Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2016 | 07:00

PGA: Frá blaðamannafundi Tiger f. Hero World Challenge

Tiger Woods snýr aftur í keppnisgolfið eftir langa fjarveru, þar sem hann hefir verið að jafna sig eftir tvo bakuppskurði. Mót vikunnar á PGA Tour er Hero World Challenge og er Tiger meðal keppanda og jafnframt gestgjafi mótsins. Sjá má myndskeið frá blaðamannafundi Tiger fyrir Hero World Challenge mótið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2016 | 21:00

Peggy Kirk Bell látin – Minningarathöfn fór fram í dag

Í dag fór fram minningarathöfn um einn af frumkvöðlum bandarísks kvennagolfs, Peggy Kirk Bell, en hún lést á heimili sínu Southern Pines, 23. nóvember s.l. 95 ára að aldri, umkringd fjölskyldu sinni. Minningarathöfnin um Peggy Kirk Bell fór fram kl. 2:00 að staðartíma (þ.e. kl. 19:00 að íslenskum tíma) í Brownson Memorial Presbyterian Church. Með Peggy er gengin einn af litríkustu og virtustu kylfingum síns tíma og jafnframt einn vinsælasti kylfingurinn, golfkennari og sendiherra golfíþróttarinnar. Framlag hennar til golfleiksins var dreift um mörg svið og yfir langan tíma eða 70 ár. Frú Bell fæddist í Findlay, Ohio, þann 28. október 1921; dóttir Grace og Robert Kirk. Hún byrjaði að spila golf sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Aron Snær Júlíusson – 29. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Aron Snær Júlíusson, GKG. Aron Snær fæddist 29. nóvember 1996 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann spilar í bandaríska háskólagolfinu, með liði Louisiana Lafayette, The Ragin Cajuns og er búinn að standa sig vel á haustönn. Sjá má nýlegt viðtal við Aron Snæ sem landsliðsþjálfarinn okkar Úlfar Jónsson tók við hann SMELIÐ HÉR:  Af einstökum afrekum Aron Snæs mætti sem dæmi nefna að hann varð klúbbmeistari GKG 2015 og sigraði í Einvíginu á Nesinu 2015;  hann setti vallarmet á Jaðrinum 2014 – 67 högg; hann varð stigameistari GSÍ á Íslandsbankamótaröðinni 2013 í piltaflokki tók m.a. þátt í Duke of York mótinu 2013 og sigraði í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 29. 2016 | 08:00

Brelluhögg af þaki golfbíls

Þeir hjá CBS Sports birtu frábært brelluhögg, sem ætti alls ekki að vera að prófa hér á golfvöllum landsins né hafa eftir með öðrum hætti. Þetta er stórhættulegt en engu að síður flott. Sjá brelluhöggið með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Sæmundsdóttir – 28. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Sæmundsdóttir, GR, tvöfaldur Íslandsmeistari í golfi í flokki 50+ 2010 og 2011 sem og Íslandsmeistari í sveitakeppni GSÍ með sveit eldri kvenna í GR, þ.e. 2011, 2012 og 2013. Steinunn fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1960. Hún byrjaði í golfi 14 ára og gekk í GR 1974. Aðaldriffjöðurin í golfleiknum var bróðir Steinunnar, Óskar en hún dró oft fyrir hann. Jafnhliða fjölda Íslandsmeistaratitla í golfi og klúbbmeistaratitla hjá GR er afmæliskylfingurinn okkar 12-faldur Íslandsmeistari á skíðum. Í dag er Steinunn með 5,5 í forgjöf. Steinunn er 4 barna móðir þeirra Sæunnar Ágústu 33 ára; Hlyns Heiðars, 33 ára; Söndru Rós, 20 ára og Sigrúnar Ásu 16 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2016 | 10:00

Hver er kylfingurinn Thorbjörn Olesen?

Annar í liði Dana, sem sigraði í Heimsbikarnum, sem fram fór á Kingston Heath í Ástralíu var danski kylfingurinn Jacob Thorbjörn Olesen. Hver er þessi huggulegi, ungi Dani, sem margir eru farnir að tala um sem hinn nýja „Martin Kaymer“ Danmerkur? Thorbjörn Olesen er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og er því 25 ára. Hann gerðist atvinnumaður fyrir 8 árum, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2016 | 08:00

GKG: Aðalfundur 30. nóv. n.k.

Aðalfundur GKG 2016 verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG miðvikudaginn 30. nóvevember kl. 20:00. Dagskrá fundarins verður þannig, skv. 10. gr. laga GKG: Fundarstjóri og fundarritari kosnir. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykkis. Rekstrar- og fjárfestingaáætlun komandi starfsárs kynnt. Lagabreytingar og aðrar tillögur skv. 8. gr. teknar til afgreiðslu. Kosning formanns til eins árs. Kosning þriggja meðstjórnenda til tveggja ára og þriggja varamanna til eins árs. Kosning tveggja endurskoðenda. Önnur mál. Fundargerð síðasta aðalfundar ásamt tillögu um lagabreytingu má finna á heimasíðu GKG með því að SMELLA HÉR:  Stjórn GKG

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 28. 2016 | 06:00

Tiger snýr aftur

Endurkoma Tiger Woods frestaðist þegar hann dró sig úr Safeway Open, sem var fyrsta mót 2016-2017 keppnistímabilsins á PGA tour. Tiger sagði leik sinn þá vera á viðkvæmu stigi. 7 vikum síðar hljómar hinn 14 faldi risamótsmeistari (Tiger) mun betur og er fullur sjálfstrausts um stöðu golfleiks síns. „Ég ræð yfir mun fleiri höggum núna, vegna þess að ég hef spilað meira golf. Ef aðeins ég hefði ráðið við nokkur þessara högga þá,“ sagði Tiger „og ég er farinn að hitta allt núna. Og ég hef stjórn á öllu. Ég get slegið öll höggin nú. Í nýlegu viðtali þar sem hann var staddur á æfingavæði mat hann stöðu golfleiks síns fyrir mótið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þráinn Bj Farestveit – 27. nóvember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Þráinn Bj Farestveit. Hann er fæddur 27. nóvember 1964 og á því 52 ára afmæli í dag. Þráinn er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Hann er kvæntur Ólöfu Ástu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til afmæli hér að neðan Þráinn Bj Farestveit (52 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ferðafélag Siglufjarðar (89 ára); Hisayuki Sasaki, 27. nóvember 1964 (52 ára); Danielle Ammaccapane 27. nóvember 1965 (51 árs); Helmut Müller 27. nóvember 1973 (43 ára); Adrienne Bernadet, 27. nóvember 1984 (32 ára); Neglur Og Fegurð Eva, 27. nóvember 1984 (32 ára); Stephanie Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 27. 2016 | 10:45

Adam Scott telur að hann geti gert betur!

Adam Scott heldur til Royal Pines fljótlega en í næstu viku tekur hann þátt í Australian PGA, en hann telur leik sinn nú vera í „meðallagi“ eftir vonbrigða þátttöku hans í Heimsbikarnum. En Scott, sem er nr. 7 á heimslistanum um þessar mundir, trúir því að hann sé ekki langt frá því að snúa öllu til betri vegar – hann hefir tröllatrú á því að hann geti gert betur. Scott og liðsfélagi hans Marc Leishman, voru í raun „heimamenn“ á Kingston Heath, þar sem Heimsbikarinn fór fram en þeir voru ekkert heitir fyrr en á lokahringnum, þar sem þeir fengu loks gott skor, 65 högg, en þ.á.m. voru þrír fuglar Lesa meira