LPGA: Lydia Ko á 62 og efst e. 2. dag CME mótsins
Það er kylfingur nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko, sem er efst á móti vikunnar á LPGA, CME Group Tour Championships. Mótið fer fram í hinum dásamlega bæ Naples í Flórída. Lydia Ko setti vallarmet á keppnisvelli Tiburon Golf Club, 62 glæsihögg á 2. hring, þar sem hún var með 11 fugla og 1 skolla. Samtals er Lydia búin að spila á 12 undir pari. Öðru sætinu deila 2 kylfingar á samtals 9 undir pari hvor eða 3 höggum á eftir Lydiu; Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum og So Yeon Ryu frá S-Kóreu. Hér má sjá viðtal við Lydiu eftir 2. hring mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á CME Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Þorgerður Jóhannsdóttir – 18. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Þorgerður Jóhannsdóttir. Þorgerður er fædd 18. nóvember 1955 og á því 61 árs afmæli í dag!!! Þorgerður – Innilega til hamingju með daginn!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marga Stubblefield, 18. nóvember 1951 (65 ára); Josef Olasson, 18. nóvember 1961 (55 ára); Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (54 ára); Valgarður M. Pétursson, 18. nóvember 1963 (53 ára); Svala Ólafsdóttir (49 ára); Sandra Carlborg, 18. nóvember 1983 (33 árs); Guðni Sumarliðason (25 ára)….. og ….. Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem Lesa meira
ÍSÍ og Styrktarsjóður Íslandsbanka auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn
Golf 1 vekur hér með athygli á þessari auglýsingu frá ÍSÍ. Styrktarstjóður Íslandsbanka og ÍSÍ auglýsa eftir umsóknum í sjóðinn. Markmið sjóðsins er að styðja við bakið á ungu íþróttafólki á aldrinum 15-20 ára. Nánari upplýsingar má sjá með því að SMELLA HÉR: Hægt er að sækja umsóknareyðublað með því að SMELLA HÉR:
Nicklaus segir að Trump verði frábær f. golfið
Verðandi forseti Bandaríkjanna Donald Trump hefir smá stuðning meðal stjörnukylfinga þ.e. repúblíkanans og 18-faldan risamótasigurvegara Jack Nicklaus. Nicklaus var með viðtal í Yahoo Finance nú nýlega, þar sem hann fór yfir Trump Ferry Point í Bronx, sem er hannaður af Nicklaus. Nicklaust sagði m.a. í viðtalinu: „Ég hugsa að hann eigi eftir að hafa gríðarleg áhrif á hvernig golfheimurinn fer áfram. Hann er kylfingur, hann elskar golf, allir golfvellir hans er mjög mjög góðir.“ Skv. Nicklaus „þekkti Trump fólkið sem tala þurfti við til að klára dæmið“ og taldi að næstu 4 ár jafnvel lengur yrðu frábær fyrir golfið með svo mikinn golfaðdáanda í Hvíta Húsinu. Nicklaus er aðeins einn af fjölmörgum Lesa meira
Evróputúrinn: Garcia og Molinari leiða í hálfleik í Dubaí
Það eru Sergio Garcia og Francesco Molinari sem eru efstir og jafnir í hálfleik á DP World Tour Championship í Dubaí. Báðir hafa leikið á samtals 9 undir pari, 135 höggum (68 67). Forystumaður 1. dags, Lee Westwood, er fast á hæla þeirra, einn í 3. sæti, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari 136 höggum. Síðan deilir hópur 4 kylfinga, þar sem m.a. er í Charl Schwartzel frá S-Afríku 4. sætinu enn einu höggi á eftir á samtals 7 undir pari, hver. Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Lee Westwood efstur e. 1. dag í Dubaí
Lee Westwood (Westy), sem ekki komst í lið Englendinga í heimsbikarnum er efstur á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí eftir 1. dag. Westwood lék 1. hring á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum. í 2. sæti á hæla Westy eftir 1. dag eru Nicolas Colsaerts og Julien Quesne, báðir á 5 undir pari, 67 höggum. Annar hringur er þegar hafinn og má sjá stöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: Sjá má hápunkta 1. dags á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR:
Ekkert verður af DJ g. Rory á Filippseyjum
Ekkert verður af holukeppnis- einvígi milli Dustin Johnson og Rory McIlroy sem var á dagskrá síðar í þessum mánuði á Filippseyjum, skv. frétt ABS-CBN News. Þetta fyrirhugaða einvígi, sem bar heitið „Dustin vs. Rory: Battle for a Cause,“ féll niður vegna deilu annars vegar milli framkvæmdaaðila mótsins, en í forsvari fyrir þá er bissnessmaðurinn Salvador Zamora og hins vegar Creative Artists Agency (CAA) Zamora sagði að um samningsbrot (CAA) væri að ræða og því um ekkert annað að ræða en að rifta samningum. „Það var vegna atburða sem við höfðum enga stjórn á, sem við urðum að rifta,“ sagði Zamora. Zamora er mikill hvatamaður að golfi á Filippseyjum og hann var að vonast til að Lesa meira
Frægir kylfingar: Topp-10
Með frægum kylfingum er hér átt við það sem á ensku er nefnt „celebrities“ þ.e. menn sem ekki eru atvinnukylfingar, en hafa annað starf sem þeir eru þekktir fyrir s.s. tónlistarmenn, söngvarar, leikarar, stjórnmálamenn o.s.frv. Golf Monthly hefir tekið saman topp-10 lista frægra kylfinga. Á honum eru m.a. Bandaríkjaforseti Barack Obama og verðandi Bandaríkjaforseti Donald Trump, ásamt stjörnuliði á borð við Alice Cooper og Sean Connery, en allir eiga þeir sameiginlegt að vera kylfingar … en misgóðir í íþrótt sinni. Frægir kylfingar eru mjög vinsælir í góðgerðarmótum eða svokölluðum Pro-Am mótum þar sem þeir eru paraðir saman með atvinnukylfingunum til styrktar góðu málefni. Sjá má topp-10 allra frægra kylfinga skv. Lesa meira
Sást til Tiger að prófa nýjar kylfur – Myndskeið
Nú þegar nær dregur boðaðri endurkomu Tiger Woods í keppnisgolfið eftir 15 mánaða fjarveru meira og minna vegna bakuppskurða og endurhæfingu hans þeirra vegna, þá er fylgst grannt með Tiger hvert sem hann fer. Hann sást nú nýverið á æfingasvæðinu að prófa nýjar kylfur, þar sem styrktaraðili hans, Nike, er hættur að framleiða kylfur. Virðist sem Tiger hafi verið að prófa TaylorMade kylfur. Sjá má myndskeið af Tiger á æfingasvæðinu með því að SMELLA HÉR: Skv. öruggum heimildum var Tiger með skor upp á 63 á Seminole í Flórída nú nýlega – fékk að sögn 2 erni, 7 fugla og 2 skolla á hringnum!!!
Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2016
Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London. Hún er álitin einn besti kvenkylfingur, sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 114 ára afmæli. Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24). Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og varð þar eftir titluð Lady Heathcoat-Amorey. Leikur hennar og golfsveifla voru Lesa meira










