Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2016 | 03:00

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía Þórunn á glæsilegum 67 höggum og í 3. sæti e. 3. dag!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er búin að vera hreint frábær á lokaúrtökumóti sterkustu kvenmótaraðar heims, LPGA. Mótið stendur 30. nóvember – 4. desember 2016. Hún lék 3. hringinn á 67 höggum og er sem stendur í 3. sæti af 155 sterkum kylfingum, sem þreyta lokaúrtökumótið á LPGA International á Daytona Beach, í Volusia sýslu, norðaustur af Orlandó í Flórída. Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 9 undir pari, 207 höggum (74 66 67). Á 3. hringnum í gær fékk hún 6 fugla, 11 pör og 1 skolla. Aðeins tveir kylfingar eru á betra skori; þær Nasa Hataoka frá Japan, sem er efst á samtals 14 undir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Logi Bergmann Eiðsson – 2. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Logi Bergmann Eiðsson. Logi er fæddur 2. desember 1966 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Logi byrjaði í golfinu 1991 eða fyrir 25 árum síðan. Logi hefir reglulega spilað með golfhópi sínum Stullunum. Logi er í NK og GHD, kvæntur Svanhildi Hólm Valsdóttur og á 6 börn. Logi Bergmann Eiðsson – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: John Matthew Shippen, Jr., (f. 2. desember 1879 – d. 20. maí 1968); Jóhanna Axelsdóttir 2. desember 1943 (73 ára); Jenny Lee Smith, 2. desember 1948 (68 ára); Jay Haas, 2. desember 1953 (62 ára); Alexander Čejka, 2. desember 1970 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2016 | 06:00

LET: Lið Japana í forystu á Queens liðamótinu

Nú stendur yfir The Queens, sem er mót svipað Solheim Cup, nema það eru 4 lið einhverra sterkustu kvenmótaraða heims sem keppa: Lið Evrópumótaraðar kvenna (LET); Lið Japana (JLPGA); Lið Kóreu (KLPGA) og lið Ástrala (ALPG). Mótið fer fram í Miyoshi Country Club, í  Nagoya, Japan. Eftir fyrsta dag er lið heimakvenna þ.e. Japana með forystu 8 vinninga; í 2. sæti LET og KLPGA með 4 vinninga og lestina rekur lið Ástrala (ALPG) með engan vinning. Lið Japana er skipað þeim: Ai Suzuki, Erika Kikuchi, Ayaka Watanabe, Kotone Hori, Yumiko Yoshida, Yukari Nishiyama, Megumi Shimokawa og Shiho Oyama. Sjá má stöðuna eftir 1. umferð með því að SMELLA HÉR:  Sjá má liðin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 2. 2016 | 05:30

Evróputúrinn: Dunne og Schwartzel T-1 á Alfred Dunhill – Hápunktar 1. dags

Það eru þeir Paul Dunne frá Írlandi og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem leiða eftir 1. dag Alfred Dunhill mótsins sem hófst á Leopard Creek í S-Afríku í gær. Báðir léku þeir á samtals 6 undir pari, hvor, 66 höggum. Schwartzel sigraði einmitt á Alfred Dunhill mótinu 2013. Í 3. sæti eru nokkrir kylfingar sem léku á 67 höggum, þeir Pablo Larrazabal frá Spáni, heimamennirnir Brandon Stone og  Jean Hugo; Alexander Björk frá Svíþjóð, Scott Jamieson frá Skotlandi og Englendingurinn Max Orrin. Annar hringurinn er þegar hafinn og má sjá stöðuna á Alfred Dunhill með því að SMELLA HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Alfred Dunhill mótinu SMELLIÐ HÉR: Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2016 | 19:45

Lokaúrtökumót LPGA: Ólafía T-10 e. 2. dag – Á glæsilegu skori 66 höggum!!! – „Fékk stuðning fjölda Íslendinga“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, átti aldeilis hreint frábæran 2. hring í dag á Jones vellinum sem er talinn sá auðveldari af tveimur keppnisvöllum lokaúrtökumóts bestu kvenmótaraðar heims, LPGA, en hún hóf leikinn á þeim erfiðari af völlunum, Hills vellinum. Efst eftir 2. dag er Solheim Cup kylfingurinn evrópski, Mel Reid, en Ólafía er ekki ókunnug henni, var m.a. í ráshóp með Reid á móti Evrópumótaraðarinnar í Abu Dhabi nú um daginn. Reid er búin að spila á samtals 11 undir pari, 133 höggum (69 64). Ólafía Þórunn er samtals búin að spila á 4 undir pari, 140 höggum (74 66); en enn er mikið golf eftir og oft Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lee Trevino ———– 1. desember 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Lee Trevino, en hann fæddist 1. desember 1939, í Dallas, Texas og því 77 ára afmæli í dag. Lee Trevinoer oft uppnefndur „Supermex“ eða „The Merry Mex“ vegna mexíkansks uppruna síns, en móðir hans, Juanita, er mexíkönsk og Lee mikið átrúnaðargoð meðal mexíkanskra golfaðdáenda. Lee gerðist atvinnumaður í golfi árið 1960 og hefir því spilað leikinn göfuga í 51 ár á atvinnumannsstigi og á þeim tíma sigrað alls 90 sinnum, þar af 29 sinnum á PGA, 29 sinnum á Champions Tour og 32 sinnum á öðrum mótaröðum. Af helstu afrekum Lee mætti nefna að hann hefir í 6 skipti sigrað á risamótum golfsins, Opna bandaríska árin 1968 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2016 | 08:00

Jarrod Lyle fékk ás

Ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle komst í heimsgolffréttirnar árin 1999 og 2012 þegar hann sigraðist á hvítblæði og sneri aftur í keppnisgolfið. Hann var á veikinda undanþágu og spilaði því að PGA Tour, en náði ekki lágmarksvinningsfjárhæð þ.e.  $283,825 til þess að halda sér á mótaröðinni þegar hann sneri aftur 2014. Hann spilar nú aðallega á ástralasíska PGA túrnum og tekur þátt í Australian PGA meistaramótinu, sem er mót vikunnar bæði á ástralasíska og Evróputúrnum og fer fram á RACV Royal Pines Resort á Gullströndinni í Ástralíu. Á 1. hring þegar kom að 169 metra par-3 5. holunni náði Lyle að setja niður ás! Sjá má ás Lyle með því að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2016 | 07:00

Til hamingju Ísland – 1. desember 2016!

Í dag er Fullveldisdagurinn og við höldum upp á að Ísland hlaut fullveldi 1. desember 1918 undan Danmörku. Fullveldi felur í sér að fara með æðstu stjórn, dóms-, löggjafar- og framkvæmdavalds, skv. kenningunni um þrískiptingu ríkisvalds yfir landsvæði eða hóp fólks. Það er ýmist ríkisstjórn eða þjóðhöfðingi sem fer með fullveldið. Ísland hlaut fullveldi í dag fyrir 98 árum, en varð ekki sjálfstætt fyrr en 17. júní 1944. Ástæðan er sú að Íslendingar viðurkenndu danska konunginn áfram sem þjóðhöfðingja sinn og utanríkisstefna Íslands var áfram í höndum Dana. Golf 1 óskar kylfingum landsins, sem öðrum Íslendingum til hamingju með daginn!

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Alessandro Tadini – 30. nóvember 2016

Það er Alessandro Tadini sem er afmæliskylfingur dagsins, en hann fæddist 30. nóvember í Borgomanero á Ítalíu 1973 og á því 43 ára afmæli í dag. Tadini gerðist atvinnumaður í golfi 1994. Hann komst á Evróputúrinn 2003, eftir að hafa gert 6 tilraunir til þess að komast í gegn í Q-school. Hann vann sér ekki inn nægilega mikið verðlaunafé á nýliðaári sínu þannig að hann spilaði næsta keppnistímabil á Áskorendamótaröðinni (ens. Challenge Tour). Árið 2004 varð hann í 2. sæti á Challenge Tour þannig að hann komst aftur á Evrópumótaröðina og hélt korti sínu þar til loka árs 2007, þegar hann féll aftur niður í Áskorendamótaröðina. Hann kom sér upp Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2016 | 08:00

Lokaúrtökumót LPGA: Fylgist með Ólafíu Þórunni hér

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR hefur keppni í dag á lokaúrtökumóti fyrir sterkustu kvenmótaröð heims, bandarísku LPGA. Keppt er á LPGA-International golfsvæðinu í Daytona á Miami. Ólafía hefur keppni á Hills vellinum og slær hún fyrsta höggið kl. 14:17 í dag eða kl. 9:17 að staðartíma. Ólafía verður með Mindy Kim frá Bandaríkjunum og Holly Clyburn frá Englandi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana. Á þriðja keppnisdegi verður ræst út eftir skori og verður sá háttur hafður á það sem eftir er keppninnar. Á öðrum keppnisdegi leikur Ólafía á Jones vellinum og hefur hún leik kl. 13:11 að íslenskum tíma. Ólafía hefur dvalið við æfingar á keppnisvöllunum í tæplega viku Lesa meira