Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 37 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 13:20

GSÍ: Drög að mótaskrá 2017

Spurningin er alltaf hvar golfmót GSÍ verða og þá auðvitað þau sem eru á næsta ári, árinu 2017? Drög að mótaskrá GSÍ fyrir keppnistímabilið 2017 voru lögð fram á fundi með formönnum um s.l. helgi á Selfossi. Hér fyrir neðan má sjá drögin. Vakin er athygli á því að mótaskráin er enn í vinnslu og er þetta birt með fyrirvara um breytingar. Drög að mótaskrá GSÍ móta fyrir árið 2017 má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 13:15

GA: Mummi Lár „sjálfboðaliði ársins“

Guðmundur E. Lárusson, félagi í Golfklúbbi Akureyrar, fékk viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins á formannafundi GSÍ sem fram fór á Selfossi 12. nóvember s.l. Guðmundur er betur þekktur sem Mummi Lár á Akureyri og var hann mjög virkur í sjálfboðaliðastarfinu sem unnið var í aðdraganda Íslandsmótsins í golfi sem fram fór með glæsibrag á Jaðarsvelli sumarið 2016. Í umsögn um sjálfboðaliða ársins segir m.a.: Í gegnum árin hefur ávallt verið mikið og öflugt sjálfboðaliðastarf unnið hjá Golklúbbi Akureyrar og er það klúbbnum virkilega mikils virði. Árið í ár hefur verið sérstaklega viðburðarríkt hjá GA, golfskálinn á Jaðri var tekinn í gegn að innan auk þess sem Klappir, nýtt og glæsilegt æfingasvæði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 13:00

Var golfið leynivopn Trump?

Í The Guardian birtist grein Will Buckley sem ber heitið „Was golf Trump´s secret weapon?“ eða „Var golfið leynivopn Trump.“ Þar segir hann m.a gullnu regluna vera þá að í öllum forsetakosningum í Bandaríkjunum muni kylfingurinn hafa betur en sá sem ekki spilar golf eða spilar lítið golf. Aðeins tvö frávik eru í þeim 18 forsetakosningum sem fram hafa farið frá 2. heimsstyrjöldinni; annað er þegar Harry S Truman (sem ekki var kylfingur) hafði betur gegn Thomas Dewey (sem var félagi í Augusta og klæddi Jack Nicklaus í græna jakkann) og þegar Jimmy Carter (sem ekki var kylfingur) hafði betur gegn Gerald Ford (sem andstætt sögusögnum gat bæði spilað golf og tuggið tyggigúmmí á sama tíma). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 12:30

Heimslistinn: Matsuyama sigraði á móti í Japan – komst í 6. sæti heimslistans v/það!

Japanski kylfingurinn Hideki Matsuyama hafði sætaskipti við sjálfan Adam Scott á heimslistanum í þessari viku; fór úr 7. sæti heimslistans upp í 6. sætið. Ástæða þess er að hann sigraði á móti í heimalandinu, sem ber heitið Mitsui Sumitomo Visa Taiheiyo Masters, en það mót er á Japan Golf Tour. Mótið fór fram í Taieheiyo golfklúbbnum í Shizuoka, Japan. Hideki átti frábæran opnunarhring upp á 65 högg og hinir hringir hans voru litlu eða engu síðri; hann sigraði á samtals 23 undir pari, 265 höggum (65 66 65 69). Hann vann mótið með 6 högga mun á næsta mann, Y.H. Song frá S-Kóreu – og færðist þ.a.l. upp um 1 sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 11:00

GR: Aðalfundur 6. des n.k. í Golfskálanum Grafarholti kl. 20:00

Aðalfundur Golfklúbbs Reykjavíkur 2016 verður haldinn þriðjudaginn 6. desember kl. 20:00. Fundarstaður: Golfskálinn Grafarholti Dagskrá: Í upphafi aðalfundar skal kjósa sérstakan fundarstjóra og ritara eftir tilnefningu. 1. Skýrsla formanns. 2. Kynning á endurskoðuðum ársreikningi félagsins. 3. Umræður um skýrslu formanns og ársreikning sem síðan skal borinn upp til samþykktar. 4. Umræður og atkvæðagreiðsla framkominna tillagna um lagabreytingar ef einhverjar eru. 5. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga. 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár. 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn. 8. Kosning tveggja endurskoðenda og eins til vara. 9. Önnur málefni ef einhver eru. Virðingarfyllst, Stjórn GR

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 10:40

Bandaríska háskólagolfið: Viðtal Úlfars Jónsson v/Egil Ragnar Gunnarsson

Á heimasíðu GKG – sjá með því að SMELLA HÉR:  má lesa skemmtilegt viðtal Úlfars Jónssonar, landsliðsþjálfara við Egil Ragnar Gunnarsson, sem hér fylgir að neðan: Egill Ragnar Gunnarsson tryggði sér landsliðssæti fyrr í sumar og lék á EM í Luxemborg með karlaliðinu. Í haust hóf hann nám við Georgia State University á golf skólastyrk. Nafn: Egill Ragnar Gunnarsson Fæddur: 1996 Meðlimur í GKG síðan 2006 Forgjöf í dag: +0,1 Skóli: Georgia State University, Atlanta Georgia. Heimasíða golfliðsins Upplýsingar um mótaskrá og árangur golflið Georgia State University Egill Ragnar er fyrsti Íslendingurinn til að leika með golfliði skólans. 1. Hvernig kom það til að þú fórst í þennan skóla? Þegar ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 10:15

GSÍ: Úr skýrslu stjórnar 2016: „Eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma!“

Á formannafundi sem haldinn var 13/11 2016 s.l. helgi var m.a. lögð fram skýrsla stjórnar GSÍ. Þar sagði m.a. að árið í ár, sem nú er að líða undir lok, 2016, sé eitt besta ár golfhreyfingarinnar í langan tíma. Hér er gripið niður í skýrsluna: „Eftir stöðnun í fjölgun kylfinga undanfarin tvö ár, er íslenskum kylfingum aftur farið að fjölga og nemur fjölgunin 2%. Í dag eru skráðir kylfingar 16.823 talsins og hafa þeir aldrei verið fleiri. Til samanburðar eru skráðir iðkendur innan knattspyrnuhreyfingarinnar 22.000 talsins. En þrátt fyrir fjölgun þá eru engu að síður hættumerki á lofti. Þótt kylfingum yfir 50 ára hafi fjölgað um 13% þá fækkaði kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 10:00

Þið trúið ekki hvað Augusta National borgaði plötubúð f. að flytja úr nágreninu

Augusta National golfklúbburinn er sá golfklúbbur, sem þeir, sem listaðir eru í FORTUNE 500, eru meðlimir í. M.ö.o. ríkustu menn og (nú nýverið (tvær) )ríkustu konur heims eru meðlimir. Í nágrenni við golfvöll Augusta National hefir plötuverslunin Jay’s Music Center verið í um 25 ár. Klúbburinn gegnum  Berckman Residential Properties LLC hefir nú keypt plötuverslunina fyrir litlar $ 5,35 milljónir (604,55 milljónir íslenskra króna) eða fyrir yfir hálfan milljarð íslenskra króna sem er 8 sinnum virði eigna þarna um slóðir. Sagt er að golfklúbburinn hafi fest kaup á plötuversluninni til þess að búa til fleiri bílastæði fyrir þá sem koma til að fylgjast með The Masters risamótinu og sagði Dough Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2016 | 08:00

DJ og Paulina búa til myndskeið v/lag Iggy – Fancy

Nr. 3 á heimslistanum, Dustin Johnson og barnsmóðir hans, Paulina Gretzky bjuggu til myndskeið við lag Iggy Azalea, Fancy. Í myndskeiðinu má einnig sjá Gangnam Style gaurinn, Psy frá S-Kóreu. Þau dansa við lagið enda öll mjög „fancy“ frá LA til Tokyo, eins og fram kemur í texta lagsins. Paulina birti myndskeiðið síðan á Instagram. Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR: