Golfvellir í Þýskalandi: Mittelrheinischer Golfclub Bad Ems (12/18)
Það er 8. brautin sem verður mörgum eftirminnileg sem spila Bad Ems völlinn en hún er par-5, 450 metra löng. Þetta er braut fyrir högglanga. Upphafshöggið verður að vera nógu langt til þess að leggja þægilega upp fyrir 2. höggið, sem verður að drífa yfir tjörn sem þarna er. Síðan eru tveir bönkerar, bæði hægra og vinstra megin, sem vakta flötina og eiginlega ómögulegt annað en að lenda í öðrum hvorum þeirra, ætli maður örugglega yfir. Þetta er aðeins ein af 18 þrælskemmtilegum brautum í Bad Ems, sem án efa er með albestu, a.m.k. fallegustu golfvöllum Þýskalands. Hann var byggður árið 1928 og fagnar því 100 ára afmæli eftir 2 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Nicholas Colsaerts – 14. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts. Nicolas fæddist 14. nóvember 1982 og er því 34 ára í dag Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Petrea Jónsdóttir, 14. nóvember 1949 (67 ára); Ágústa Hansdóttir (58 ára); Orense Golf Madrid (57 ára); Jacob Thor Haraldsson (54 ára); André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (53 ára); Bent Larsen Fróðason (39 ára); Haeji Kang, 14. nóvember 1990 (26 ára) ….. og …… Lára Halla Snæfells Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga Lesa meira
Stjörnukylfingar og stjörnumerkin
Það er alltaf spurning hvort bestu kylfingarnir séu fæddir undir einhverri sérstakri golfstjörnu – þ.e.a.s. hvort eitthvað stjörnumerki ber af hvað varðar snillinga innan golfíþróttarinnar. Stjörnumerkin eru 12 og hér að neðan fer listi yfir fræga kylfinga innan hvers merkis. Kylfingarnir voru valdir þannig að teknir voru 20 efstu á heimslistum karla og kvenna og bætt við helstu golfgoðsögnum og völdum íslenskum kylfingum. Þannig að þið getið athugað hvaða afrekskylfingi þið líkist eða í hvaða stjörnumerki flestir þungvigtarmenn golfíþróttarinnar eru. Hér fer listinn: Hrútur: Seve Ballesteros, 9. apríl 1957 – d. 7. maí 2011; Henrik Stenson: 5. apríl 1976 (40 ára); Suzann Pettersen, 7. apríl 1981 (35 ára); Gerina Piller, 29. Lesa meira
Myndir af Hillary og Trump í golfi
Tja nú er forsetakosningaslagurinn í Bandaríkjunum liðinn hjá …. og a.m.k. hluti heimsbyggðarinnar í sjokki yfir niðurstöðum kosninganna. Hræddir yfir að yfir vofi nýir tímar einangrunarstefnu Bandaríkjanna; þar sem áherslan verði á „heimska, hvíta karlmenn“ og allir aðrir látnir sitja hjá. Fyrirsögn greinarinnar er „Myndir af Hillary (Clinton) og (Donald) Trump í golfi.“ Hún var aldrei á þá leið að þau hefðu farið saman í golf …. enda væntanlega langt því frá að það gerist. Hins vegar eru bæði miklir aðdáendur golfíþróttarinnar, þannig að jafnvel þó Hillary hefði verið valinn forseti þá hefðu Bandaríkjamenn ekki aðeins skrifað sögu með því að eignast fyrsta kvenforsetann heldur líka kvenforseta, sem er aldeilis Lesa meira
Peter Senior hættur í golfi
Aðeins 12 mánuðum eftir frábæran sigur á Australian Masters, segist Peter Senior, 57 ára, hættur í golfi. Senior lítur fremur ellilega út en hann er í raun á besta aldri fæddur 31. júlí 1959. Hann segist varla lengur „geta stungið tíi í jörðina“ sökum krónískra meiðsla þannig að ástralska þrennan, sem hefst nú í vikunni verður að hans sögn hans síðasta. „Ég get bara ekki afborið meiðslin lengur. Ég mun spila í nokkrum öldungamótum, en hvað annað keppnisgolf áhrærir þá held ég að þetta séu bara lokin. Það eru bara meiðslin sem hafa haft betur. Ég hef verið meiddur alla ævi og s.l. tvö ár hefir allt verið að mér.“ Lesa meira
Champions Tour: Langer tók Schwab Cup 3. árið í röð
Þýski kylfingurinn Bernhard Langer varð nú um helgina stigameistari á öldungamótaröð PGA Tour eða Champions Tour eins og mótaröðin er kölluð. Þetta er 3. árið í röð sem Langer hlotnast stigameistaratitill öldungamótaraðarinnar. Fyrir það hlýtur hann Schwab bikarinn svonefnda, The Schwab Cup. Hér má sjá viðtal við Langer eftir að hafa unnið Schwab Cup og orðið þrefaldur stigameistari SMELLIÐ HÉR: Lokamót öldungamótaraðarinnar ber einnig nafn Schwab, en þar sigraði hins vegar gamla brýnið Paul Goydos á samtals 15 undir pari, meðan Langer dugði 2. sætið þar, sem hann tók á 13 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Charles Schwab Cup Championship með því að SMELLA HÉR:
Bróðir Spieth í fyrirsögnum fyrir að setja bolta í „holu“
Jordan Spieth þarf að fara að taka sig á því fyrirrsagnir íþróttamiðla eru ekki um hann heldur bróður hans, vegna þess að hann náði að setja boltann niður af 15 feta (5 metra) færi. Steven Spieth, bróðir Jordan er 1,95 m hár efstubekkingur í Brown University, og hann náði að setja niður 19 af 22 fríköstum, í besta leik sínum á 4 ára ferli með körfuboltaliði háskólans, the Bears, sem unnu 88-79 gegn Niagara í Providence, R.I., í gær. Spieth skoraði 27 stig fyrir lið sitt sem er það hæsta á ferlinum, tók 10 fráköst og aðstoðaði 9 sinnum, en hann leiddi Brown í öllum flokkum. Hæsti stigafjöldi Steven Spieth Lesa meira
Heimslistinn: Alex Norén kominn upp í 9. sætið!!!
Sænski kylfingurinn Alex Norén fór upp um 8 sæti eða úr 17. sæti heimslistans, sem hann var í, í síðustu viku og upp í topp-10 heimslistans eða nánar tilgreint í 9. sæti, eftir glæsilegan sigur á Nedbank Golf Challenge, sem er 4. sigur hans í ár!!! Þetta er í fyrsta skiptið sem Norén á fer á topp-10 á heimslistanum og í fyrsta skipti sem tveir sænskir kylfingar eru á sama tíma á topp-10 heimslistans!!! Litlar breytingar eru að öðru leyti meðal efstu manna á topp-10; það er fyrst í 6. sætinu; þar hefir Adam Scott sætaskipti við Hideki Matsuyama; fer úr 6. niður í það 7. og Hideki að sama Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Alexander Norén?
Sænski kylfingurinn Alexander Norén sigraði í 4. móti sínu á árinu á Gary Player GC í Sun City, S-Afríku, nú í gær, sunnudaginn 13. nóvember 2016. Hver er þessi magnaði sænski kylfingur, Alexander Norén, eða Alex eins og hann er alltaf kallaður? Alexander Norén fæddist í Stokkhólmi 12. júlí 1982 og er því 34 ára. Hann byrjaði að spila í Haninge golfklúbbnum og var síðan í Oklahoma State University í bandaríska háskólagolfinu áður en hann gerðist atvinnumaður árið 2005. Norén hóf síðan ferilinn á Áskorendamótaröð Evrópu (Challenge Tour) með því að komast á lokaúrtökumót Evrópumótarðarinnar 2005. Á nýliðaári sínu sigraði hann Rolex Trophy og lauk árinu í 3. sæti á Lesa meira
Dawn Coe-Jones látin 56 ára
Dawn Coe-Jones, sem er í kanadísku frægðarhöll kylfinga og sigraði þrívegis á LPGA Tour, dó s.l. laugardag 12. nóvember 2016 eftir 8 mánaða baráttu við krabbamein. Coe-Jones var 56 ára, fædd 19. október 1960 í Campbell River, BC, Kanada. Dawn Coe Jones lést á spítala nálægt heimili sínu í Tampa. Hún greindist með beinkrabba á þessu ári. Kanadíski kylfingurinn Gail Graham sagði eftirfarandi um löndu sína og fyrrum félaga á LPGA: „Dawn var frábær keppnismanneskja og fyrirmynd í yfir 25 ár á LPGA Tour.“ Annar kylfingur í frægðarhöll kanadískra kylfinga, Sandra Post sagði eftirfarandi um Dawn Coe-Jones: „Ánægja hennar og jákvæðni gagnvart lífinu verður nokkuð sem allir sakna sem þekktu Lesa meira










