Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 17:00

LET: Hall og Madsen leiða í hálfleik Qatar Ladies Open

Það eru þær Lydia Hall frá Wales og danska stúlkan Nanna Koerstz Madsen, sem leiða í hálfleik á móti vikunnar á Evrópumóti kvenna, Qatar Ladies Open. Báðar hafa þær spilað á samtals 9 undir pari, 135 höggum; Hall (67 68) og Madsen (69 66). Nanna sigraði m.a. í lokaúrtökumóti LET 2015 – Sjá má eldri kynningu Golf 1 um Nönnu með því að SMELLA HÉR:  Jafnar í 3. sæti eru indverski kylfingurinn Aditi Ashok og Annabella Dimmock frá Englandi, báðar aðeins 1 höggi á eftir á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hringi Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Auðunn Einarsson – 24. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Auðunn Einarsson. Auðunn er fæddur 24. nóvember 1975 og er því 41 árs. Auðunn er klúbbmeistari Golfklúbbs Ísafjarðar 2011 og 2012. Hann varð Íslandsmeistari í sveitakeppni GSí, með liði GK, árið 2008… og þá er aðeins fátt eitt talið af afrekum Auðunns í golfíþróttinni. Auðunn er mörgum að góðu kunnur sem frábær golfkennari, var lengi starfandi hjá Golfklúbbnum Keili en eftir ársdvöl í Ástralíu sneri hann aftur til heimabæjarins, Ísafjarðar, þar sem hann kennir nú golf. Auðunn hefir keppt í fjölmörgum opnum mótum og alþjóðlegum mótum. Hann reyndi m.a. fyrir sér á sænsku mótaröðinni 2007. Kona Auðuns er Kristín Rúnarsdóttir. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 11:00

Rickie Fowler græðir á sölu húss síns í Flórída!

Rickie Fowler er heldur betur að gera gott með sölu fasteignar sinnar í Flórída. Hann hefir nú selt eign sína, sem er aðeins 40 m frá og reyndar alveg við Loxahatchee River í Jupiter, Flórída á  $2.85 milljónir. Húsið tvílyfta, sem er í vörðu umhverfi (ens.: gated community) var sett á markað í september og er selt. Fowler græddi  á sölunni en hann keypti eignina á  $1.6 milljónir árið 2010.  (Sem sagt 1.25 milljóna dala söluhagnaður!!!) Húsið er 1530 fermetra og því fylgir 1/2 ekra lands og einkabryggja við ánna. Í því eru stofa með glerdyrum, sem opnast út í bakgarð, borðstofa,  pool-herbergi, „skrifstofa“, eldhús, 4 svefnherbergi og 5 baðherbergi. Á eigninni Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 09:15

Lið Spánar efst í Heimsbikarnum

Það eru þeir Rafa Cabrera-Bello og Jon Rahm, m.ö.o. lið Spánar,  sem tekið hefir forystuna í heimsbikarnum. Þeir léku 1. hring á 69 höggum. Öðru sætinu deila lið Bandaríkjanna, lið Kína og lið Frakklands þ.e. þeir Rickie Fowler-Jimmy Walker; Wu Ashun -Li Haotong og Vicor Dubuisson-Romain Langasque. Liðin 3 í 2. sæti léku öll á 70 höggum. Sjá má stöðuna í heimsbikarnum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 09:00

Bubba vill verða bæjarstjóri

Bubba Watson „á sér draum“ … og það er að gerast bæjarstjóri. „Ég flutti aftur tilbaka til bæjarmarka Pensacola (Florida) þannig að ég gæti einn daginn orðið bæjarstjóri,“ sagði Bubba. Tvöfaldi Masters sigurvegarinn og íbúi Flórída á fjölda fyrirtækja í heimabænum þ.á.m. hafnarboltaliðið Pensacola Blue Wahoos og hann opnaði nú nýverið sælgætisbúð og bílasölu. „Að vera aftur kominn heim… mamma vinnur í sælgætisbúðinni,“ sagði Bubba. „Það er eftirvænting í kringum þessi fyrirtæki, Pensacolabær gerir sér grein fyrir að mér þykir vænt um hann.“ „Hann (bærinn) hefir gefið mér allt sem ég á nú. Hann var styrktaraðili í íþróttaviðburðum, sem ég hef tekið þátt í. Þetta er grein af sama meiði. Ég er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 07:00

Ágúst Jensson til St. Leon Rot í Þýskalandi – GA auglýsir e. framkvæmdastjóra

Ágúst Jensson hefir starfað sem framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar undanfarin 4 ár en er nú á förum til St. Leon Rot golfklúbbsins í Þýskalandi, þar sem hann mun starfa sem aðstoðarvallarstjóri. Ágúst ritar eftirfarandi um breytingu á högum fjölskyldunnar á facebook síðu sína: „Það verða talsverðar breytingar á högum fjölskyldunnar í byrjun næsta árs. Við ætlum að skella okkur til Þýskalands, nánar til tekið á stað sem heitir St. Leon – Rot. Þar munu vonandi bíða okkar spennandi og og skemmtilegir tímar.  Ég hef ráðið mig í vinnu sem aðstoðarvallarstjóri á St Leon Rot sem er eitt stærsta og fallegasta golfsvæði Þýskalands og sennilega Evrópu líka 🙂 Þar eru tveir 18 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Júlíusdóttir – 23. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er fyrrum iðnaðarráðherra Katrín Júlíusdóttir. Katrín er fædd 23. nóvember 1974 og á því 42 ára afmæli í dag. Katrín er liðtækur kylfingur, sem hingað til hefir haft alltof lítinn tíma til þess að sinna áhugamáli sínu!!! Komast má á vefsíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju hér að neðan Katrín Júlíusdóttir – 42 ára – Innilega til hamingju meðafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ísafjarðar Bíó (81 árs); Vefspá Ragnhildar (60 ára STÓRAFMÆLI!!!); Kristín Þorvaldsdóttir, 23. nóvember 1958 (58 ára); Gary Rusnak, f. 23. nóvember 1962 (54 ára); Jerry Kelly, f. 23. nóvember 1966 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!); Jerri Kotts-Barriga, 23. nóvember 1968 (48 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2016 | 09:00

GK: Hvaleyrin komin í vetrarham – Aðalfundur 13. des. n.k.

Þá er sumrinu hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði, formlega lokið. Fyrir nákvæmlega viku,  miðvikudaginn 16. nóvember var fært af sumarflötum og inn á vetraflatir á Hvaleyrinni og Hraunvellinum lokað fyrir golfleik. Nú er ekkert annað enn að bíða eftir vorinu, sem vonandi kíkir á á Hvaleyrina snemma á 50 ára afmæli Keilis, en Golfklúbburinn Keilir verður 50 ára á næsta ári, 2017! Vert er að minna á Aðalfund Keilis enn hann verður haldinn 13. desember n.k í golfskála Keilis og eru Keilisfélagar hvattir til að fjölmenna.

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2016 | 08:00

Ko hættir hjá Callaway

Það eru búnar að vera miklar breytingar hjá nýsjálensku nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Lydiu Ko. Fyrst kaddýinn hennar, síðan sveiflan, nú kylfurnar – og e.t.v. er það þjálfarinn næst. Lydia getur í raun skipt 2016 í tvo helminga. Á fyrri helmingnum gekk henni vel; vann m.a. enn eitt risamótið og þar að auki 3 önnur mót á LPGA og tók silfrið í kvennaflokki fyrir Nýja-Sjáland í golfi; á fyrstu Ólympíuleikunum frá þar síðustu aldar- byrjun. En á seinni hálfleiknum árið 2016 fór allt á verri veg og hún varð m.a. af öllum meiriháttar vegtyllunum eftir því sem keppnin og árið fór að taka sinn toll af henni; sérstaklega á síðustu tveimur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2016 | 17:00

Heimsbikarinn: Fowler og Walker pósa með eiturslöngu

Heimsbikarinn fer fram í þessari viku í Ástralíu. Jamms, golfið er nú orðið heilsárs sport og tekur engan endi. Liðakeppnin fer fram í  Melbourne og þátt taka m.a.:  Jimmy Walker–Rickie Fowler fyrir Bandaríkin, Chris Wood–Andy Sullivan fyrir England, Hideki Matsuyama–Ryo Ishikawa fyrir Japan, Jon Rahm–Rafael Cabrera-Bello fyrir Spán og Adam Scott–Marc Leishman fyrir Ástralíu. Áður en golfið hefst pósuðu kylfingstvenndirnar með hinum ýmsu dýrum nú í dag, þriðjudaginn 22. nóvember. Rickie Fowler og Jimmy Walker héldu á snák, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, sem lítur út fyrir að vera a.m.k. 4 drævera langur! Fowler átti að sögn líka í erfiðleikum með að komast til Melbourne þar sem vinur hans var með Lesa meira