fór á Gary Player GC í Sun City, S-Afríku. Norén lék á samtals 14 undir pari, 274 höggum (69 67 75 63). Hann átti heil 6 högg á næsta mann, Jeunghun Wang frá S-Kóreu, þannig að sigur Noren var sannfærandi. Í 3. sæti urðu Spánverjinn Alejandro Cañizares, Victor Dubuisson frá Frakklandi, Ricardo Gouveia frá Portúgal, Branden Grace frá S-Afríku og Andy Sullivan frá Englandi allir á 7 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Nedbank SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahrings Nedbank SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Baldvin Þór Sigurbjörnsson – 13. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Baldvin Þór Sigurbjörnsson. Hann er fæddur 13. nóvember 1986 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!! Baldvin Þór er í Golfklúbbi Vestmannaeyja. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Baldvin Þór Sigurbjörnsson (30 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (73 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (63 ára) Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (62 ára) Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (57 ára); Rögnvaldur A Sigurðsson, 13 nóvember 1965 (51 árs); Arnþór Örlygsson, 13. nóvember 1970 (46 ára); Rafn Stefán Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 12:00

LET: Aditi skrifaði sig í golfsögubækurnar – sigraði á Hero Women´s India Open

Aditi Ashok skrifaði sig í golfsögubækurnar þegar hún varð fyrsti kylfingurinn frá Indlandi til þess að sigra á móti á Evrópumótaröðinni í morgun. Ashok spilaði á samtals 3 undir pari, 213 höggum (72 69 72). Þetta var mótið sem Ólafía okkar Þórunn Kristinsdóttir, GR, tók þátt í og komst ekki í gegnum niðurskurð, en aðeins munaði 1 höggi. Bandaríski kylfingurinn Brittany Lincicome og spænski kylfingurinn Belen Mozo deildu 2. sætinu á 2 undir pari, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á Hero Women´s India Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 10:00

GSÍ: Formannafundur hófst á Selfossi 13/11 2016

Formannafundur GSÍ hófst í morgun en fundurinn fer fram á Hótel Selfossi. Um 65 fundargestir eru mættir og þar verður farið yfir ýmis mál. Árskýrsla GSÍ fyrir árið 2016 var lögð fram á fundinum. Sjá má skýrsluna með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2016 | 08:00

LPGA: Austin Ernst efst e. 3. dag Lorenu Ochoa Inv.

Það er bandaríski kylfingurinn Austin Ernst  sem er efst eftir 3. keppnisdag í Mexíkó á Lorena Ochoa Invitational. Ernst hefir leikið á 10 undir pari, 206 höggum (72 67 67). Austin Ernst er ekki meðal þekktustu kylfinga, en hér má sjá eldri kynningu Golf 1 á henni með því að  SMELLA HÉR:  Carlota Ciganda og Sarah Jane Smith deila 2. sætinu sem stendur báðar á 9 undir pari, hvor. Í 4. sæti eru síðan 3 kylfingar, allir á samtals 8 undir pari: Angela Stanford frá Bandaríkjunum, Mi Jung Hur frá S- Kóreu og Solheim Cup kylfingurinn franski, Karine Icher. Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: