14 hættulegustu golfvellir í heiminum
Golf 1 birti fyrir 4 árum, þ.e. 2012 yfirlit yfir 12 hættulegustu golfvelli heims. Rifja má upp þessar greinar Golf 1 um hættulegustu golfvellina með því að smella á eftirfarandi tengla Hættulegustu golfvellir heims 1; Hættulegustu golfvellir heims 2; Hættulegustu golfvellir heims 3; Hættulegustu golfvellir heims 4; Hættulegustu golfvellir heims 5; Hættulegustu golfvellir heims 6; Hættulegustu golfvellir heims 7; Hættulegustu golfvellir heims 8; Hættulegustu golfvellir heims 9; Hættulegustu golfvellir heims 10; Hættulegustu golfvellir heims 11; Hættulegustu golfvellir heims 12. Golfréttasíðan Bunkered hefir nú birt lista yfir 14 hættulegustu vellina og það kemur vart á óvart er margir sem þar eru nefndir eru þeir sömu og Golf 1 taldi upp fyrir 4 árum. Sjá má í máli og myndum yfirlit yfir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Hafsteinn Hafsteinsson – 22. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Hafsteinn Hafsteinsson. Hafsteinn er fæddur 22. nóvember 1965 og á því 51 árs afmæli í dag!!! Hafsteinn er í Golfklúbbi Hveragerðis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Hafsteinn Hafsteinsson (Innilega til hamingju með 51 árs afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ralph Guldahl, f. 22. nóvember 1911 – d. 11. júní 1987; Emma Cabrera-Bello, 22. nóvember 1985 (31 árs) og … Arnar Laufdal Ólafsson Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
Besti kylfingur heims … sem fæstir hafa heyrt um
Því má halda fram að sænski kylfingurinn Alex Norén, sé besti kylfingur ársins 2016; jafnvel betri en nr. 1 á heimslistanum Jason Day og Dustin Johnson. Betri en Rory McIlroy eða landinn Henrik Stenson. Eða jafnvel Jordan Spieth. Alex er bestri en þeir allir 2016. Er hann heitasti kylfingurinn á jörðinni nú? „Það er gott að einhverjum finnst það vegna þess að mér finnst það svo sannarlega ekki,“ segir Norén. „Golf er erfiður leikur og ég hef átt svo mikið af lægðum – líkt og aðrir sem spila golf – þannig að maður kann að meta það þegar vel gengur.“ „Þetta er bara góður kafli en ég er stressaður í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Birkir Orri Viðarsson – 21. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Birkir Orri Viðarsson. Birkir Orri er fæddur 21. nóvember 2000 og er því 16 ára í dag! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Birkir Orri Viðarsson (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Búi Vífilsson, 21. nóvember 1957 (59 ára); Alexandre Nardy Rocha (frá Brasilíu) 21. nóvember 1977 (39 ára); Rebecca Flood, 21. nóvember 1988 (28 ára) ….. og …… Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið Lesa meira
Ólafía Þórunn mikið í fréttum um helgina
Það var mikið fjallað um Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur atvinnukylfing úr GR á sjónvarpsstöðvunum RÚV og Stöð 2 um helgina. Ólafía var í ítarlegu viðtali á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hún setti m.a. upp „gínuáskorunina“ með Herði Magnússyni íþróttafréttamanni. Á RÚV var einnig með umfjöllun um Ólafíu Þórunni í gærkvöld. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hitti á atvinnukonuna sem var við æfingar í íþróttamiðstöð GKG. Ólafía hefur leik á lokaúrtökumótinu fyrir sterkustu atvinnumótaröð kvenna í lok nóvember en hún hefur þegar tryggt sér keppnisrétt á Symetra atvinnumótaröðinni í Bandaríkjunum sem er sú næst sterkasta þar í landi. Sjá má fréttina á RÚV með því að SMELLA HÉR: Sjá má innslagið hjá Lesa meira
LPGA: Ariya valin leikmaður ársins
Ariya Jutanugarn frá Thaílandi vann 5 sinnum á LPGA Tour á þessu keppnistímabili og jafnvel þó hún hafi ekki lyft verðlaunabikarnum á CME Group Tour Championship, þá var ljóst að móti loknu að Ariya myndi hampa titlinum „leikmaður ársins“ á LPGA. Hún gekk einnig í burt með Race to the CME hnöttinn og var efst á peningalistanum – og fyrir allt þetta fékk hún $ 1 milljón viðurkenningarfé. „Að verða leikmaður ársins er gríðarstórt fyrir mig. Ég er mjög, mjög ánægð með það,“ sagði hún Jutanugarn sem lék 11 höggum betur en Ko nú um helgina á golfvelli Tiburon Golf Club – lauk keppni T-14 og í 4. sæti á ótinu. Lesa meira
LPGA: Charley Hull sigraði á CME mótinu
Það var enski Solheim Cup kylfingurinn Charley Hull sem sigraði á fyrsta LPGA mótinu sínu nú í kvöld, þ.e. CME Group Tour Championship. Charley lék á samtals 19 undir pari, 269 höggum (67 70 66 66). Í 2. sæti 2 höggum á eftir Charley varð So Yeon Ryu frá S-Kóreu, á samtals 17 undir pari. Til þess að sjá hápunkta í leik Charley Hull á lokahring CME mótsins SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá lokastöðuna á CME Group Tour Championship SMELLIÐ HÉR:
Golfvellir í Þýskalandi: Golf Gut Lärchenhof Pulheim-Stommeln (13/18)
Par-4 17. holan á golfvelli Golf Gut Lärchenhof Pulheim-Stommeln nefnist foss eða Wasserfall. Á þessari holu hafa mörg úrslitin ráðist á mótum Evrópumótaraðarinnar – Að fá par hér er alltaf súper gott – fugl er kraftaverk. John Daly hefir oft reynt að dræva inn á flöt í teighögginu en holan er 363 m af mótsteigum (254 af kvennateig) og þarf þá á mótum Evrópumótaraðarinnar að slá a.m.k. 305 m yfir vatnið sem þar er. Hönnuður vallarins er enginn annar en Jack Nicklaus – sem heldur fast í fílósófíu sína „að ekki eiga að refsa fyrir góð högg“ ehemm …. ja, það verður að segjast að það verður að eiga mjög gott högg af Lesa meira
Evróputúrinn: Stenson stigameistari 2. árið í röð
Henrik Stenson sigraði Race to Dubai, þ.e. varð stigameistari Evrópumótaraðarinnar 2. skiptið, eftir frábæran hring í dag á DP World Tour Championship í Dubaí, sem skilaði honum T-9 árangri, sem dugði í fyrsta sæti stigalistans. Stenson sigraði m.a. á Opna breska í ár og lauk keppnistímabilinu á glæsihring, 65 höggum og féll leiktjaldið því í lokin eftir keppnistímabil þar sem hann varð m.a. fyrsti Svíinn til þess að sigra á risamóti. Risatitillinn ásamt sigri hans á BMW International Open á keppnisvelli Golf Club Lärchenhof í Þýskalandi og 3 aðrir topp-10 árangrar á árinu stuðluðu að því að Stenson varð stigameistari. Keppnin í ár stóð aðallega milli Stenson og sigurvegara The Masters, Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Rahman Siddikur – 20. nóvember 2016
Afmæliskylfingur dagsins er Mohammad Rahman Siddikur (á bengölsku: মোহাম্মদ সিদ্দিকুর রহমান). Siddikur er fæddur 20. nóvember 1984 og á því 32 áas afmæli í dag. Siddikur er frá Bangladesh og er oft nefndur Tiger Woods Bangladesh. Siddikur spilar á Asíutúrnum. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bobby Locke, f. 20. nóvember 1917 – d. 9. mars 1987; Don January, 20. nóvember 1929 (87 ára); Ásta Guðríður Guðmundsdóttir, 20. nóvember 1972 (44 ára); Thidapa Suwannapura. 20. nóvember 1992 (24 ára) ….. og ….. Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira










