Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2016 | 08:45

Heimsbikarinn: Danir sigruðu!

Danska liðið í heimsbikarnu spiluðu frábæran seinni 9 og stóðst áhlaup liðs Kína, Frakklands, Bandaríkjanna og Svíþjóðar þegar þeir sigruðu ISPS HANDA heimsbikarinn í golfi í fyrsta sinn. Sören Kjeldsen og Thorbjörn Olesen komu til lokaviðureignarinnar sigurstranglegastir eftir glæsihring upp á 60 högg á föstudaginn, sem kom þeim í 4 högga forystu. Þeir ströggluðu að finna ritmann fyrst en síðan duttu fugarnir hver á fætur öðrum; náðu m.a. 6 fuglum á 5 holum á lokahringnum. Pressan var þó stöðugt á því lið Kína bætti við 3 fuglum á seinni 9 og lið Bandaríkjanna, þ.e. þeir Rickie Fowler og Jimmy Walker fengu 4 á seinni 9. Sjá má lokastöðuna í Heimsbikarnum með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2016 | 10:00

Heimsbikarinn: Danir efstir e. 3 hringi

Það eru Danirnir Thorbjörn Olesen og Sören Kjeldsen sem halda forystu sinni á 3. degi Heimsbikarsins. Danska liðið er búið að spila á 14 undir pari, 202 höggum ( 72 60 70). Í 2. sæti er lið Bandaríkjanna 4 höggum á eftir og í 3. sæti kínverska liðið 5 höggum á eftir þeim Olesen og Kjeldsen. Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Heimsbikarnum SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring Heimsbikarsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2016 | 09:00

LET: Aditi Ashok sigraði í Qatar

Indverski kylfingurinn Aditi Ashok gerir ekki endasleppt. Hún sigraði nú nýverið á „heimavelli“ í Delhi á Hero Women´s Indian Open og sigrar nú tvö mót í röð þ.e. hún sigraði líka í dag á Qatar Ladies Open – Glæsilegt hjá Aditi! Sigurskor hennar var 15 undir pari, 273 högg (70 66 68 69). Ein í 2. sæti urðu „Íslandsvinurinn“ Caroline Hedwall frá Svíþjóð og Lydia Hall frá Wales, báðar 3 höggum á eftir á samtals 12 undir pari, 276 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2016 | 06:30

Lítil umferð um Ólympíugolfvöllinn í Ríó

Aðeins 3 mánuðum eftir Ólympíuleikana í Ríó er undarlega hljótt á hinum umdeilda golfvelli leikanna, aðeins fuglasöngur heyrist, minna er af fljúgandi golfboltum. Ólympíulinksarinn sem var byggður fyrir 2016 leikana í vestur Ríó rétt hjá ströndunum frægu var ætlaður að vekja áhuga Brasilíumanna á golfíþróttinni og koma borginni á golfkortið. Bygging vallarins kostaði $19 milljónir bandaríkjadala og var hannaður af bandaríska golfvallarhönnuðnum Gil Hanse og virðist nú ætla að verða risastór hvítur fíll. Deila um launagreiðslur gæti einnig leitt til þess að vallarstarfsmenn hættu störfum og þá er orðið ansi tvísýnt um að völlurinn haldi velli. Þegar fulltrúar bandarísku fréttastofunnar AFP voru á ferð í sl. viku voru 3 að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jóhann Adolf Oddgeirsson – 25. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhann Adolf Oddgeirsson. Jóhann Adolf er fæddur 25. nóvember 1973 og á því 43 ára afmæli í dag. Jóhann Adolf er í Golfklúbbi Setbergs. Hann er kvæntur Rut Sig og á tvær dætur og einn son. Komast má á facebook síðu Jóhanns Adolfs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Jóhann Adolf Oddgeirsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Art Wall fæddist 25. nóvember 1923 (93 ára); Amelia Rorer, 25. nóvember 1952 (64 árs); Nolan Jay Henke, 25. nóvember 1964 (52 ára), Þórey Sigþórsdóttir, 25. nóvember 1965 (51 árs); Haru Nomura, 25. nóvember Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 10:00

Hvað á að gefa kylfingnum (karlinum í lífi ykkar) í jólagjöf?

Golf.com hefir tekið saman lista með nokkrum góðum hugmyndum um hvað gefa eigi karlkylfingnum í lífi ykkar í jólagjöf. Þar má finna allt frá treflum og golfskóm að íþróttatöskum, golfhönskum, golfbolum og derum. Eiginlega skiptir engu máli hvað er gefið, það er hugurinn á bakvið gjöfina sem skiptir máli. Þannig getur poki af tíum vakið hrifningu, tæki til að merkja golfbolta, (sjá má ýmsar skemmtilega tillögum að jólagjöfum með því að smella á auglýsingu Hissa.is á forsíðu Golf1! 🙂 Af öllu þessu eiga kylfingar aldrei nóg. Alltaf gaman að skoða tillögur að jólgjöfum handa kylfingum. Reyndar var gerð skoðanakönnun í Þýskalandi nú nýverið og þar kom í ljós að konur eru Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 09:00

LET: Aditi og Nanna í forystu f. lokahringinn í Qatar

Það eru hin indverska Aditi Ashok og Nanna Koerstz Madsen frá Danmörku sem leiða á Qatar Ladies Open fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun. Báðar hafa þær stöllur spilað á 12 undir pari, 204 höggum; Aditi (70 66 68) og Nanna (69 66 69). Ein í 3. sæti er Becky Morgan frá Wales, aðeins 1 höggi á eftir. Í 4. sæti er síðan hin enska Annabella Dimmock á samtals 10 undir pari og í 5. sæti Lydia Hall frá Wales á samtals 9 undir pari. Til þess að sjá stöðuna á Qatar Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Fannar Ingi gengur til liðs við Troy

Fannar Ingi Steingrímsson undirritaði nýverið samning við Troy University í Alabama í Bandaríkjunum. Fannar Ingi sem er átján ára stundar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og heldur utnan næsta haust til náms í Troy University og mun æfa og spila golf með liði skólans í Sun Belt deildinni. „Ég er mjög ánægður með að fara til Troy“ segir Fannar Ingi. „Þeir eru með frábært nýtt og fullkomið golfæfingasvæði á skólalóðinni og heppileg stærð á skólasamélaginu að mínu mati. Nálægðin við æfingasvæðið og veðrið gerir mér mögulegt að æfa vel og nálgast markmið mín í golfi. Svo er auðvitað öll mótareynslan sem ég á von á að fá.“ Fannar Ingi hefur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2016 | 07:00

Heimsbikarinn: Lið Danmerkur efst í hálfleik

Það er lið Danmerkur sem samanstendur af Thorbirni Olesen og Sören Kjeldsen, sem er efst í hálfleik í Heimsbikarnum. Lið Danmerkur hefir samtals spilað á 132 höggum (72 60) – átti glæsilegan 2. hring upp á 60 högg!!! Í 2. sæti er lið Kína Wu Ashun og Li Haotong en þeir eru eru 3 höggum á eftir forystuliðiu á samtals 135 höggum (70 65). Leikið er á Kingston Heath í Melbourne, Ástralíu. Sjá má hápunkta 2. hrings á Heimsbikarnum með því að SMELLA HÉR:  Sjá má stöðuna á Heimsbikarnum með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2016 | 18:00

Golfvellir í Þýskalandi: St. Leon Rot (14/18)

Í tilefni þess að Ágúst Jensson er að verða aðstoðarvallarstjóri á þessum golfvelli sem er aðeins í 1 klst. bílferð frá Frankfurt verður gerð tilraun til að kynna St. Leon Rot. St. Leon Rot er án efa einn af allra bestu golfvöllum Þýskalands. Úrtökumót fyrir Evrópumótaröðina hafa oft verið haldin þar og völlurinn því ekki ókunnur afrekskylfingunum okkar s.s. Þórði Rafni Gissurarsyni o.fl. Það sem gildir á velli St. Leon Rot er að spila næstum varnargolf, þ.e. andstöðu þess að spila agressívt, þó alltaf skyldi miða á miðju flata … þegar þær eru í færi. Vatnið á vinstri hlið dregur boltan að sér einsog fyrir galdur og jafnvel þó ekki Lesa meira