Evróputúrinn: Fitzpatrick sigraði á DP World Tour Championship
Það var Matthew Fitzpatrick sem stóð uppi sem sigurvegari á DP World Tour Championship í dag. Fitzpatrick lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (69 69 66 67). Ekki er víst að allir kannist við Matthew Fitzpatrick en skoða má eldri kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir var landi Fitzpatrick, Tyrell Hatton en hann lék á 16 undir pari og í 3. sæti Charl Schwartzel á samtals 14 undir pari. Til þess að sjá hápunkta 4. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
PGA: Hughes efstur e. 3. dag á RSM Classic
Kanadíski kylfingurinn Mackenzie Hughes, sem er frekar óþekkt nafn á PGA Tour, enda nýliði og er hann efstur á RSM Classic mótinu á PGA mótaröðinni fyrir lokahring mótsins. Hughes hefir spilað á samtals 16 undir pari, 196 höggum (61 67 68). Billy Horschel, Camillo Villegas og Cheng Tsung Pan eru fast á hæla Hughes á 15 undir pari, hver. Chesson Haddley er síðan einn í 5. sæti á 14 undir pari; mjótt á mununum og stefnir í spennandi lokahring í kvöld. Til þess að sjá stöðuna á RSM Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags RSM Classic SMELLIÐ HÉR:
LPGA: Charlie Hull leiðir á CME – Ko m/sjokkerandi hring á 3. degi
Það er enski kylfingurinn Charlie Hull, sem er í forystu á CME Group Tour Championship. Hull er búin að spila á samtals 13 undir pari, 203 höggum (67 70 66). Á hæla Charlie eru heimakonan Brittany Lincicome og suður-kóreanski kylfingurinn So Yeon Ryu, báðar á samtals 12 undir pari. Forystukonan í hálfleik, nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi átti hræðilegan 3. hring þar sem hún fékk m.a. 4 skolla og er dottin niður í 4. sætið, er samtals búin að spila á 11 undir pari, en var með vallarmet á 2. hring, glæsileg 62 högg – Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá stöðuna á Lesa meira
Ástralasíutúrinn: Jordan Spieth sigraði á Opna ástralska í bráðabana
Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Opna ástralska (ens.: Emirates Australian Open). Spieth lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum(69 70 68 69), en það gerðu einnig heimamennirnir Ashley Hall og Cameron Smith Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og þar þurfti aðeins að spila 18. holuna 1 sinni, því Spieth náði fugli sem Hall og Smith tókst ekki. Þekktir ástralskir kylfingar deildu m.a. 4. sætinu þar sem eru Rod Pampling, Aaron Baddeley og Geoff Ogilvy, ásamt óþekktari áströlskum kylfingum Jason Scrivener og Jason Fox, en þessir 5 léku allir á samtals 10 undir pari. Adam Scott varð T-14 á samtals 6 Lesa meira
Ólafía ferðast umhverfis hnöttinn á 50 dögum
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, var í áhugaverðu viðtali í Fréttablaðinu og visir.is í gær. Þar var kastljósinu beint að þeim miklu ferðalögum sem hún hefur lagt að baki á undanförnum 48 dögum. Frá 4. október síðastliðnum hefur hún farið ellefu flug og eytt rúmlega sjötíu klukkutímum í háloftunum. Sjá má viðtalið með því að SMELLA HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Ingvi Rúnar Einarsson – 19. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Ingvi Rúnar Einarsson. Ingvi Rúnar er fæddur 19. nóvember 1937 og á því 79 ára afmæli í dag. Ingvi Rúnar er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði og heldur úti samfélagssíðunni Kylfingar á Facebook. Ingvi Rúnar spilar mikið golf, gjarnan erlendis í golfferðum á ýmsum freistandi golfáfangastöðum og jafnt sumars sem um miðjan vetur á Íslandi. Eins er hann mjög góður púttari og hefir tekið þátt í mörgum púttmótum Golfklúbbsins Keilis, með góðum árangri. Ingvi Rúnar er jafnframt stofnandi golfklúbbsins Hraunborga Sjá með því að SMELLA HÉR: Ingvi Rúnar er kvæntur, á 3 börn og fjölda barnabarna. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum Lesa meira
Evróputúrinn: Dubuisson efstur f. lokahringinn í Dubaí
Það er Victor Dubuisson, sem er efstur á DP World Tour Championship fyrir lokahringinn. Hann er búinn að spila á 13 undir pari,203 höggum ( 70 69 64). Þeir Nicolas Colsaerts og Matthew Fitzpatrick deila 2. sætinu á samtals 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá myndskeið með hápunktum frá 3. degi DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR: (verður sett inn um leið og það kemur).
Bones að ná sér eftir tvöfalda hnéskiptaaðgerð
Nítjándi október var heilmikill dagur fyrir Phil Mickelson og kylfusvein hans Jim „Bones“ Mackay. Á þeim degi undirgekkst Mickelson uppskurð vegna íþróttakviðslits meðan kylfusveinn hann, Bones, fór í tvöfalda hnéskiptaaðgerð. Það eru varla til meiri vinir en þeir Phil og Bones og þeir eru mjög samtaka í öllu sem þeir gera, en Golf Digest sagði tímasetningu aðgerðana hreina tilviljun. „Við töluðum ekki einu sinni um þær (aðgerðirnar). Við vorum báðir að drífa þær af og það bara vildi svo til að þær voru á sama degi, sagði Bones í viðtali við Golf Digest. „Á næsta degi vorum við farnir að senda hvor öðrum sms; t.a.m. „Hvernig hefir þú það? osfrv… Bones hefir Lesa meira
Ástralasíutúrinn: James Nitties efstur í hálfleik – Adam Scott T-4
Það er Ástralinn James Nitties, sem leiðir á Opna ástralska í hálfleik. Hann er búinn að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum (70 65). Í 2. sæti fast á eftir Nitties er Ryan Fox á 8 undir pari og í 3. sæti Rhein Gibson á 7 undir pari. Það er ekki fyrr en í 4. sæti sem við fyrirfinnum uppáhald allra, Adam Scott, sem er búinn að spila fyrstu 2 hringina á 6 undir pari. Hann deilir jafnframt 4. sætinu með 4 öðrum áströlskum kylfingum, en það er ekki fyrr en í 9. sæti sem fyrirfinnst kylfingur sem ekki er Ástrali, en það er Jhonattan Vegas frá Venezuela. Lesa meira
Viðtal Billy við Rory McIlroy
Evrópumótaröðin er með þrælskemmtileg viðtöl sem heita „Little Interviewers.“ Þar eru spyrlarnir í yngri kantinum og einn litli golffréttamaðurinn, Billy, 9 ára, tók viðtal við sjálfan nr.2 á heimslistanum, Rory McIlroy, sem er ekkert að standa sig allt of vel á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí, sem nú stendur yfir (Er T-29). Billy spurði Rory bara nokkurra erfiðra spurninga; eins og: Hver er uppáhalds kventennisleikarinn þinn? Til þess að finna út svarið …. jamms þið verðið bara að sá myndskeiðið sjálf…. Hér á eftir má sjá skemmtilegt viðtal Billy við Rory SMELLIÐ HÉR:










