Ólafía í áhugaverðu viðtali í Globalgolfpost
Árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur á LET Evrópumótaröðinni og þá sérstaklega á fyrstu tveimur keppnisdögunum í Abu Dhabi nýverið hefur svo sannarlega vakið athygli. GR-ingurinn er í ítarlegu viðtali við rafrænu útgáfuna á Globalgolfpost þar sem rætt er við íslenska kylfinginn um ýmsa hluti. Viðtalið má lesa með því að SMELLA HÉR: Globalgolfpost er gefið út 50 sinnum á ári og kemur út í rafrænni útgáfu og er útgáfan ókeypis. Kuldin á Íslandi og hitinn í Abu Dhabi, andstæður, Hinrik Hilmarsson heitinn dómari, inniaðstaða, Básar, árangur íslenska landsliðsins í knattspyrnu, sumarsólstöður á Íslandi, Wake Forest háskólinn í Bandaríkjunum og Arnold Palmer eru umfjöllunarefni í þessari grein um Ólafíu. Hún segir m.a. Lesa meira
Westy reiður Wood f. að velja Sullivan í staðinn f. sig í heimsbikarslið Englands!
Lee Westwood (Westy) er fjúkandi reiður út í félaga sinn í Ryder bikarnum, Chris Wood (Woody), fyrir að hann valdi hann ekki sem spilafélaga í heimsbikarnum … eftir að Westy var búinn að bóka flug til Melbourne í Ástralíu þar sem heimsbikarinn fer fram. Það eru Chris Wood og Andy Sullivan (Sully) sem munu vera fulltrúar Englands í heimsbikarnum. Upphaflega átti Danny Willett að spila í heimsbikarnum og hann valdi Westy sem spilafélaga sinn. En Willett dró sig úr mótinu og sá næsti inn var Chris Wood og nú var undir honum komið að velja með hverjum hann vildi spila…. og Woody eins og hann er oft kallaður valdi Sully Lesa meira
Evróputúrinn: Fylgist með DP World Tour Championship hér!
Mót vikunnar á Evróputúrnum er DP World Tour Championship. Spilað er á keppnisvelli Jumeirah Golf Estates í Dubaí. Bestu kylfingar Evróputúrsins taka þátt, því verðlaunafé er með því hæsta sem gerist á mótaröðinni. Meðal þeirra eru Rory McIlroy, sem virðist fara fremur illa af stað, Henrik Stenson, Sergio Garcia, Louis Oosthuizen o.fl o.fl. Snemma dags eru þeir Nicolas Colsaerts frá Belgíu og Julien Quesne frá Frakklandi í forystu á 5 undir pari, 67 höggum. Fylgjast má með á skortöflu á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GA 2014 Ævarr Freyr Birgisson. Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og á því 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ævarr Freyr Birgisson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (84 ára) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: );Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (58 ára); Dagbjört Kristín Bárðardóttir, 16. nóvember 1975 (41 árs) Ingi Lesa meira
Tiger tekur framförum
Þeim sem er efst í huga að Tiger hætti við „comeback-ið“ á Safeway Open, sem beðið var og hefir verið beðið eftir með nokkurri eftirvæntingu fyrirgefst ef augun hverfast eða ef geispað er svona í morgunsárið af þreytu yfir einhverju svo margtuggnu, sem síðan aldrei rætist. Eða hvað? Er Tiger að koma aftur? Ef eitthvað er mark takandi á Mark Steinberg, umboðsmanni Tigers, þá er Tiger tilbúinn í slaginn. Skv. ESPN þá er haft eftir Steinberg að Tiger sé „svolítið meira á eftir hlutunum, hann sé stöðungt að vinna að þessu takmarki (þ.e. endurkomunni) og sé spenntur að vera þarna úti og keppa, sjá strákana og vera í búningsherberginu í Lesa meira
Naumt tap 2013 á Opna ástralska situr enn í Adam Scott
Adam Scott segir að skolli hans á síðustu holu Emirates Australian Open 2013 sem hann tapaði mótið með, sitji enn í honum. Scott var að reyna að sigra í öllum mótum „áströlsku þrennunnar“ Opna ástralska, ástralska PGA og ástralska Masters, en það fór forgörðum þarna á síðustu holunni. Scott var búinn að vera í forystu allt mótið eftir eftirminnilegan opnunarhring upp á 62 högg, en Rory sigraði hann á síðustu holu. „Mig langar til að sigra hér á Royal Sydney eftir hvað gerðist hér fyrir nokkrum árum,“ sagði Scott m.a. í viðtalinu. Sjá viðtalið í heild með því að SMELLA HÉR: FRAMMISTAÐA ADAM SCOTT Á OPNA ÁSTRALSKA UNDANFARIN ÁR: 2015: Lesa meira
GSÍ: Meðalaldur kylfinga á Íslandi um 50 ár og 70% með forgjöf hærri en 18,5
Skv. ársskýrslu stjórnar GSÍ er fjöldi kylfinga í klúbbum er tæplega 17.000, en samkvæmt skoðannakönnun er áætlað að 58.000 Íslendingar slái golfbolta á ári hverju. Karlkylfingar eru 69% af heildinni þar sem meðalaldur er 47 ár og meðalforgjöf 24.4. Kvenkylfingar eru 31% af heildinni þar sem meðalaldur er 52 árog meðalforgjöf 34.5 70% allra kylfinga á landinu er með forgjöf 18.5 eða hærri. Börn og unglingar 18 ára og yngri eru 13% af heildinni Um 1.550 golfmót eru haldin af 62 golfklúbbbum á landinu á hverju ári.
GSÍ: Ísland hefir aldrei átt fleiri afrekskylfinga!
Í skýrslu stjórnar GSÍ, sem var lögð fram á formannsfundi sem fram fór 12.-13. nóvember s.l. á Selfossi kom m.a. eftirfarandi fram: Íslendingar hafa aldrei átt betri eða fleiri afrekskylfinga en nú og það er bjart framundan í íslensku afreksgolfi. Golfsambandið stóð fyrir og styrkti að þessu sinni 93 kylfinga til keppni í alþjóðlegum mótum, samanborið við 118 árið 2015. Árið 2014 voru ferðirnar 86 talsins. Til einföldunar og skýringar má segja að afrekskylfingar hafi farið í 93 keppnisferðir erlendis. Árangur keppenda var góður, sérstaklega í einstaklingsmótum. Vísast til skýrslu landsliðsþjálfara um árangur okkar landsliðsfólks og atvinnukylfinga á árinu. Þó ber sérstaklega að nefna frábæran árangur Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur, sem Lesa meira
13 ógleymanleg, dramatísk augnablik úr risamótunum 2016
Hér á eftir fara 13 minnisstæð atvik úr risamótunum 4, sem fram fóru 2016; the Masters, Opna bandaríska, Opna breska og PGA Championship. MASTERS 1 Í ár var sérstakt hversu margir ásar komu í par-3 keppninni og það á öllum 9 brautunum. Þeir sem náðu draumahögginu þar voru: Justin Thomas, Rickie Fowler, Gary Player, Smylie Kaufman, Webb Simpson, Jimmy Walker, Zach Johnson, David Lingmerth og Andy Sullivan og síðan komu 3 aðrir ásar á sunnudeginum, sá flottasti og eftirminnilegasti e.t.v. ás Louis Oosthuizen á 16. þegar bolti hans spannnst og fór síðan í bolta J.B. Holmes og þaðan ofan í holu. Sjá með því að SMELLA HÉR: 2 Ernie Els’ var með nokkuð sem hann Lesa meira
Rory vill verða nr. 1 aftur … á heimslistanum – Myndskeið
Rory McIlroy segir í nýlegu viðtali við SKY Sport að líkurnar á að hann verði efstur í Race to Dubai séu hverfandi ef nokkrar í ár. Hann segist jafnframt hafa meiri áhuga á að ljúka árinu nr. 1 … á heimslistanum. Það væri huggulegur endir á árinu áður en farið sé í stutt jólafrí. Þetta þýðir að Rory mun leggja allt kapp á að ná sigri í Dubai þó stigameistaratitill Evrópumótaraðarinnar falli honum ekki í skaut að þessu sinni. Hér má sjá viðtal SKY Sport við Rory SMELLIÐ HÉR:










